Laugarnes vettvangsferð

Ég fór í vettvangsferð í Laugarnesið  seinnipartinn. Þar stendur nú yfir mikið hreinsunarstarf vegna framkvæmda sem hafa átt sér stað án heimildar borgaryfirvalda.

Umrætt land er borgarland og er gert ráð fyrir því á deiliskipulagi að þar sé aðstaða til höggmyndasýninga.

Í birtingu föstudaginn 5. febrúar 2010 varð almenningur þess var að steypubíll og steypudæla/krani voru að störfum að Laugarnestanga 65. Seinniparti var ljóst að hús hafði verið steypt í Laugarnesfjörunni. Byggingarframkvæmdir hafa nú verið stöðvaðar af yfirvöldum.

Hreinsunarstarfið felst einkum og sér í lagi í því að fjarlægja allt sem hefur verið gert í óleyfi. 

Þetta verk er umfangsmikið starf og hafa gröfur og kranar og þungaflutningabifreiðar verið notaðar til verksins þar sem stór björg spýtnarusl og jarðvegur hafa verið flutt af svæðinu.

Í fréttum kl: 14:00 föstudaginn 24 apríl s.l. kom fram að einhverskonar sátt hafi náðst um að fjarlægja hluti af svæðinu sem talin eru einhver verðmæti í og er það sjálfsagt mál að hjálpa til.

Kostnaður af þessu hreinsunarstarfi fellur á þann sem staðið hefur fyrir þessum aðdráttum á borgarlandið og verður fylgst vel með því hvað þetta komi til með að kosta.

Í æviminningu Sigurðar Ólafssonar eins ástsælasta söngvara okkar Íslendinga og listamanns í hestamennsku, Í söngvarans jóreyk, segir frá því að eftir að hann var hættu búskap í Laugarnesi og fluttur burt hafi hann sett niður kartöflur í Laugarnesinu. Eitt sinn er hann var að stinga upp beðin að þá mættu allt í einu tveir fílefldir lögreglumenn og áttu orðastað við hann.

Þá spyr ég, hafa borgaryfirvöld eitthvað hvatt til lögreglu í máli þessu og er ekki rétt að lögreglan mæti á vettvang eins og forðum daga og athugi aðstæður til kartöfluræktar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband