Ég fór í vettvangsferð í Laugarnesið seinnipartinn. Þar stendur nú yfir mikið hreinsunarstarf vegna framkvæmda sem hafa átt sér stað án heimildar borgaryfirvalda.
Umrætt land er borgarland og er gert ráð fyrir því á deiliskipulagi að þar sé aðstaða til höggmyndasýninga.
Í birtingu föstudaginn 5. febrúar 2010 varð almenningur þess var að steypubíll og steypudæla/krani voru að störfum að Laugarnestanga 65. Seinniparti var ljóst að hús hafði verið steypt í Laugarnesfjörunni. Byggingarframkvæmdir hafa nú verið stöðvaðar af yfirvöldum.
Hreinsunarstarfið felst einkum og sér í lagi í því að fjarlægja allt sem hefur verið gert í óleyfi.
Þetta verk er umfangsmikið starf og hafa gröfur og kranar og þungaflutningabifreiðar verið notaðar til verksins þar sem stór björg spýtnarusl og jarðvegur hafa verið flutt af svæðinu.
Í fréttum kl: 14:00 föstudaginn 24 apríl s.l. kom fram að einhverskonar sátt hafi náðst um að fjarlægja hluti af svæðinu sem talin eru einhver verðmæti í og er það sjálfsagt mál að hjálpa til.
Kostnaður af þessu hreinsunarstarfi fellur á þann sem staðið hefur fyrir þessum aðdráttum á borgarlandið og verður fylgst vel með því hvað þetta komi til með að kosta.
Í æviminningu Sigurðar Ólafssonar eins ástsælasta söngvara okkar Íslendinga og listamanns í hestamennsku, Í söngvarans jóreyk, segir frá því að eftir að hann var hættu búskap í Laugarnesi og fluttur burt hafi hann sett niður kartöflur í Laugarnesinu. Eitt sinn er hann var að stinga upp beðin að þá mættu allt í einu tveir fílefldir lögreglumenn og áttu orðastað við hann.
Þá spyr ég, hafa borgaryfirvöld eitthvað hvatt til lögreglu í máli þessu og er ekki rétt að lögreglan mæti á vettvang eins og forðum daga og athugi aðstæður til kartöfluræktar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.4.2010 | 19:43 (breytt 20.8.2013 kl. 17:56) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 255
- Sl. sólarhring: 321
- Sl. viku: 405
- Frá upphafi: 573723
Annað
- Innlit í dag: 243
- Innlit sl. viku: 361
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 234
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.