Laugarnesið er almenningur

Eftirfarandi athugasemdir gerði ég vegna deiliskipulags Laugarnessins árið 2000

Deiliskipulagstillaga fyrir Laugarnesið liggur nú fyrir og getur almenningur gert athugasemdir við hana, lýst sig samþykkan eða andvígan tillögunni.

Segja má að Laugarnesið sé eina tiltölulega ósnortna svæðið af norðurströnd Reykjavíkur sem eftir er af strandlengjunni. Hefur það verið friðað eftir því sem undirritaður bezt veit.

Búast má við þéttingu byggðar í nágrenni Laugarnessins og má þar nefna hugmyndir um breytta nýtingu athafnasvæðis Strætisvagna Reykjavíkur sem komið hafa fram á obinberum vettvangi. Á komandi árum getur því Laugarnesið orðið mikilvægur útivistarstaður og í raun eina aðkoma fólks að náttúrulegri strönd á stóru svæði.

Undirritaður hefur farið yfir deiliskipulagstillöguna, farið í vettvangsferð auk þess sem hann er staðkunnugur í Laugarnesinu. Það er mat og niðurstaða undirritaðs  að almannahagsmunir séu víkjandi fyrir einkahagsmunum í framlagðri tillögu og í tillöguna vanti  framtíðarsýn til að skapa Laugarnesinu verðuga stöðu og einhvern tilgang í borgarlandinu. Undirritaður lýsir  sig algerlega andvígan tillögunni í þeim búningi sen hún er nú.

Þær byggingar sem enn standa í Laugarnesinu eru ornar lúnar og og eru byggðar úr léttu efni og færanlegu. Gamli Laugarnesbærinn var á sínum tíma orðinn lúinn enda var hann látinn víkja. Núverandi hús þurfa að hverfa af svæðinu nema þá helst hús Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Það þarf þó að endurhanna þannig að það falli betur að landslaginu og sé ekki jafn áberandi.

Áhugavert væri að Laugarnesið yrði gert að sjávarútvegshlunninda almenningsgarði þar sem fólk upplifði tengsl strandar og lands , útvegs og atvinnuhátta. Svæðið yrði ekki safn, fremur lifandi umgjör þar sem fólk sækti sér útiveru, hvíld og fróðleik. Það er ekki vansalaust að ein helsta fiskveiðiþjóð í heimi  skuli ekki eiga slíkan almenningsgarð. Þannig almenningsgarður þyrfti ekki að kosta mikið en gæti gefið af sér beinar og óbeinar tekjur. Þannig búinn garður vekti áhuga ferðamanna.

Ekki er gert ráð fyrir að fólk komi hjólandi í Laugarnesið því ekkert geymsluplan fyrir reiðhjól sést á deiliskipulagstillögunni. Göngustígur meðfram strandlengjunni er mjór og víkjandi samkvæmt tillögunni auk þess sem fólk mundi veigra sér við því að troðast yfir bryggju á Laugarnsestang 65 en eins og kunnugt er ganga bryggjur í sjó fram og eru til þess að bátar liggi við þær. Þetta yrði enn örðugra ef byggt yrði yfir bryggjuna. Í raun rífur bryggjuhúsið gönguleiðina fyrir almenningi enda er sá tilgangurinn að fæla fólk sem mest frá og gera því ókleift að njóta strandarinnar.

Raunar er það ein af höfuð ástæðum þess að núverandi einkaíbúðarbyggð þurfi að víkja, að almenningur veigrar sér við að ganga framhjá stórum gluggum prívatsfólks og finnst að það sé að ónáða íbúana.

Á því svæði sem Laugarnestangi 65 stendur væri skynsamlegt að veita almenningi möguleika á að sjósetja kajaka að sumarlagi og athafna sig til þess, en svæðið hallar mátulega niður að fjörunni. Kajaksiglingar er vaxandi íþrótt meðal almennings í borginni.

Varðandi byggingu fyrir geymslu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar væri æskilegt að hún yrði byggð annars staðar en í Laugarnesinu.

Undirritaður telur að velta þurfi  notkun þessa landssvæði mikið betur fyrir sér og gefa sér tíma til þess og hafa almannahagsmuni í fyrirrúmi. Að mati undirritaðs geri deiliskipulagstillagan það ekki. Ef til vill væri bezt að efna til hugmyndasamkeppni landslagsarkitekta um svæðið, með skýrum markmiðum borgaryfirvalda um megin tilgang og notkun þessa landsvæðis. Að lokum er andstaða við tillöguna ítrekuð og er vonast til að borgaryfirvöld horfi til framtíðar við skipulag Laugarnessins þessarar náttúruperlu sem býður upp á svo mikla möguleika fyrir komandi kynslóðir.

Nú tæpum 10 árum síðar er ég þakklátur sjálfum mér og sem braggabúa að Laugarnestanga 36 að hafa haft kjark til að senda þessa athugasemd frá mér. 


mbl.is Dæla úr tjörnum við heimili Hrafns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband