Miklir hagsmunir

Það liggja miklir hagsmunir í kringum þetta mál. Eðlilegt er að gætt sé ýtrustu varúðar.

Á hinn bóginn verður að vænta þess að á bak við þessa ákvörðun liggja rannsóknir en ekki móðursýki. 

Áhugavert væri að frétta um hvaða rannsóknir og sýnataka á hinum mismunandi stöðum í lofthjúpnum standi nú yfir til þess að magn ösku og gerð liggi fyrir að afloknu gosi.

Ef sú vinna er ekki yfirstandandi þá er lítið til að byggja á til framtíðar.

Alþjóðaflugmálayfirvöld hljóta að hafa frumkvæði að málinu annars eru yfirvöld bara skýjaglópar.


mbl.is Segir flugbannið vera móðursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bölvuð vitleysa.  Askan sést með áreiðanlegum geislunarmælingum en einnig með beinni sýnatöku víðsvegar.  Menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar til að sjá með ákveðnum myndum, eins og byrtar á Veðurstofunni, hér:

http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1872

 að þarna er gosaska, en ekki einhver agaleg dökkbrúnlituð lofttegund sem ekki er sést í gegnum.  Fréttamenn þurfa að átta sig á að ekki eru allir flugmenn og forstjórar fyrirtækja hæfir til meta hvað er lofttegund og hvað er ekki lofttegund.

kv,

Hróbjartur,

sérfræðingur á VÍ.

Hrobjartur. (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:23

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Hróbjartur. Þetta er upplýsandi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 12:15

3 identicon

Skoðið þessa slóð, http://en.wikipedia.org/wiki/British_Airways_Flight_9 ég er ekki viss um að flugmenn þessarar vélar samþykki að þetta sé móðursýki. Í flugi er held ég aldrei og varlega farið en því miður verða peningasjónarmið oft þess valdandi að menn slaka á kröfunum.

Björn

Björn (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband