Það er furðulegt að heyra Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra segja við fréttamenn í Wasington að Íslendingar ættu sjálfir mesta sök á efnahagshruninu.
Málið er algerlega á frumstigi og hefur ekkert verið upplýst hverjir eigi sök á hruninu.
Væntanleg er á mánudaginn skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sem mun varpa ljósi á þessa atburði.
Það munu líða mörg ár jafnvel áratugir þar til þetta mál verður að fullu upplýst. Ef allt fer fram sem eðlilegt getur talist verður niðurstaðan margir dómar og pólitískt uppgjör.
Það er algerlega út í hött að nota Íslendinga sem einhvern samnefnara fyrir sakamenn í þessu máli.
Orðið ,,samnefnari" er í orðabók skýrt út, sem tala, sem allir nefnarar tiltekinna brota ganga upp í. Íslensk alþýða ber ekki ábyrgð á hruninu. Það er allt annar markhópur sem ber ábyrgð á því að lögum.
Sem þjóðríki lendir afkomuábyrgðin að vísu á landsmönnum og bitnar á okkur og við verðum að bera byrðarnar í lakari afkomu og erfiðleikum.
En á móti höfum við, sem þjóðríki fullar heimildir og réttindi til að draga gerendurnar til fullrar ábyrgðar. Við ráðum yfir löggjafarvaldi og höfum dómsvald, sem ber að dæma eftir settum lögum. Og ef Alþingi og Landsdómur taka ekki þetta mál fyrir gefi skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis tilefni til þess, er hætt við að Alþingi verði rutt með kosningum.
Þannig að ég held að það væri rétt fyrir ráðherra að doka aðeins með yfirlýsingar og leyfa réttvísinni að hafa sinn gang og upplýsa hverjir eru sekir og hverjir eru saklausir, er það ekki þannig sem saknæmisreglan virkar? Saklausir þar til sekt er sönnuð.
Ekki vondum útlendingum að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.4.2010 | 22:20 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 334
- Sl. viku: 490
- Frá upphafi: 573827
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 441
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það virðist ekki neinu máli skipta hvaða ríkisstjórnar meðlimur það er sem opnar á sér munninn þeir eru allir þjóð vorri til háborinnar skammar það eina sem þeir gjöra er að reina að hygla útrásarþjófum,Þeir eru forritaðir af Jóhönnu og Steingrími eins og allir vita alt uppi á borði. takk fyrir
Jón Sveinsson, 7.4.2010 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.