Strandveiðar-byggðakvóti

Hér er ýmislegt sem þarf skoðunar við þar sem röksemdafærslan er ekki í samræmi við raunveruleikann. Samherji hefur ákveðið að loka tilteknu frystihúsi á landsbyggðinni vegna ítrekaðrar tilfærslu á aflaheimildum frá stærri skipum til minni. Væntanlega er þá átt við strandveiðarnar sem hafa staðið yfir til reynslu í eitt sumar og geta því ekki verið ítrekaðar.

Kvartað er sérstaklega yfir því að bolfisafli Samherja hafi verið skertur alls um 450 tonn en tekið fram að strandveiðarnar hafi skilað Dalvík sérstaklega 176 tonnum.

Í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu nr. 15/2009 frá 16/4 2009 segir m.a.:

,,Til strandveiða verði ráðstafað þeim heimildum sem nú mynda byggðakvóta, þ.e.a.s. 6.127 tonn af óslægðum botnfiski auk 2.500 tonna viðbótar sem ráðherra ákveður. Þetta magn myndi stofn strandveiðanna, en fyrirmyndin er sótt í verklag við línuívilnun, sem nokkur reynsla er komin á og þykir hafa gengið vel. Öllum verður frjálst að stunda þessar veiðar sem uppfylla þau almennu skilyrði sem sett verða".

Þarna er sem sagt um byggðakvóta að ræða og bætt við 2.500 tonnum. Ekki er getið um að viðbótin sé tekin sé af aflaheimildum Samherja eða hvaðan ráðherra tekur hana. 

Síðan er rakið hve mikið Samherji hafi greitt laun og aðföng á Eyjafjarðarsvæðinu en að engu getið hverju standveiðarnar hafi skilað svæðinu í sambærilegum ávinningi og verðmætum.

,, Miðað við óbreytta stefnu stjórnvalda varðandi tilfærslu aflaheimilda milli útgerðarflokka og fyrirhugaða fyrningu  er fyrirséð að starfssemi Samherja á Íslandi mun dragast saman og störfum í Eyjafirði fækka,“ segir í fréttatilkynningu.

Þetta er ekki rétt niðurstaða eða ályktun hjá Samherja. Ekki er sannað að störfum muni fækka á svæðinu þótt Samherji ætli að draga saman seglin samkvæmt orðanna hljóðan og að því er virðist ekki að bæta við sig aflaheimildum með nýjum leiguheimildum á fyrningartímanum.

Nýir aðiljar munu þá nýta aflaheimildirnar, hvort sem það verði auknar strandveiðar með minni olíunotkun eða aðrir útgerðaraðilar. 


mbl.is Loka í átta vikur í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband