Liggur í loftinu

Það er spurning hvort bág kjör hreki þennan hóp út í verkfall eða hvort einhver stjórnmálaöfl hafi hvíslað í eyra, að nú sé sérstakt lag að fara í verkfall, því stjórnvöld liggi svo vel við höggi.

BSRB ber að standa vörð um réttindi sinna umbjóðenda, en ég hefði kosið að orðalag ályktunarinnar væri  með öðrum hætt og með skírskotun til þess þjóðfélagsástands sem nú er hér.

Þá er villa og staðhæfing í ályktunninni sem ekki fæst staðist. Sagt er í ályktunninni að stjórnvöld ætli að setja bráðabirgðalög á kjaradeiluna.

Bráðabirgðalög eru bara sett þegar þing er ekki starfandi. Nú er Alþingi starfandi.

Ef borið væri fram frumvarp til að stöðva fyrirhugað verkfall flugumferðastjóra fengi það þinglega meðferð þar sem þing er starfandi.

Þeir alþingismenn sem væru mótfallnir slíkri lagasetningu gætu tekið til varnar.

Ég þekki ekki til aðstæðna þessa launþegahóps, hvor þær séu afar bágar og þess vegna sé þeim nauðsyn á kauphækkunum.


mbl.is Líta hótanir stjórnvalda alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband