Eitt sinn var hópur fólks veðurtepptur vegna ófærðar fram í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Var fólkinu nauðsyn að komast í veg fyrir Norðurleiðarrútu áleiðis til Reykjavíkur.
Þá voru aðalleiðir einungis mokaðar 1-2 í viku. Þá var leitað ráða hjá Sigurgeiri Hannessyni bónda í Stekkjardal. Hann sá þá leiða eina færa að aka á ís út Svínavatn en það er 11 km langt. Var Sigurgeir inntur eftir því hvort það væri örugg slíkt ferðalag. Hann kvað svo vera.
Var nú lagt af stað á Land Rover model 1962. Var bifreiðin með keðjur á öllum hjólum. Veður gekk á með dimmum éljum og sá ekki til lands þegar út á vatnið var komið. Bar nú fólkið ugg í brjósti að vera úti á ísnum, en Sigurgeir kvað öllu óhætt. Gekk nú ferðin þó seint færi.
Sigurgeir hafði mestar áhyggjur að hitta á réttan stað við norðanvert Svínavatn í svokallaðri Reykjabót en þar er afleggjararæksni niður að vatninu. Gekk nú allt vel og náði hópurinn landi nákvæmlega á afleggjarann. Furðuðu ferðalangar sig á því hvernig Sigurgeiri hafði tekist að hitta á réttan stað því ekki var auðvelt að komast upp á bakkann.
Kom þá í ljós að Sigurgeir hafði á þeirri tíð er mjólkurflutningar hófust úr sveitum oft ekið á trukk á Svínavatni og var öllum staðháttum kunnur.
Einungis staðkunnugir menn eiga að taka ákvörðun um að fara út á ís á vötnum. Það sem ræður burðarþoli íss er þykktin, sem helgast af lengd þess tíma sem frost hefur verið og frost hæðar.
![]() |
Bíll niður um ís á Rauðavatni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.3.2010 | 20:52 | Facebook
Myndaalbúm
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 578492
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.