Ís á Svínavatni

Eitt sinn var hópur fólks veðurtepptur vegna ófærðar fram í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Var fólkinu nauðsyn að komast í veg fyrir Norðurleiðarrútu áleiðis til Reykjavíkur.

Þá voru aðalleiðir einungis mokaðar 1-2 í viku. Þá var leitað ráða hjá Sigurgeiri Hannessyni bónda í Stekkjardal. Hann sá þá leiða eina færa að aka á ís út Svínavatn en það er 11 km langt. Var Sigurgeir inntur eftir því hvort það væri örugg slíkt ferðalag. Hann kvað svo vera.

Var nú lagt af stað á Land Rover model 1962. Var bifreiðin með keðjur á öllum hjólum. Veður gekk á með dimmum éljum og sá ekki til lands þegar út á vatnið var komið. Bar nú fólkið ugg í brjósti að vera úti á ísnum, en Sigurgeir kvað öllu óhætt. Gekk nú ferðin þó seint færi.

Sigurgeir hafði mestar áhyggjur að hitta á réttan stað við norðanvert Svínavatn í svokallaðri Reykjabót en þar er afleggjararæksni niður að vatninu. Gekk nú allt vel og náði hópurinn landi nákvæmlega á afleggjarann. Furðuðu ferðalangar sig  á því hvernig Sigurgeiri hafði tekist að hitta á réttan stað því ekki var auðvelt að komast upp á bakkann.

Kom þá í ljós að Sigurgeir hafði á þeirri tíð er mjólkurflutningar hófust úr sveitum oft ekið á trukk á Svínavatni og var öllum staðháttum kunnur.

Einungis staðkunnugir menn eiga að taka ákvörðun um að fara út á ís á vötnum. Það sem ræður burðarþoli íss er þykktin, sem helgast af lengd þess tíma sem frost hefur verið og frost hæðar.


mbl.is Bíll niður um ís á Rauðavatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband