Búnaðarþing var sett í dag við hátíðlega athöfn.
Prúðbúnir bændur og þeirra hjú sátu undir borðum og hlýddu á Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra segja frá því hvernig Síminn misnotar þorramatinn til að auglýsa pítsur.
Þarna var Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum en hann hefur gjarnan verið mönnum til halds og trausts í upphafi Búnaðarþings.
Búnaðarfélag Svínavatnshrepps er elsta starfandi búnaðarfélag landsins stofnað 1842 og hét þá Jarðarbótafélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhrepps og hefur allatíð starfað að framfaramálum í landbúnaði.
Þegar ég varð formaður þess félags á áttundaáratug síðustu aldar fór ég að leita að lögum félagsins svo ég hefði einhverja leiðsögn um starfshætti félagsins og skipurit. Komst ég þá að því að síðustu samþykktu lög félagsins voru handskrifuð frá 1882 að því að mig minnir.
Voru bændur svo uppteknir við bústörf sín að þeim hafði láðst að uppfæra löginn en því var breitt snarlega.
Ég var fljótlega felldur sem formaður, þar sem ég eyddi öllum peningum félagsins í að láta smíða valtara, flaggrindur og kaupa herfi fyrir félagið.
Á framangreindu menningarsvæði starfar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Bráðlega ætlar kórinn að fara halda söngskemmtanir og eiga þær að vera tileinkaðar fv. nágranna mínu Birni á Löngumýri. Hann var nú að vísu ekki lagviss og starfaði aldrei með kórnum en Björn var gamansamur og þeir ætla að láta þetta vera svona í bland.
Svona geta bændur verið útsjónarsamir til að komast að heiman og gera sér glaðan dag.
Búnaðarþing var sett í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.2.2010 | 20:39 (breytt kl. 21:08) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 566933
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.