Íslendingar eru aldir upp við fornsögur um hetjur og kappa sem unnu frægðar verk. Þjóðin þarf alltaf einhverjar hetjur til að styðja sig við. Við lærðum um Gunnar á Hlíðarenda sem stökk hæð sína í öllum herklæðum, um Skarphéðinn sem renndi sér fótskriðu og hjó mann, en var svellkaldur í Brennunni.
Svo komu hörmungar tímar með lítið af hetjum eftir að Jón Arason var höggvinn.
Eftir Lýðveldisstofnunina 1944 var fólk alltaf að bíða eftir því að eitthvað gerðist. Einhverjar hetjur birtust. Þjóðin varð að sýna hvað í henni bjó.
Þá kom fram gullaldarkynslóð íslenskra frjálsíþróttamanna sem gerði garðinn frægan á árunum 1948-1956.
Þeir hlupu hratt, þeir stukku langt, þeir stukku hátt og köstuðu langt. Allt í einu voru Íslendingar komnir í sviðsljósið með eitthvert atgervi.
Þó nú syrti í álinn hjá okkur um stund, munum við á ný endurheimta sjálfstraust okkar. Nú er það handboltinn og ,, strákarnir okkar". Rústabjörgunarsveitin, sem var fyrst á vettvang, skákfólkið okkar, listafólkið og svona er lengi hægt að telja upp.
Sumir kalla þetta þjóðrembu. Ég kalla þetta að vera til sem þjóð.
Andlát: Guðmundur Lárusson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.1.2010 | 20:36 (breytt kl. 20:41) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 258
- Sl. sólarhring: 321
- Sl. viku: 408
- Frá upphafi: 573726
Annað
- Innlit í dag: 245
- Innlit sl. viku: 363
- Gestir í dag: 238
- IP-tölur í dag: 236
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.