Samkvæmt lögum skipar iðnaðarráðherra ferðamálaráð og í því skulu eiga sæti tíu fulltrúar. Skulu formaður og varaformaður skipaðir af ráðherra án tilnefningar en aðra fulltrúa skipar ráðherra eftir tilnefningu eftirtalinna: Samtaka ferðaþjónustunnar sem tilnefna þrjá fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga sem tilnefnir tvo fulltrúa, Ferðamálasamtaka Íslands sem tilnefna tvo fulltrúa og Útflutningsráðs Íslands sem tilnefnir einn. Skipunartími ferðamálaráðs skal vera fjögur ár en skipunartími formanns og varaformanns skal þó takmarkaður við embættistíma ráðherra. Ferðamálastjóri og fulltrúi ráðuneytisins sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt.
Hlutverk ferðamálaráðs
Ferðamálaráð gerir, árlega eða oftar, tillögu til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar. Jafnframt skal ferðamálaráð vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum. Ferðamálaráð skal veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað sem ráðherra felur því eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar.
Heimild: Vefur Ferðamálastofu.
Embættisathöfn iðnaðarráðherra í þessu máli er hvorki pólitísk spilling eða geðþóttaákvörðun. Margir aðilar koma að því að tilnefna fulltrúa í ráðið og ráðherra er bundin af lögum við skipanina.
Nýtt ferðamálaráð skipað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.1.2010 | 19:49 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 566813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 692
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugsunin er spilling, hún skipaði formann og varaformann og valdi þar fólk sem er í fullri vinnu annars staðar. Eftir kaupinu hjá Svanhildi að dæma þá ætti hún að vera í starfi sem fylgir ábyrgð ? eða er hún kannski bara að vinna í Árbæjarstarfi aðra hverja helgi ?
Að því er varðar fulltrúa sveitarfélaganna gátu þau bara fundið fólk með nóg á sinni könnu ? Ekkert af þessu fólki hefur neitt nýtt fram að færa og sér þetta sennilega bara sem ferðatækifæri. Spilling er líka að ´´ þiggja´´ spilltar tilnefningar. Það er nefnilega þannig að einmitt þessa ráðslag hefur keyrt þjóðfélagið á hausinn því spillingin kostar okkur miklu meira en skattaundanskot og búðarþjófnaðir. ÞETTA FÓLK ÞARNA ER SPILLING og að það þiggi tilnefningu sýnir að þau eru spillt.
Einar Guðjónsson, 18.1.2010 kl. 20:27
Einar,
Ég veit ekkert hvaða kaup Svanhildur hefur og þekki hana ekki neitt. Hef heyrt að hún sé komin af söngfólki, svo hún hlýtur að vita hvað hún syngur í þessum efnum.
Ætli hugsunin hjá ráðherra og tilnefningar aðilunum, sé ekki sú að velja fólk með reynslu þekkingu og tengsl við tilnefningar aðilann og stjórnsýsluna. Ég spái því.
Ég hef það fyrir satt að þarna sé innan um og saman við, bláfátækt barnafólk með mikla ómegð. Það verða nú allir að hafa salt í grautinn.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 20:55
Það hefur komið fram opinberlega að Svanhildur hefur milljón plús á mánuði sem sviðstjóri í Reykjavíkurhreppi, Ragnheiður hefur tæpar tvær milljónir etc. Er fyrst og fremst að skipta mér af þessum opinberu starfsmönnum sem eru að svíkjast um í vinnunni og finnst það greinilega sjálfsagt því annars hefðu þeir ekki ´´þegið´´ störfin. Sé enga stjórnunarreynslu hjá þessu fólki. Reykjavík, Árborg og Hveragerði eru í Möllersklúbbnum ( gjaldþrota sveitarfélög ) og þá stendur eftir að einhverjir kunna að öskra og þess vegna var þeim boðið í nefndina.
Hin þjóðlegu spillingarstjórnmál verða að hverfa, annars komumst við ekki á fætur og verðum aldrei matvinnungar.
Einar Guðjónsson, 18.1.2010 kl. 21:18
Það verður þá bara að krefjast þess að nefndin birti ársreikning um kostnað og ferðalög.
Það er svo sem nauðsyn að veita aðhald og allir séu ráðdeildarsamir. Ekki ætla ég að draga úr því.
Þakka þér fyrir að standa vaktina Einar.
En- þeir sem eru að starfa að ferða málum eru að moka gjaldeyrir inn í landið.
Ég þekki konu sem starfar að ferðamálum og hún er að fara til Indlands, því eftir því sem mér skilst, hafa ríkir Indverjar áhuga á Íslandi.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 21:33
Er ekki hægt að komast upp úr skítahaugnum og rita málefnalegar færslur um þetta mál. Mér sýnist færsla Þorsteins góð og málefnaleg. Óska nýju Ferðamálaráði til hamingju og okkur til hamingju með það.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 22:48
Já Þorsteinn það er alveg rétt að ferðaþjónustan er að moka inn gjaldeyri. Bara helmingurinn af þessari nefnd er að vinna í ferðaþjónustunni. Hitt er fólk sem er
í fullri vinnu í öðrum hagsmunum. Slíku Ráði veitir ekki af að hafa fólk sem hefur tíma til að gera eitthvað annað en að fara í bankann og sækja kaupið. Sniðugt væri t.d. að vera með venjulegan borgara sem sem veit hvað þjónusta skiptir miklu máli.
Hólmfríður þetta er ekki ómálefnaleg færsla hjá Þorsteini og ef þú ert að vísa í athugasemd mína þá tel ég þær vera málefnalegar og stuttar rökum. Það liggur fyrir að hér er klíkuskipað að hálfu.
Einar Guðjónsson, 18.1.2010 kl. 23:42
Ég man ekki betur en að alþingismaður hafi verið skipaður formaður Ferðamálaráðs fyrir nokkrum árum og verður varla lengra komist í pólitískri skipan.
Ómar Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 23:57
Ætli allir reyni ekki að gera sitt besta í þessari nefnd. En nú verð ég að fara að fara í vinnuna því ég er kauplaus hér á blogginu.
Takk fyrir innlitið .
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 07:01
Sæll Þorsteinn. Mér er bæði ljúft og skylt að leiðrétta þann misskilning sem hér virðist kominn upp.
Svanhildur er sviðsstýra á menningar- og ferðamálasviði og ég er fulltrúi í menningar- og ferðamálaráði sem stjórnmálamenn eiga sæti í. Við höfum oft rekið okkur á að ferðamálaráð er ekki í nógu góðum tengslum við það sem er að gerast í ferðamálum í borginni og þetta hafa önnur sveitarfélög rekið sig á líka. Með þessari tengingu verður bætt úr því, vinnan verður skilvirkari og útsvarsgreiðendur fá meira fyrir sinn snúð.
Með góðri kveðju,
Dofri Hermannsson.
Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 09:11
Sæll Dofri
Þá er þetta mál upplýst frá A-Ö.
Það var markmið mitt með færslunni.
Fólk sér drauga í öllum hornum og vissulega eru miklir reimleikar og almenningur er á verði, en nú fer daginn að lengja.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.