Það er aðeins eitt svar við þessu. Fyrna allar aflaheimildir hratt, ,,á einu augabragði".
Bjóða síðan veiðarnar út á Evrópska efnahagssvæði og ríkið láti veiða fyrir sig gegn föstu gjaldi, leyfilegan afla.
Leggja síðan aflann inn á reikning ríkissjóðs.
Það er fáheyrt að samtök skuli vera með svona hótanir við löglega kjörinn stjórnvöld.
Hér hefur verið búsáhaldabyltingarástand. Svona hótanir eru eins og að hella olíu á þann eld og sætir furðu.
Það búa ekki miklir vitsmunir á bak við það að vera kaupa kvóta og halda sig eiga hann þegar fyrsta grein fiskveiðistjórnunaralaga segir að þjóðin eigi auðlindina.
Hér er nóg af mannskap til að fara á sjóinn.
Tröll hafi þessi innsiglingaráform. Þau boða enga gæfu eða sættir.
Sammála að sigla flotanum í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.1.2010 | 07:07 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 80
- Sl. sólarhring: 150
- Sl. viku: 230
- Frá upphafi: 573548
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 194
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sástu manninn í kastljós í gær, var eins og BJÁNI,
Hótandi því að sigla í land en hvernig ætla þeir þá að fá peninga fyrir allt sukkið.
Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 07:16
Þetta er nú ekki sérstaklega gáfulegt hjá þér Þorsteinn
Gerir þú þér ekki grein fyrir því að það er fullt af fólki á Íslandi sem hefur atvinnu af sjávarútveg.
Viltu þetta svo að ríkið geti fengið penig og haldið þér betur upp áhyggjulausum ævidögum í Reykjavík
hlyri (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 07:30
hlynur þeir fara bara heim til sín og við fáum vinnuna
Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 08:09
fyrirgefðu hlyri
Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 08:10
Sæll Þorsteinn, Það er greinilegt að þú hefur ekki hundsvit á sjávarútvegi og enga þekkingu á sögu kvótakerfisins eða rekstri yfirleitt ef þú telur að það sé góð hugmynd að aðrir veiði fiskinn en þeir sem hafa verið að því undanfarin ár.
Þetta hljómar eins og þú sért stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, en stefna ríkisstjórnarinnar virðist vera að rústa því sem eftir er að rústa hér á landi. Samanber tilburði hennar til að troða icesave samningnum nauðugum ofan í kokið á þjóðinni til að spilla ekki fyrir ESB draumum samfylkingarinnar. Hvað þætti þér um að leggja landbúnaðinn af í leiðinni.
Hreinn Sigurðsson. sjómaður.
Hreinn Sigurðsson, 15.1.2010 kl. 08:18
Hreinn farðu bara í land meira fyrir mig að veiða, eins og stendur þarna hjá honum Þorsteini, er nóg af mönnum til að fara á veiðar...
Látum hvorki breta, hollendinga eða útgerða menn kúga okkur lengur,
Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 08:33
Sigurður
það sem ég var að gangrýna, var sú tillaga bóndans fyrrverandi sem hefur þegið styrki allan sinn tíma sem hann hefur verið við rekstur, þá hugmynd um að bjóða upp heimildirnar á Evrópska Efnahagssvæðinu, það yrði gert færir þú líka heim, það er bara þannig. En ég les það út úr þessu að þú sért greinilega maður sem vilt taka þá í kvótaleigu.
Nær hefði nú verið að spara almmennigi auranna og leyfa óheftan innfluting af evrópskum landbúnaðarvörum
Hlýri
Hlyri (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 08:48
Hreinn Sigurðsson er sammála þér. Sigurður Helgason ef einhver var eins og bjáni í kastljósinu þá var það Ólína, ég held að þessi ríkisstjórn ætti að snúa sér að því verki sem er ekki hægt að komast hjá og það er stórfeldur niðurskurður hjá hinu opinbera og það er kannski ljótt að segja það en við getum ekki haldið uppi öllum þessum gæludýrum í opinbera geiranum.
Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 08:49
Ég vil bara sjá þorpið mitt dafna aftur og verða eins og það var, með íslenskan landbúnað allt um kring ,og fullt af fólki,
En ekki auðn með örfáum útlendingum, og eyðibyli allt um kring.
Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 09:14
Hlýri,
Þú telur að þessi hugmynd hjá mér sé ekki gáfuleg.
Hún er einmitt mjög gáfuleg. Ríkisvaldið liggur ekki hjá útgerðarmönnum ,þó þeir nýti ákveðna auðlind í umboði þjóðarinnar. Ríkisvaldið liggur hjá þjóðinni.
Hlýri spyr: Gerir þú þér ekki grein fyrir því að það er fullt af fólki á Íslandi sem hefur atvinnu af sjávarútveg.
Það er einmitt það sem ég geri mér grein fyrir þess vegna þýðir ekki að binda skip við bryggju. Það þarf að veiða fiskinn og landa honum sem allra mest í íslenskum höfnum og fullvinna hann.
Útboð á Evrópska efnahagssvæðinu á veiðum víkur ekki íslenskum aðilum frá að bjóða í veiðarnar. Þeir hefðu sterkari stöðu en aðrir vegna nálægðar sinnar. Þetta er spurning um útboðsskilmála. Það þyrfti að prófa þetta.
Valdið yfir þessari auðlind er hjá löglega kjörnum stjórnvöldum í umboði þjóðarinnar, en ekki útgerðaraðiljum. Þannig að stjórnvöld eiga möguleika á að láta veiða ef útgerðarmenn vilja hanga við bryggjur.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 16:31
Hreinn Sigurðsson,
Þú telur mig ekki hafa hundsvit á sjávarútvegi eða þekkingu á sögu kvótakerfisins.
Ég var eitt sinn sjómaður á aflahæsta netabát, hef siglt með saltfisk í Miðjarðarhaf á síðutogara er með skipstjórnarpróf, hef rekið gott og gagnsamt bú í 25 ár og alltaf grætt. Ég er með ágæta menntun varðandi lífríki, þannig ég vísa þessum ummælum þínum til baka.
Ég var í sjávarútvegsnefnd Alþýðubandalagsins á sínum tíma og þar kom fram þessi hugmynd um fyrning aflaheimilda vegna þess að menn voru búnir að átta sig á því að það vantaði sólarlagsákvæði í fiskveiðistjórnunarlögin.
Hreinn þú lætur að því liggja að ég sé stuðningsmaður ríkistjórnarinnar. Ég er ekki talsmaður ríkistjórnarinnar en ég stend með ákveðnum málefnum. En ég er sveigjanlegur í stjórnmálum.
Ég stend með íslenskum landbúnaði, en hann er nú um stundir þ.e.a.s. hluti af honum hálf afvelta vegna svokallaðrar hagræðingar með kvótakerfi svipað og hefur gerst í sjávarútvegi.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 16:54
Hlýri,
Þú segir mig hafa þegið styrki allan þann tíma sem ég hef stundað búskap.
Rangt, ég hef fengið lögboðin framlög vegna jarðræktar og búfjárræktar vegna eflingar landbúnaðar. Eins hef ég fengið hluta afurðaverði greitt af búvörusamningi, sem er lögboðin samningur milli bænda og ríkisvalds.
Það hefði hugsanlega farið betur og verið auðveldari aðferð á sínum tíma að gera samning við útvegsmenn eins og bændur um atvinnuveginn.
En það gæti ef til vill verið ein lausn í þessari deilu að gera formlegan sjávarútvegssamning, hver veit?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 17:05
Sigurður,
Þakka þér fyrir þitt innlegg.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.