Fanta gott viðtal og upplýsandi

Viðtalið við Jón Þór var mjög gott og upplýsandi Hann vandaði sig fannst mér og ekkert var ofsagt og ég kem ekki auga á hvort hann hafi brotið  trúnað allavega ekki gagnvart almenningi. Það er skiljanlegt að ýmsir séu nú á varðbergi þegar svona mál koma upp.

Náttúrlega þurfa ráðherrar að vera í sambandi við sínar undirstofnanir og vita hvað er að gerast, en tæplega svo mikilsvert að það þurfi að spilla helgihaldi jólannan hjá lögreglustjóranum. Þó má ef til vill segja að ef símtalið hefur verið stutt, þá sleppur þetta. Það er gert grín að þessu í Fréttablaðinu í dag, má það??!!

Held að best sé eins og Jón Þór segir að það þarf að taka utanum þetta mál og hverjir verkferlarnir séu og þoka því áfram. Almenningur getur orðið mjög smásmugulegur um það að valdamenn haldi og virði lögin og ekki sé hægt að hringja út og suður, til að koma þeim í skjól. Þá væri kominn tími til að setja gamla sveitasímann  upp þar sem allir vita allt um alla.

Lögreglumennirnir hafa ef til vill hlaupið á sig að upplýsa að hæstvirtur ráðherra hafi verið að skoða málverk þarna. Það er alltaf tilhneyging hjá ráðastéttinn að vilja komast hjá því hlutirnnir komi í ljós.


mbl.is Segja trúnaðarbrest í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband