Er ketilsprenging væntanleg á Reykjanesi ?

Ég minnist þess að hafa farið á umræðufund upp í HÍ þar sem verið var að ræða um að auðlindina heitt vatn gæti verið takmörkuð og voru þarna tveir prófessorar á öndverðum meiði.

Annar lýsti því þannig að heitt vatn gæti minnkað og ef gengið væri hart fram í því að dæla upp úr svæðinu gæti myndast undirþrýstingur á svæðinu sem virkaði þannig að kaldur sjór gæti brotið sér leið inni í rýmið sem væri mjög heitt og það gæti virkað þannig að þar yrði mikil sprenging. Þetta er eftir minni og ég vona að þetta sé rétt hjá mér. Nenni ekki að fara að googla málið, það geta aðrir spreytt sig á. Mér fannst þetta mál býsna athyglis vert.


mbl.is Hvítir gufustrókar sjást á svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðskjálfti

Fann öflugan skjálfta núna rétt áðan. Var að lesa Fréttablaðið upp í rúmi. Þetta voru svona 2-3 bylgjur og svo andartaks hlé en svo kom annar skjálfti og þá stökk ég út í garð.

Áætla að skjálftin gæti verið yfir 4 stig, ágiskun eftir fyrri persónulegri reynslu.

Maður á alltaf að taka jarðskjálfta alvarlega. Er ekki bersta vörnin að standa í hornum og nú kom sá þriði og hér rugguðu bókaskábar nágg, dogg, dokk, nú fer ég út og fer ekki inn fyrr en ég frétti meira.


mbl.is Skjálftahrina á Reykjanesskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband