Er ketilsprenging væntanleg á Reykjanesi ?

Ég minnist þess að hafa farið á umræðufund upp í HÍ þar sem verið var að ræða um að auðlindina heitt vatn gæti verið takmörkuð og voru þarna tveir prófessorar á öndverðum meiði.

Annar lýsti því þannig að heitt vatn gæti minnkað og ef gengið væri hart fram í því að dæla upp úr svæðinu gæti myndast undirþrýstingur á svæðinu sem virkaði þannig að kaldur sjór gæti brotið sér leið inni í rýmið sem væri mjög heitt og það gæti virkað þannig að þar yrði mikil sprenging. Þetta er eftir minni og ég vona að þetta sé rétt hjá mér. Nenni ekki að fara að googla málið, það geta aðrir spreytt sig á. Mér fannst þetta mál býsna athyglis vert.


mbl.is Hvítir gufustrókar sjást á svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg." cool

Þorsteinn Briem, 25.2.2021 kl. 09:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orkuframleiðsla:

"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu." cool

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 25.2.2021 kl. 09:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Endurnýjanlegar auðlindir" og Kárahnjúkavirkjun:

"Kárahnjúkavirkjun sér álveri Alcoa í Reyðarfirði fyrir raforku. Virkjaðar voru jökulár Vatnajökuls: Jökulsá á Dal (Jökulsá á Brú), Jökulsá í Fljótsdal, Kelduá og þrjár þverár hennar."

"Með myndun Hálslóns var hafinn flutningur á 10-20 milljónum tonna á ári af auri ofan í 57 ferkílómetra af 180 metra djúpum dal, sem fylla mun dalinn upp að lokum, þannig að nær 40 ferkílómetrar af grónu landi, stórkostlegar og einstæðar bergmyndanir, fossar og hjallalandslag verða um eilífð grafin undir aur og drullu og miðlunargeta lónsins orðin að engu." cool

Þorsteinn Briem, 25.2.2021 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband