Upplýsa hver á hvað og hver ber ábyrgðina?

Hvað er búið að einkavæða og hver á hvað og hvað er hvurs? Var ekki vinnsla orku og flutningur hennar aðskilinn?

Þetta þurfa stjórnmálamenn að fræða þjóðina um og hver er munurinn og hver á að halda dreifikerfinu við? Og dugar einkaframtakið við svona aðstæður?

Það er svo sem virðingarvert að ráðherrar fari í vettvangsferð til að kynna sér aðstæður, en það hefði mátt vera fyrr. En dugar skammt að ráðherrarnir séu í verkum að berja klaka af línum, með girðingarstaurum.

Ein ástæða þess að Blanda var virkjuð á sínum tíma var að hún var ekki á eldvirku svæði, þannig að hún eyðileggðist ekki í jarðskjálftum. Það kallast fyrirhyggja og eins var hæpið að láta Hundin að sunnan duga til að fullnægja orkuþörf á Norðurlandi sem stóð tæpt eftir sprengingar við Laxá og hrakfarir við Kröflu.

Hundurinn var heiti á bráðabyrgðalínu að sunnan þegar allt stefndi í óefni. Og nú er teygt og togað um hvar línan frá Blöndu á að liggja skilst mér. Því réttur landeiganda er æði mikill.


mbl.is Skort stuðning við uppbyggingu kerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband