Snjöll og frumleg leið hjá Margréti

Vegakort af ÞingvöllumÞetta er alveg snilldar hjáleið sem Margrét velur þarna og kemur á óvart og sýnir að stjórnmál eru list í eðli sínu.

Við upphaf kjörtímabilsins þarf Alþingi að úrskurða um lögmæti kjörbréfa en fyrir kjörbréfanefnd lá fyrir kæra um að kosningarnar væru ólöglegar vegna misvægis atkvæða. Þurfti Alþingi að úrskurða. Þar kom fram enn einn lagalapsusin í ljós, þar sem kjósandanum er ekki gefin neinn möguleiki á að halda málinu áfram eftir neinni braut innan kosningalaganna.

Margrét var eini þingmaðurinn sem hafði fyrirvara á að samþykkja kjörbréfin vegna þess atriðis svo henni er málið hugleikið, en í nýju stjórnarskránni er reynt að lagfæra þetta misvægi, þó ákvæðið sé ekki nógu skýrt og frekar ruglingslegt.

Það má eiginlega segja að stjórnarmeirihlutinn sé heimaskítsmát eftir þennan leik Margrétar á taflborði stjórnmálanna.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessari málsþróun að ný stjórnarskrá rísi úr öskustónni sem breytingartillaga.


mbl.is Stjórnarskrárfrumvarpið lagt fram sem breytingartillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband