Forusta VG styrkist

Nú eru ýmsir að fara á taugum yfir því að VG vilji endurskoða umsókn að ESB og má þakka fyrir að stafirnir tolli á bloggsíðum manna hér á Mbl.is.

Það eru nú hæg heimatökin að fá Jón Bjarnason til að fara yfir þessi mál og strika undir með rauðu, það sem þarf að gaumgæfa betur.

Þetta er allt saman auðvitað með ráðum gert að hafa Jón ekki í neinni þingnefnd svo hann hafi rýmri tíma við að endurskoða umsóknina. Má búast við að þetta verk taki nokkurn tíma en verði þó búið fyrir kosningar.

Allar aðstæður eru svo sannarlega að breytast mjög hratt í Evrópu og því má segja að staðan sé allt önnur nú varðandi Evrópumálin.


mbl.is Vilja endurskoða ESB-umsóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband