Landakaup Kínverja á Íslandi

Toppurinn á tilverunni hjá Kínverjum  og forseta Íslands í þessari opinberu heimsókn hafa sennilega átt að vera undirritun um kaup á jörðinni Grímstöðum á Fjöllum, en forseti Ísland hr. Ólafur Ragnar Grímsson  hefur verið áhugasamur um það mál.

Af því varð hinsvega ekki. Kemur þar til andstaða við að selja Kínverjum svo stórt land, óskipulagt. Mikil munur er á eignarlandi og leigulandi. Eignarland er fyrirstöðu lítið hægt að girða mannheldum girðingu. Þó reikna megi með að Kínverjar mundu fara að íslenskum lögum varðandi allar athafnir innan landamerkja jarðarinnar er ekki fullvíst að stjórnvöld gætu haft yfirsýn yfir alla þætti starfseminnar.

Þannig háttar til að við höfum ekki her og lögreglu er þröngur stakkur skorinn og ýmsir þættir stjórnvalda og framkvæmdavalds ófullburða. Það má t.d. merkan á að við eigum fullt í fangi með að líta til með sorpbrennslum, fjármálafyrirtækjum og ýmissi starfsemi.

Nú hafa komið fram hugmyndir að sveitarfélögin á Norðausturlandi fái lán frá Huang Nubo og leigi honum síðan landið. Þetta verður náttúrlega að vera mál íbúa á svæðinu.

Mörg dæmi eru um að sveitarfélög hafi keypt jarðir vegna ýmissa sjónarmiða og hagsmuna almennings og verður svo að telja að þessi leið sé fær sé jörðin leigð í friðsamlegum tilgangi.

Í fréttablaðinu í dag er getið um að þetta umsóknarferli sé á lokametrunum. Þar kemur hinsvegar ekki fram hvaða ráðuneyti fer með eigendamálefni Grímstaða á Fjöllum en ríkið á ca 25% hlut í jörðinni óskiptri og hvað ríkið hugsi sér í málinu.


mbl.is Wen gætt af öryggisvörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsamleg samskipti við Kínverja

Þorsteinn við GullfssÞað er meir en sjálfsagt  að eiga vinsamleg samskipti við Kínverja á þjóðréttarlegum grundvelli.

Lýðræðið  á eitthvað undir högg að sækja í Kína. Kínverjar eru fjölmennir og ekki gott ef allir tækju til máls í einu og hefðu uppi tillöguflutning.

Félagskerfi Íslendinga er mjög gamalt.

Þó félagskerfi á þjóðveldisöld hafi ekki verið lýðræðiskerfi var það þó skipulag, sem laut ákveðnum lögmálum og og reglum.

Fyrsta búnaðarfélag sem stofnað var er Jarðabótafélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhrepps, talið stofnað 1842. Færsluhöfundur var félagi í Búnaðarfélagi Svínavatnhrepps sem hefur starfað óslitið síðan og formaður um skeið.

Félagið heldur reglulega fundi og þar ræða félagsmenn ýmis mál sem þeir telja til framfara horfa. Það ver eðlilegur hluti af félagsmenningunni og eru félagsmenn óhræddir að hafu uppi skoðanir og fylgja þeim efti.

Afurðarsölufélag Austur-Húnvetnskra bænda  er yfir 100 ára. Það er samvinnufélag og þar er viðhaft svokallað fulltrúalýðræði. Fulltrúar kosnir í deildum sem fara á aðalfund.

Gaman væri að Wen Jiabao gerði uppskátt hvernig félagskerfi í Kína virkar..


mbl.is Gullfoss skartar sínu fegursta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband