Það er kallað að þjófstart, þegar einn keppandi fer á stað á undan öðrum.
Það er búið að eyðileggja forsetakosninguna að mínu mati með þessari dæmalausu undirskrifarsöfnun.
Það getur engin og gerir vafalaust ekki að undirbúa framboð við þessar aðstæður.
![]() |
Tæp 15.000 skorað á forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.1.2012 | 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skjaldarmerki Íslands - Reglubók og vefsíður
Forsætisráðuneytið hefur gefið út nýja reglubók um skjaldarmerki Íslands ásamt því að endurbæta vefsíður um skjaldarmerkið. Reglubókinni og vefsíðunum er ætlað að vera til leiðbeiningar um rétta notkun skjaldarmerkisins. Samkvæmt 12. gr. a. laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, er skjaldarmerki Íslands auðkenni stjórnvalda ríkisins og notkun ríkisskjaldarmerkisins er þeim einum heimil.
Forsætisráðuneytið hefur farið þess á leit við ráðuneytin og ríkisstofnanir með bréfi dags. 17. desember 2004, að þau sjái til þess að hið hreinteiknaða skjaldarmerki sé notað við allar útgáfur þar sem skjaldarmerki Íslands er sett á rit. Auk þess er farið fram á að virtar séu reglur um bakgrunn og grunnflöt fyrir skjaldarmerkið. Ennfremur er þess óskað að hið hreinteiknaða skjaldarmerki verði notað á öll pappírsföng, skilti og aðrar merkingar hið fyrsta og eigi síðar en í ársbyrjun 2006. Þetta á jafnframt við um aðra notkun skjaldarmerkisins.
Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands, nr. 3/2004, fer forsætisráðuneytið með forræði í málum er varða ríkisskjaldarmerkið. Til að mæta kröfum um notkun skjaldarmerkisins í nútímaprent- og skjámiðlum var grafíska hönnuðinum, Ólöfu Árnadóttur, og myndlistarmanninum, Pétri Halldórssyni, auglýsingastofunni P & Ó falið að hreinteikna og stílfæra skjaldarmerkið. Gætt var í hvívetna að varðveita upprunalega teikningu Tryggva Magnússonar.
Á vefslóðinni skjaldarmerki.forsaetisraduneyti.is er unnt að fræðast um sögu skjaldarmerkisins, gildandi lög og reglur og leiðbeiningar um notkun þess. Þar má einnig nálgast 20 mismunandi útfærslur af skjaldarmerkinu fyrir prent- og skjámiðla. Með þessu aukna aðgengi á rafrænu formi er tryggt að hönnuðir, prentsmiðjur og aðrir sem vinna að útgáfum fyrir ráðuneytin og ríkisstofnanir séu ávallt með rétta útgáfu af skjaldarmerki Íslands.
Reglubókin er fyrst og fremst til notkunar innan Stjórnarráðsins. Í bókinni er að finna sama efni og á vefsíðunum ásamt upplýsingar um staðsetningu skjaldarmerkisins á pappírsföngum, uppsetningu á skrift ráðuneytanna og bréfsefna, auk ýmissa eyðublaða og forma í skjalavistunarkerfum ráðuneytanna.
Heimild: Vefsíða forsætisráðuneytisins
Í Reykjavík, 20. desember 2004.
![]() |
Undirskriftum fjölgar ört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.1.2012 | 14:52 (breytt 14.4.2012 kl. 09:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þessa refgagildru sá ég í Húsafelli í Borgarfirði. Refurinn er lokkaður inn með æti og svo fer eitthvert mekkanó á staða og hellan fellur og lokar refinn inni.
Víða í kjördæmi Guðfríðar Lilju eru svona refagildrur og um öll Suðurnes segja kunnugir mér.
![]() |
Varasamt að tefla refskák |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.1.2012 | 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggfærslur 22. janúar 2012
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 5
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 485
- Frá upphafi: 601414
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Kosningar eiga vera leynilegar. Þetta er opin kosnin með undirritun. Þetta er að mínu mati múgsefjun.
Nema lýðræðishöfðinginn á Bessastöðum sé svo hræddur að hann þori ekki í kosninga nema að vera búin að fá álitlega forgjöf.
Þetta er sú mesta afskræming að lýðræðishefðinni og helgum rétt manna að nýta sér kosningar að maður hefur aldrei upplifað annað eins.
Og svo nota þeir skjaldarmerkið óhikað í áróðrinu. Eins og þetta sé eitthvert prívat merki.