Innanríkisráðherra sitji hjá

Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson fer með dóms og lögreglumál en er jafnframt alþingismaður og getur þar af leiðandi greitt atkvæði á Alþingi.

Ögmundur hefur haldið því fram að atkvæðagreiðsla um ákærur á hendur ráðherrum hafi skrumsælst í meðförum Alþingis. Það er rétt að atkvæðagreiðslur riðluðust þannig að útkoman var sú að einungis einn ráðherra var ákærður þ.e. fv. forsætisráðherra. En var eitthvað samið um þetta milli stjórnmálahópa á Alþingi? Var ekki hver fráls af því sem hann greiddi atkvæði með?

Ef farið væri eftir formúlu innanríkisráherra og hún gerð að meginreglu í dómskerfinu að þá ætti alltaf að draga ákærur til baka ef hinir eða aðrir samverkamenn í meintum ólöglegum athöfnum næðust ekki. Það er vond formúla.

Þetta er mikil rökvilla hjá innanríkisráðherra og hann getur ekki komið með svona skilaboð inn í réttarkerfið og samfélagið. Það á náttúrlega að draga alla til ábyrgðar.

Það er búið að stórskaða alþýðumanna og um það snýst ráðherraábyrgð.

Kjartan Valgarðsson formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík segir að það geti orðið uppreisn hjá Samfylkingunni út af þessum málum og þá þarf innanríkisráðherra að vera óháður ef hann þarf að stilla til friðar hjá þeim.

Hann ætti heiðurs síns vegna að sitja hjá.


mbl.is Á ábyrgð Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagskrátillaga - frávísun máls

Í félagskerfi landsmanna er gert ráð fyrir því að óbreyttir fundarmenn geti borið upp svokallaða dagskrártillögu eða frávísunartillögu.

Meginreglan er sú að ef slík tillaga berst fundarstjóra við umræður tiltekins máls, að þá ber fundarstjóra skylda til að stoppa umræður um dagskrármálið og taka dagskrátillöguna - frávísunartillöguna til afgreiðslu og atkvæðagreiðslu, án tafar og að öðru jöfnu án efnislegrar umræð. 

Gildi frávísunartillögu er baráttutæknilegs eðlis og tvíþætt:

Annarsvegar geta andstæðingar aðaltillögu flutt frávísunartillögu til að finna fjölda stuðningsmanna og andstæðinga máls án þess að eiga á hættu að aðaltillaga verði þar með samþykkt.

Frávísunartillaga er stundum notuð til þess að lýsa vanþóknun á efni aðaltillögu og eins þegar umræður eru komnar út í vitleysu og málalengingar.

Það getur oft verið fjör á fundum þegar slíkar aðstæður koma upp.

Heimild: Að stofni til, Fundarsköp, Jón Böðvarsson aðhæfði og staðfærði.


mbl.is Uppreisn ef þingmenn styðja tillögu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband