Vont mál í Seðlabankanum

Þetta er vont mál þarna í Seðlabankanum með kjör seðlabankastjóra.  Vitað var að það voru einhverjar hnippingar þegar núverandi seðlabankastjóri var ráðinn. Hann taldi að sér hafi verið lofað einhverju um kjaramál.

Forsætisráðherra sagðist svo á þeim tíma engu hafað lofa um kjör. Og í raun var það aldrei leitt í ljós hver hafði lofað hverju. Már þáði stöðuna. Einboðið var að seðlabankastjóri færðis í aukana með kröfur um launakjör þegar nógu langt væri liðið um og hann orðinn fastari í sessi.

Það eiga svo sem allir rétt á því að leita til dómsstóla með sín mál telji menn á sér brotið. En það er óvanalegt að forstöðumaður stofnunar standi í málaferlum við þá stofnum sem hann stýrir, á sama tíma og hann sinnir sínu starfi.

Það er ekki að mínu mati trúverðugt í augum almennings, miðað við það ástand sem er í þjóðfélaginu nú um stundir.

Þess vegna er rétt að ráðamenn velti því fyrir sér hvort ekki sé rétt að seðlabankastjóri víki um stundarsakir eða taki sér veikindaleyfi, á meðan málaferlin standa yfir. Hann hefði þá líka rýmri tíma til að sinna málarekstrinum og það væri engum vafa undirorpið í hvers tíma því væri sinnt.

Eða hver er venjan við svona kringumstæður?


mbl.is Már í mál við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband