Prúðmannleg framganga lögreglu

Úfar hafa risið vegna úrlausnar Gerðardóms um kjör lögreglumanna. Lögreglumenn eru ósátti við niðurstöðuna.

Af því tilefni efndu þeir til kröfugöngu frá Lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu til að afhenda fjármálaráðherra yfirlýsingu.

Það var vel til fundið af lögreglumönnum að fara í þessa göngu sem fram fór í dag.

Með því gefa þeir landsmönnum fordæmi um prúðmannlega framgöngu í sínum málum. Vissulega hafa allir leyfi til að leggja áherslu á málefni sín með friðsamlegum hætti.

Lögreglumenn hafa með þessum hætti slegið hinn rétta tón í málefnabaráttu.

Ef til vill geta þeir komið fulltrúa inn á Alþingi í næstu Alþingiskosningum.

Það væri spennandi viðfangsefni.

Þeir ættu að reyna að tala við Guðmund Steingrímsson. Hann er með laus pláss og getur munstrað fólk.


mbl.is „Mikil samstaða lögreglumanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband