Forn dráttarvél á uppboði

 Þeir eru nú margir fornmunirnir.

Í dag verður boðin upp Massey Ferguson dráttarvél árgerð 1958 af hreppstjóranum í Vesturbæ Reykjavík. Þetta er reyndar dráttarvélin sem prýðir þessa bloggsíðu. Svona eru nú tímarnir erfiðir og mikil eftirsjá eftir þessum forngrip.

Uppboðið fer fram í nágrenni Bændahallarinnar við Hagatorg.

Ástand og útlit vélarinnar nú

 

  1. Afturfelgur sandblásnar og þær málaðar.
  2. Slanga ný í öðru afturdekki og heil afturdekk.
  3. Framfelgur málaðar, dekk heil.
  4. Þjöppuprófaður góð þjöppun, spíssar og olíuverk stillt, tímakeðja orðin rúm.
  5. Startari viðgerður og málaður.
  6. Húdd ryðbætt sandblásið og grunnað.
  7. Grill sandblásið grunnað og málað.
  8. Dynamór yfirfarinn. Nýr sviss. Sæti lagað.
  9. Bretti viðgerð  og sandblásin sætið sandblásið og allt grunnað.
  10. Gírkassi opnaður og athugaður. Leit út eins og nýr.
  11. Vélarbolur sandblásin grunnaður og málaður.
  12. Yfirbygging sprautuð með rauðum lit.
  13. Bretti sett á.
  14. Miðöxull á frambita renndur og sett ryðfrí lega í bita.
  15. Nýjar hosur á vatnskassa.
  16. Eldsneytistankur grunnaður og málaður.
  17. Mælaborð málað.
  18. Ampermælir settur í mælaborð.
  19. Sett nýtt stýri á vélina.
  20. Lofthreinsari endurgerður.
  21. Nýr 105 amper geymir.
  22. Húddið sett á. Númer löguð og blettuð.
  23. Glóðarkerti og forhitari lagaður.
  24. Gangsett og allt virkar.

 MFMF


mbl.is Fornleifar í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband