Ég er frekar hlynntur ábúðaskyldunni en í henni felst að sá sem á bújörð ber skylda til að byggja hana ( leigja ), ef hann býr ekki sjálfur á henni.
Mér er alveg sama þó að jarðir falli í verði verði ábúðarskyldan lögfest.
Það er ekkert nema gott eitt um það að segja að bújarðir séu ódýrar. Þá fer minni hlutur af afurðarverðinu til að borga vexti og afskriftir af jarðnæðinu, lánum og þess háttar. Með því móti geta landbúnaðarvörur verið ódýrari.
Frumbýlingar og ungt fólk getur þá auðveldleg eignast jarðnæði og hafið búskap.
Síðasti landbúnaðarráherra Framsóknarflokksins var óskaplega hrifin af því að bændur gætu fengið himinhátt verð fyrir jarðir sínar. Það væri svo gott fyrir þá í ellinni. Svona gátu Framsóknarmenn ruglast í rýminu þegar þeir sáu peninga, og óku út í skurð.
Afkomu eldri bændafólks á að tryggja með sómasamlegum lífeyrir en ekki að spenna verð bújarða í himinhæðir til ellilífeyris. Hátt jarðarverð gerir yngra fólkinu örðugt með að byrja búa.
Nauðsynlegt er tryggja að gott landbúnaðarland sé ekki handhófslega brytjað niður.
Það er vegna framtíðarinnar.
Það er þó að mínu mati gilt sjónarmið að landeigendur geti notið eigna sinnar með einhverskonar hjásetu á jörð sinni í skjóli ábúðarskyldunnar til frístunda og ánægjudvalar. Verið með spildu í holti eða hlíð til skógræktar.
En öll þessi sjónarmið þarf að samræma. Það er vandasamt svo allir verði glaðir.
![]() |
Andvíg áformum um ábúðarskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.3.2011 | 20:27 (breytt 24.3.2011 kl. 18:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Málefnið um að þingmaður eigi að hverfa af Alþingi ef hann yfirgefur þingflokk þann sem hann hefur tekið sér sæti í, er löngu fullrætt í íslensku þjóðfélagi.
Alþingismaðurinn heldur sæti sínu en þingflokkurinn minnkar sem því nemur.
Ef kjósendur og stjórnarmenn í stjórnmálasamtöku eru ósammála þessu geta þeir farið með málið fyrir dómstóla og látið reyna á það.
Vissulega væri slíkt mál spennandi.
Ríkistjórnin er með 33 alþingismenn á bak við sig og það hefur verið talið traustur þingmeirihluti.
Og þó að Ásmundur Einar Daðason yfirgæfi ríkistjórnina, sem hann getur ekki, því einhver verður að sjá um búvörusamninga fyrir bændur, dugar það ekki til. Þá væri hlutfallið 32-31 og þingið starfar í einni málstofu. Áður fyrr var þetta vandkvæðum bundið þegar þingið starfaði í tveim málstofum Efri og Neðri deild.
![]() |
Ákveðin þversögn í kröfu um afsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.3.2011 | 07:14 (breytt kl. 18:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. mars 2011
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 601428
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar