Afsögn alþingisþingmanns

Málefnið um að þingmaður eigi að hverfa af Alþingi ef hann yfirgefur þingflokk þann sem hann hefur tekið sér sæti í, er löngu fullrætt í íslensku þjóðfélagi.

Alþingismaðurinn heldur sæti sínu en þingflokkurinn minnkar sem því nemur.

Ef kjósendur og stjórnarmenn í stjórnmálasamtöku eru ósammála þessu geta þeir farið með málið fyrir dómstóla og látið reyna á það.

Vissulega væri slíkt mál spennandi.

Ríkistjórnin er með 33 alþingismenn á bak við sig og það hefur verið talið traustur þingmeirihluti.

Og þó að Ásmundur Einar Daðason yfirgæfi ríkistjórnina, sem hann getur ekki, því einhver verður að sjá um búvörusamninga fyrir bændur, dugar það ekki til. Þá væri hlutfallið 32-31 og þingið starfar í einni málstofu. Áður fyrr var þetta vandkvæðum bundið þegar þingið starfaði í tveim málstofum Efri og Neðri deild.


mbl.is Ákveðin þversögn í kröfu um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband