Ég er nú frekar hlynntur varðveislu gamalla húsa og endurbyggingu þeirra, enda alinn upp í fallegum burstabæ úr torfi. En þegar ég sá fyrst fréttir af byggingu Þorláksbúðar við Skálholtskirkju og afstöðumynd við umhverfið þá fannst mér þetta algert stílbrot á umhverfinu, eins glæsileg Skálholtskirkja er. Við þessu virtist ekkert hægt að gera þar sem fullyrt var að öll leyfi væru fyrir hendi.
Ég var mjög óánægður að þeir sem eiga að gæta Skálholtsstaðar hefðu ekki komið auga á þetta stílbrot sem verið var að fremja á umhverfi kirkjunnar. Ég veit í raun ekki enn, hver fer með húsbóndavald í Skálholti, biskup eða dómsmálaráðherra ( innanríkisráðherra ) eða hver er landsdrottinn þar.
Það má búast við að Þorláksbúðarfélagið uni ekki þessari skyndifriðun, og leiti undankomuleiða í málinu með kærum eða úrskurðum.
Þótt Húsfriðunarnefndin hafi sitt í gegn er viðbúið að hún sé skaðabótaskyld í málinu vegna þess hve friðuninn er seint fram komin. Þó hefur Húsfriðunarnefnd upplýst að til greina komi að finna þessu merka húsi annan stað en þá þarf að vinna allt húsið upp og færa og er það ærið starf.
Er því rétt að biskup gangi nú á milli manna og reyni að leita sátta svo það verði ekki leiðindi út af þessu máli. Nógar annir eru nú hjá okkur bloggurum nú um stundir þó þetta bætist ekki við.
![]() |
Skálholt skyndifriðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.11.2011 | 17:10 (breytt kl. 17:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 9. nóvember 2011
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 11
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 601420
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar