Furðuleg samþykkt

Ég veit ekki almennilega hvernig á að fara með svona samþykkt frá stjórn sveitarfélags. Mér finnst hún alveg furðuleg.

Sveitarstjórnin harmar opinbera umræðu. Áttu þá allir að þegja. Er ekki einmitt nauðsynlegt að almenningur hafi varan á sér. Er það ekki einmitt það sem á skorti fyrir hrun. Það mátti ekkert segja.

Það var talað bæði með og móti og allt þar á milli í þessu máli. Ég hef náttúrlega ekki yfirsýn hvað allir sögðu. En fólk hefur stjórnarskrár varinn rétt til að tjá sig.

Ég harma þessa samþykkt og tek hana ekki til mín, en ég vísa henni algerlega á bug og tel hana aðför að málfrelsiákvæði stjórnarskrárinnar.


mbl.is Harma ummæli um Pál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband