Hross naga bíla

Það hefur komið fram í fréttum að hross hafi nagað bíla og valdið tjóni á lakki þar sem veiðimenn hafa verið við veiðar við ár.

Fram hefur komið að bílatrygging viðkomandi bæta ekki slíkt tjón, hvorki hin almenna trygging eða kaskótryggingin.

Þetta mál þarf að skoða í ljósi aðstæðna, hver tjónvaldurinn er og í hvaða erindagjörðum eigandi bílsins er.

Ef veiðimaður  kaupir veiðileyfi við á og fer inn á bithaga þar sem stórgripir eru á beit og veiðimaðurinn er ekki varaður við stórgripunum og engin auglýsingarskilti eru upp er eigandi stórgripanna tvímælalaust bótaskyldur vegna tjónsins, nú eða eftir atviku veiðifélagið sem selur veiðileyfið.

Bændur eru að öðru jöfnu með ábyrgðartryggingar vegna búrekstrar síns gagnvart þriðja aðila og mundi því svona tjón falla innan slíkra trygginga. Ef viðkomandi búfjáreigandi er ekki með ábyrgðartryggingu yrði hann væntanlega bótaskyldur persónulega.

Nautgripir geta valdið skaða á bifreiðum með því að hnoðast utan í bílum, brotið spegla og dældað boddý.

Því er nauðsynlegt fyrir fólk að vera á varðbergi gagnvart, búsmala, jafnvel sauðfé getur rispað bíla. Hægt er að vera með litlar rafmagnsgirðingar í kring um bíla og tjöld þegar fólk er í útilegu það eykur öryggi fólks.

Bændur geta ekki vikið sér undan ábyrgð á búsmala sínum við svona aðstæður nema viðkomandi ferðamaður eða veiðimaður sé í óþökk og óleyfi búfjáreiganda og/eða landeiganda innan girtrar landareignar.

Ef viðkomandi ferðamaður væri staddur í þjóðlendu og afréttarpeningur ylli spjöllum á munum fólks væri forsætisráðherra sennilega bótaskyldur þar sem hann fer með málefni þjóðlendna og hefur ekki lagt lausagöngu kvaðir á búsmala bænda.

Ég gekk t.d til laugar í síðustu viku á á tilteknum stað á hálendinu og þar hafði sauðfé gert þarfir sínar í laugina og ónýttist mér baðförinAngry

 


Bloggfærslur 13. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband