Fjalldrottningin

Tókuð þið eftir því hvernig Fjalldrottningin gekk út úr Alþingishúsinu. Hún hvorki strunsaði eða gekk hratt að styttu Jóns forseta.

Gekk þannig að hún kom tæpast við jörðina, með mjúkum skrefum, staldraði aðeins við án þess að stoppa og virti viðkomandi fyrir sér. Leit aðeins á þennan, svolítið þóttaleg, en þó ekki ókurteis, eins og hún væri að athuga klæðnað viðkomandi eða innri mann.

Leit á forsetan, þennan úr Dýrafirði, en hinn er úr Arnarfirði, án þess að heilsa að því að hún ræður því hverjum hún heilsar og hverjum ekki. Gekk svo svolítið snökt upp að pallinum og mælti til fólksins kvæði.

Gekk svo til baka með sama fasi, leit á fólk með velþóknun, af því að þetta er hennar fólk og hún er hluti af því og á nóg af verðmætum.

En hún gefur frelsið aldrei upp, alveg sama hvað miklir fjármagnsflutningar eiga sér stað. Og ef hún væri spurð um Evrópusambandið þá vissu allir hverju hún myndi svara.

Og Össur mundi ganga hnípinn í burtu og gott ef ekki hún mundi láta húskarla sína taka hann í bóndabeygju fyrir svona talsmáta á 17. júní.


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupin gangi til baka

Fyrst lánveitingin er ólögleg með gengistryggingu virðast bílakaupin og viðskiptin líka vera ólögleg. Þannig að eðlilegt er að kaupin gangi til baka ef það er vilji samningsaðila.

Eðlilegt er að bílakaupendur fá uppgjör vilji þeir það og skili nýjum og ónotuðum bílum inn til lánveitanda eða reyni að koma sér saman um sanngjarna niðurstöðu þar sem ekki hallar á hvorn annan. En þetta hlýtur að vera samningsatriði varðandi viðskipti.

Ég sé ekki að Alþingi eða almenningur sem hafa ekkert verið viðriðnir þessi viðskipti hafi neitt með þessi mál að gera. Nema þá opinberar stofnanir sem eiga að sinna eftirlitsþættinum.

Hitt er svo annað mál hvort settur ríkisaksóknari hafi ekki verið fullfljótur á sér að sleppa ráðamönnum sem áttu að sjá um þessi mál af hinu opinbera frá frekari rannsókn. Hann hafði að vísu fyrirvara sem hljóðaði ,, að svo stöddu". Og er þar sennileg átt við að ef eitthvað nýtt gerist í málum.

Hann hefði átt að setja þá á biðlista og láta þá fá málsnúmer. Það má í raun segja að þeir séu á biðlista þar sem fyrirvarinn ,, að svo stöddu gildir" þangað til öll mál sem tengjast hruninu eru til lykta leidd.

Það er náttúrlega deginum ljósara að opinberar stofnanir sem eiga að sjá um þessi mál hafa klikkað. Að láta ólögmæta fjármálagerninga hrannast upp. Það er afar tæp lögfræði. Og engin hóstaði.

Það er öldungis óviðunandi og ófært að eftirlitsstofnanir hafi bara átt að vera til skrauts og einhverskonar dvalarheimili heldrimanna.

Ég held að almenningur sem ekki hefur staðið í lántökum af þessu tæi, sé nú heldur farinn að þreytast á öllum þessum mistökum sem átt hafa sér stað og hafi ekki áhuga á að taka að sér byrðar vegna þessarar vitleysu.


mbl.is Sleppa ekki frá skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband