Slúðurstefna

Ríka og fínafólkið ásamt listaspírum hefur gaman að því að birtast í slúðurblöðum og kerlingatímaritum. Þar birtast myndir af því og slúður og sagt er hver er með hverri. Menn eru gjarnan kallaðir stjörnulögfræðingar og stjörnukaupsýslumenn og stjörnu eitthvað. Kvenfólkið er kallað drottningar og glæsipíur og allt er voða gaman.

Þessi slúðurstefna hefur verið rekin í áraraðir og hefur alþýðamanna alltaf haft gaman af því í hégóma sínum að fletta þessum blöðum á tannlæknastofum og biðstofum.

En nú er skörin farin að færast upp í bekkinn.

Haldið ekki að allt í einu birtist slúðurstefna fyrir dómstólum í Bandaríkjunum.

Stefnur skiptast þá nú eftir þessari nýju skipan í; réttarstefna - utanréttarstefna - slúðurstefna.

Þetta er að verða ansi skrautlegt réttarfar. En það hefur nú alltaf verið vitað að fólk getur fengið skrámur á sig í málaferlum og sérstakleg af menn tapa.


mbl.is Jón Ásgeir segir Steinunni misnota dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fardagar og sauðburður

,,Kemur til álita að fallast á að hverfa frá núgildandi landbúnaðarstefnu, heimila innflutning á lifandi dýrum og aflétta tollvernd gagnvart landbúnaðarafurðum? Svo hljóðaði fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í framkominni frétt Mbl".

Það er nú hásauðburður og lítið hægt að gaumgæfa svona mál núna. Svo er gos fyrir austan og mikið öskufall og bændur berjast fyrir lífi bústofns síns og afkomu. Þá eru bændur uppteknir við að bera á túna og vinna vorverk.

Þá er það aðal sumargjöf fv. landbúnaðarráðherra til bænda að læðast um í þinginu og jarma um þetta málefni. Það er von að landbúnaðarráðherra færist undan því að svara svona fyrirspurnum sem eru nú ekki svo knýjandi við þessar aðstæður sem bændur búa við. Hann er eðlilega með hugann við hver framvinda landbúnaðarframleiðslunar verður. 

Svo er náttúrlega engin gjaldeyrir til að kaupa landbúnaðarvörur fyrir því það þarf náttúrlega gjaldeyrir til þess. 

Nú eru fardagar að nálgast og ef ekki verður búið að koma landbúnaðarráðherra út úr landbúnaðarráðuneytinu fyrir þann tíma að þá er hann búinn að fá ákveðinn rétt að sitja í ráðuneytinu eins lengi og þurfa þykir.

Þetta virðast vera voða miklar áhyggjur sem Einar K. Guðfinns hefur. Ætli hann sé búinn að fara austur og heimsækja bændur?


mbl.is Verður tollvernd aflétt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband