Skaðabætur

Ég vil nú gera grein fyrir atvikaröð í þessu máli sem gæti átt sér stað í alvörunni.

Segjum sem svo að þetta verði þróunin að Besti flokkurinn eigi möguleika á 4 mönnum í borgarstjórn.

Látum okkur detta í hug að á síðustu metrunum hætti Besti flokkurinn við framboðið og vilji frekar fara og gefa öndunum. Bara hættur si svona. Og kjósendur búnir að ákveða sig.

Eiga kjósendur þá ekki rétt á skaðabótum?

Ég hef heyrt að þetta sé töluvert vandamál hjá Framsókn þar sem fólk er að segja sig af listanum sem fólk var búið að ákveða að kjósa og veit ekkert hvað það á að gera.

Mér sýnist að þessi kosningamál í Reykjavík séu öll komin í algjöran hnút, eða lykkju, ég meina snöru.

Svo finnst mér nú aðalgrínið að einungis þurfi 8 fulltrúa til að skipa meirihluta í Reykjavík í 120.000 manna byggðarlagi, einum fleiri en 7 manna samhent hreppsnefnd 460 manna sveitarfélags norður í landi.

Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá upphafi hreppaskipunar á Íslandi árið 1281 hefur verið þjóðstjórnarfyrirkomulag í hreppum. 


mbl.is Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband