Hlutafélög

Hluthafar bera einungis ábyrgð á rekstri hlutafélaga með hlutafé sínu.

Stjórnir hlutafélaga bera margvíslegar skyldur.

Ein sú ríkasta skylda er sú að rýra ekki veð og möguleika lánadrottna til að fá kröfum sínum fullnægt ef í óefni stefnir með rekstur.

Hlutafélagsstjórnum og svo sem öðrum, sem eru í einhverskonar rekstri verða því að stöðva reksturinn í tíma, annaðhvort með ósk til  fógeta um greiðslustöðvun eða ósk um gjaldþrotameðferð tímanlega svo kröfuhafar tapi ekki öllum sínum möguleikum.

Oft eru allmiklar eignir til í þrotabúum sem geta gengið upp í kröfur. 

Nú hinsvegar er það meir og minna regla að engar eignir eru til í þrotabúnum en himinháar milljarðaskuldir, sem sýnir það að einhversstaðar hefur verið glannalega veitt lán og tekið á móti lánum, sem engin möguleiki er á að greiða. Ef höfuðstóll er búin að vera lengi neikvæður er það refsivert.

Þetta er alþýðumanna löngu ljóst.

Þess vegna er spurning hvort ekki sé rétt að gera öll þessi mál upp með löggjöf, því málferlin verða svo dýrkeypt þeim sem eiga hlut að máli.

Sett yrðu lög um að allar prívateignir svo og aðrar eignir væru innkallaðar sem tengjast hruninu og dæmið gert upp og menn fengju einhverskonar sakaruppgjöf á móti.

Þeir sem þráuðust við væru dregnir fyrir dómsstóla.


mbl.is Vísbendingar um refsiverða háttsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rýr kosningaréttur í Reykjavík

Staða Reykvíkinga eru verri en hreppsómaga þegar kemur að fulltrúalýðræðinu í sveitarstjórnakosningum.

Þegar vinstrimeirihlutinn komst til valda 1978 var fulltrúum fjölgað úr 15 í 21. Strax og Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur til valda fækkaði hann fulltrúum aftur í 15.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum gilda eftirfarandi reglur um fjölda sveitarstjórnarmann í sveitarstjórnum miðað við íbúafjölda, lög nr. 45 1998:

12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
   a. þar sem íbúar eru innan við 200 3–5 aðalmenn,
   b. þar sem íbúar eru 200–999 5–7 aðalmenn,
   c. þar sem íbúar eru 1.000–9.999 7–11 aðalmenn,
   d. þar sem íbúar eru 10.000–49.999 11–15 aðalmenn,
   e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 15–27 aðalmenn.

Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi sem Þór Saari flytur er lagt til að fjöldi sveitarstjórnarmanni verði eftirfarandi mál nr. 15:

a.      þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
            b.      þar sem íbúar eru 1.000–4.999: 11 aðalmenn,
            c.      þar sem íbúar eru 5.000–24.999: 17 aðalmenn,
            d.      þar sem íbúar eru 25.000–49.999: 31 aðalmaður,
            e.      þar sem íbúar eru 50.000–99.999: 47 aðalmenn,
            f.       þar sem íbúar eru 100.000–199.999: 61 aðalmaður,
            g.      þar sem íbúar eru 200.000–399.999: 71 aðalmaður.

Í greinargerð með frumvarpinu og töflum kemur eftirfarandi fram um stöðuna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi:

 

Ísland Íbúar Sveitarstjórnarmenn
Reykjavík 119.547 15
Kópavogur 29.976 11
Hafnarfjörður 25.850 11
Akranes 6.609 9
Ísafjarðarbær 3.972 9
Akureyri 17.541 11
Fjarðabyggð 4.723 9
Fljótsdalshérað 3.695 11
Hornafjörður 2.112 7
Vestmannaeyjar 4.086 7
Árborg 7.922 9

 Það sem vekur athygli er mikill mismunur milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Í Reykjavík er 119 þús íbúar en ekki nema 15 sveitarstjórnarmenn. Í Kópavogi t.d eru 30 þús íbúar og 11 sveitarstjórnarmenn. Þarna munar 4 sveitarstjórnarmönnum en 90 þús íbúum.

Gefum okkur að atkvæðavægi í Kópavogi sé rétt og sanngjarnt, 30 þús deilt með 11 sveitarstjórnarmönnum þá þarf 2727 íbúa til að koma manni að.

Segjum svo að þessi reikniregla verði heimfærð upp á Reykjavík 15 sveitarstjórnarmenn x 2727 íbúar=40905 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum.

Í Reykjavík eru 119500 íbúar og aðeins þarf 40900 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum að samkvæmt Kópavogsreglunni þá eru 79 þús íbúar afgangs.

Þessi lýðræðismál eru mikið alvörumál og ég er svolítið undrandi hve þeim er lítill gaumur gefinn, en ég hef verið svolítið að benda á þetta.

Ég er svolítið farinn að upplifa mig með tilfinningar Þormóðs Kolbrúnarskálds í leikritinu Gerplu þar sem hann hékk staurnum og var búin að gleyma kvæðinu sem hann ætlaði að flytji konungi.


mbl.is Helga leiðir Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband