Þetta er dágóð kjörsókn og það þarf engin að skammast sín fyrir hana, hvort sem hann hefur verið áhorfandi kosninganna eða þátttakandi.
Íslendingar sofna frá annarskonar þjóðfélagi í kvöld, en þeir vöknuðu til í morgun.
Forsetar og þingmenn koma og fara, en stjórnarskráin er, og lögin eiga að stjórna þjóðfélaginu.
Það snjóaði svolítið í kvöld, en það er gott á jörð, þar sem hagar eru á annað borð.
Að öðru leiti lítið að frétta.
Góðar stundir, við hittumst ef til vill seinna og þá getum við rabbað betur saman um lýðræðið og kosningarréttinn. Í dag voru Íslendingar allir jafnaðarmenn með jafnan kosningarétt.
![]() |
Nær allir segja nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.3.2010 | 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forseti Íslands er búinn að greiða atkvæði. Víst er það gleðiefni að þjóðin hafi nú fengið það staðfest að hún hafi þann rétt óskoraðan sem 26 gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um.
En það eru blendnar tilfinningar líka og sorg að vita af þeim ósköpum sem dunið hafa á íslenskum fjölskyldum og heimilum þar sem foreldrar eru að farast úr fjárhagsáhyggjum og börn búa við takmarkað öryggi í uppvexti sínum sem er framundan.
Allt er þetta að kenna aumri landstjórn og fyrirhyggjuleysi. Við sem hefðum átt að geta haft það svo gott.
Tökum dæmi um sveitarfélag sem forsetinn býr í, Álftanes. Þar er búið að skipa sveitarfélaginu sérstaka fjárhaldsstjórn vegna háskalegrar fjármálastjórnar undan farinn ár. Þar hefur verið fjárfest í sundlaug og dýrum götum sem engin grundvöllur hefur veri fyrir og raunverulega að gunnskólabarn hefði geta reiknað það dæmi á A4 með því að deila íbúafjölda í upphæð áætlaðan framkvæmdakostnað.
Forseti Íslands hefur talað upp og mært útrásarvitleysuna og ber sem þjóðarleiðtogi sem slíkur vissa ábyrgða á þessum hörmungum þó hann falli ekki undir lög um ráðherraábyrgð og sé sem slíkur ábyrgðalaus í stjórnarathöfnum sínum samkvæmt stjórnarskrá.
Ég veit ekki hvað er hægt að ráðleggja forsetanum. Hann fleytir sér ekki nema að takmörkuðu leyti gegnum söguna á því að hafa rutt þjóðaratkvæðagreiðslu veginn þó þar fái hann prik.
Það eina sem ég gæti ráðlagt forsetanum er að taka til endurræktunar tún á Bessastöðum og skipta um sáðgresi í þeim svo og aðra garða sem hann hefur umgengist.
![]() |
Ólafur Ragnar búinn að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.3.2010 | 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 6. mars 2010
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 89
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601571
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 419
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar