Hér er ýmislegt sem þarf skoðunar við þar sem röksemdafærslan er ekki í samræmi við raunveruleikann. Samherji hefur ákveðið að loka tilteknu frystihúsi á landsbyggðinni vegna ítrekaðrar tilfærslu á aflaheimildum frá stærri skipum til minni. Væntanlega er þá átt við strandveiðarnar sem hafa staðið yfir til reynslu í eitt sumar og geta því ekki verið ítrekaðar.
Kvartað er sérstaklega yfir því að bolfisafli Samherja hafi verið skertur alls um 450 tonn en tekið fram að strandveiðarnar hafi skilað Dalvík sérstaklega 176 tonnum.
Í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu nr. 15/2009 frá 16/4 2009 segir m.a.:
,,Til strandveiða verði ráðstafað þeim heimildum sem nú mynda byggðakvóta, þ.e.a.s. 6.127 tonn af óslægðum botnfiski auk 2.500 tonna viðbótar sem ráðherra ákveður. Þetta magn myndi stofn strandveiðanna, en fyrirmyndin er sótt í verklag við línuívilnun, sem nokkur reynsla er komin á og þykir hafa gengið vel. Öllum verður frjálst að stunda þessar veiðar sem uppfylla þau almennu skilyrði sem sett verða".
Þarna er sem sagt um byggðakvóta að ræða og bætt við 2.500 tonnum. Ekki er getið um að viðbótin sé tekin sé af aflaheimildum Samherja eða hvaðan ráðherra tekur hana.
Síðan er rakið hve mikið Samherji hafi greitt laun og aðföng á Eyjafjarðarsvæðinu en að engu getið hverju standveiðarnar hafi skilað svæðinu í sambærilegum ávinningi og verðmætum.
,, Miðað við óbreytta stefnu stjórnvalda varðandi tilfærslu aflaheimilda milli útgerðarflokka og fyrirhugaða fyrningu er fyrirséð að starfssemi Samherja á Íslandi mun dragast saman og störfum í Eyjafirði fækka, segir í fréttatilkynningu.
Þetta er ekki rétt niðurstaða eða ályktun hjá Samherja. Ekki er sannað að störfum muni fækka á svæðinu þótt Samherji ætli að draga saman seglin samkvæmt orðanna hljóðan og að því er virðist ekki að bæta við sig aflaheimildum með nýjum leiguheimildum á fyrningartímanum.
Nýir aðiljar munu þá nýta aflaheimildirnar, hvort sem það verði auknar strandveiðar með minni olíunotkun eða aðrir útgerðaraðilar.
![]() |
Loka í átta vikur í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.3.2010 | 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er spurning hvort bág kjör hreki þennan hóp út í verkfall eða hvort einhver stjórnmálaöfl hafi hvíslað í eyra, að nú sé sérstakt lag að fara í verkfall, því stjórnvöld liggi svo vel við höggi.
BSRB ber að standa vörð um réttindi sinna umbjóðenda, en ég hefði kosið að orðalag ályktunarinnar væri með öðrum hætt og með skírskotun til þess þjóðfélagsástands sem nú er hér.
Þá er villa og staðhæfing í ályktunninni sem ekki fæst staðist. Sagt er í ályktunninni að stjórnvöld ætli að setja bráðabirgðalög á kjaradeiluna.
Bráðabirgðalög eru bara sett þegar þing er ekki starfandi. Nú er Alþingi starfandi.
Ef borið væri fram frumvarp til að stöðva fyrirhugað verkfall flugumferðastjóra fengi það þinglega meðferð þar sem þing er starfandi.
Þeir alþingismenn sem væru mótfallnir slíkri lagasetningu gætu tekið til varnar.
Ég þekki ekki til aðstæðna þessa launþegahóps, hvor þær séu afar bágar og þess vegna sé þeim nauðsyn á kauphækkunum.
![]() |
Líta hótanir stjórnvalda alvarlegum augum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.3.2010 | 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frjálslyndir kveða líklega í kvöld vísurnar góðkunnu:
Höldum gleði hátt á loft
helst það seður gaman,
þetta skeður ekki oft
að við kveðum saman.
Meðan einhver yrkir brag
og Íslendingar skrifa
þetta gamla þjóðarlag
það skal alltaf lifa.
Falla tímans voldug verk
varla falleg baga
Snjalla ríman stuðla sterk
stendur alla daga.
Sótt ég gæti í söng og brag
sárabætur mínar
öll mín kæti á þar dag
og óskir lætur sínar.
![]() |
Þing Frjálslyndra hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.3.2010 | 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 19. mars 2010
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 89
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601571
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 419
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar