Keðjubréf

Ég held að þetta séu nokkurskonar keðjubréf. Svona að hver upplýsi um annan og sendi á þann næsta.

Bankastjóri einn startaði keppninni í gær og sagði að hann hefði verið beittur þrýstingi af öðrum bankastjóra í allt öðrum banka.

Og fréttamaðurinn gleymdi að spyrja hvað þrýstingur þetta hefði verið og hvernig menn í öðrum bönkum geti beitt bankastjóra þrýstingi þannig að þeir þori ekki annað en að lána 3 milljarða bara sisvona.

Svo fara þeir að spyrja, ,, Af hverju var honum ekki sent bréf".

Þetta kemur allt saman til með að rekja sig upp eins og gamlar föðurlandsnærbuxur.


mbl.is 12 hafa fengið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband