Fjármálaráðherra getur verið flókinn persónuleiki.
Þegar venjulegir menn dansa tangó réttsælis, þá getur hann átt það til að dansa tangó afturábak. Þegar dansa á einn - tveir, snú - snú, þá verður það snú - snú, tveir - einn.
Einföld mál geta orði flókin í hans höndum og öfugt.
Þannig kemur hann í veg fyrir klofning í eigin flokki, þegar allir eiga von á klofning, enda er fjármálaráðherra vanur maður.
Menn sem eru á móti málum eru allt í einu orðnir með málum og engin veit upp eða niður nema fjármálaráðherra. Menn vita ekki einu sinni á hvaða tímapunkti þeir snérust. En svona er fjármálaráðherra sniðugur.
Bestur er hann þó í því, að eftir því sem hann verður óvinsælli eykst fylgi flokks hans í skoðanakönnunum, andstæðingum hans til undrunar.
Þetta eykur gleði og velllíðan flokksmanna og engin skilur neitt í neinu, en alltaf heldur þjóðfélagið að snúast áfram öllum til mikillar furðu.
Þetta er galdurinn í því að vera á móti sjálfum sér og eru andstæðingar fjármálaráðherra nú farnir að reyna þessa þraut.
![]() |
Ekki of flókið árið 2003 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.1.2010 | 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held að það séu allir sammála um að veiðar með kyrrstöðuveiðarfærum, handfærum, línu og netum, séu vistvænni fyrir lífríki sjávar.
Eldri menn sem sem ég hef haft samskipti við og hafa vit á þessum hlutum hafa talið að troll sem dregin eru eftir sjávarbotni skemmi búsvæði ungfisks og seiða. Botnin sé heflaður niður og skemmdur. Þá hafa þeir sagt mér að stór flottroll þegar þau eru dregin í gegn um fiskitorfur eyðileggi mikið í kring um sig vegna þess að sá fiskur sem ekki kemur í trollið en verður fyrir hnjaski missir hreistur og drepist.
Allt þetta þarf að færa til bókar og meta, þegar fjallað er um arðsemi mismunandi veiðiaðferða.
Gífurlegur olíukostnaður fylgir því þegar stórir og aflmiklir skuttogarar draga trollin eitt og jafnvel tvö á eftir sér á meðan kyrrstöðuveiðarfærasjómaðurinn eyðir engri olíu.
Þá verður að líta til umræðu um mikið brottkast við veiðar á vinnslu skipum.
Vextir og afskriftir og fjármögnun er stór þáttur í stórútgerðu sem gaman væri að væru borin saman við smærri veiðiaðferðir.
Svo verður að líta til þess hvernig gjaldeyririnn skilar sér inn í þjóðarbúið en fréttir hafa borist af því að þar sé brotalöm.
Varðandi óvitaskapinn í sjávarútvegsráðuneytinu er þetta að segja: Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er alinn upp á útvegsjörðum og hefur búið á einni þeirra fjölbreytilegustu, er búfræðikandídat frá Ási í Noregi, en búfræði spannar mjög vítt svið umhverfis- og lífríkismenntunar, ásamt tengingu við, rekstur, hagfræði og atvinnustarfsemi. Hann hefur verið skólastjóri skóla sem hefur verið með mikla áherslu á fiskeldi.
Læt ég svo fólki eftir að ráða í það hvar óvitarnir dveljast nú um þessar mundir.
En það væri fróðlegt að almenningur færi að fara sjá rekstrarreikninga útgerðanna og hvernig standi á öllu þessi tapi og ekkert bólar á að fiskistofnarnir séu að rétta úr kútnum.
![]() |
Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.1.2010 | 13:32 (breytt kl. 14:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 17. janúar 2010
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 159
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 557
- Frá upphafi: 601641
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 483
- Gestir í dag: 141
- IP-tölur í dag: 140
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar