Hvar er menntavegurinn?

Steingeldir stúdentar við Háskóla Íslands, æpa nú að menntamálaráðherra Katrínu Jakobsdóttur vegna lækkunar á rekstrarfé til skólans.

Það er eins og stúdentar geri sér enga grein fyrir ástandinu. Hér eru allir sjóðir að þorna upp. Atvinnutryggingarsjóður verður uppurinn að óbreyttu í haust. Verið er að hirða búvélar og framleiðslutæki af bændum. Tekjur sveitarfélaga eru að hraðminnka. Fé til sjúkrahúsa er minnkað. Atvinnuleysi stigmagnast. Fólk er ráðalaust vegna fjárhagserfiðleika.

Menntavegurinn er ekki endilega upp í Háskóla Íslands. Hann er út um allt þjóðfélagið. Hann liggur í gegn um fólkið og býr í því sjálfu, ef það hefur sæmilega greind, kjark og dugnað.

Það væri nú uppbyggilegt að stúdentar kæmu nú með einhverjar tillögur um aðgerðir við því neyðarástandi sem hér er að skapast frekar en að vera jarma þetta.

Er ekki bara hægt að læra heima? Hér þarf að skipuleggja sjálfboðasveitir til að við komumst í gegn um þetta. Allstaðar þarf fólk að verða viðbúið miklum erfiðleikum. Nú er það samstaðan sem gildir.


mbl.is Stúdentaráð HÍ fordæmir fyrirhugaðan niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duglegur lögreglustjóri

Við vinnu mína í dag vestur í bæ sá ég lögreglustjórann í Reykjavík aka um í gömlum Subarulögreglubíl en í ágætu útliti. Ég hugsaði með mér; er nú lögreglustjóri að líta eftir að allt sé í röð og reglu.

Svo á leið minni á Miklubrautinni skömmu seinna sé ég hóp af fólki kominn á gangstéttina og 5 bíla árekstur og fyrir aftan vettvang hafði gamli Subaróinn stillt sér upp með blikkljósin og lögreglustjórinn í Reykjavík hafði yfirtekið vettvang og stjórn. Hafði hann þá væntanlega tekið eftirlitsrúnt og komið upp Kringlumýrarbraut og lent aftan við árekstrana skömmu eftir að þeir áttu sér stað.

Ég segi nú bara eins og kallinn sagði, ,, Svona eiga sýslumenn að vera". 

Það er líka gott að vita að hann er sparsamur, ekki á einhverjum voða flottum jeppa. Sjálfur ek ég á 15 ára Lancer eknum 300, þúsund km.


mbl.is Fimm bíla árekstur á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband