Laxveiði í húnvetnskum ám hefur verið gjöful þetta sumarið. 34 ára gamalt veiðimet í Blöndu er nú fallið en þar hafa nú veiðst yfir 2400 laxar. Glöggir bændur hafa tekið eftir því að Blanda er mikið betri laxveiðiá eftir virkjun árinnar. Kunnugir telja og, að áreyrar í neðrihluta Blöndu hafi breyst í gjöfula akra.
Fréttir herma að gæsaveiðimenn hafi verið á skytteríi á svokölluðum Bakásum. Á milli þess sem þeir tóku kvöld og morgunflugið hafi þeir dundað sér við að veiða lax í gamlar föðurlandsbrækur, en lax var stökkvandi um alla á.
Bændur á bæjum við Laxá á Ásum hafa átt erfitt með smalamennskur og heimtur við ána vegna þess að ítrekað þegar þeir hafi ætlað að fara á hestum yfir ána hafi hrossin fælst vegna þess að áin var ófær vegna laxgengdar.
Kúluheiðargangnamenn eru nú komnir af heiðinni og herma fregnir að dilkar séu vænir. Er talið að allir gangnamenn hafi skilað sér heim á sína bæi.
Fátt er að frétta úr Vatnsdal, en talið er að þar verði langur og strangur Lombervetur hjá bændum.
,,Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi"
![]() |
Gamalt veiðimet slegið í Blöndu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.9.2009 | 19:42 (breytt kl. 20:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sagt er frá því í fréttinni að slagsmál hafi blossað upp í tengslum við dansleik á Húsavík. Ekkert er sagt hvert misklíðarefnið var. Gæti verið ástarmál eða eitthvað svoleiðis.
Það orð hefur aldrei verið á Þingeyingum að þeir séu slagsmálahundar eða ofstopamenn.
Þeir hafa aftur á móti verið taldir greindir og vel yfir meðaltali vel gefnir.
Það sannaðist nú um helgina þegar söngmenn, hljómlistarmenn og nótnasnillingar unnu yfirburðasigur í spurningakeppni í Sjónvarpinu á föstudagskvöldi. Þar gengu Ljótu hálfvitarnir óbeygðir frá borði. Tónlistarhefð er gamalgróin í Þingeyjarsýslum og þar hafa margir lagt hönd á plóg. Ég hef það fyrir satt að orgelharmóníum hafi verið til á mörgum bæjum í gamladaga sem var ekki algengt.
Þá vann sveitarfélagið Norðurþing spurningakeppnina Útsvar og lögðu Reykjanesbæ, ,, Og sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn að fast þeir sóttu sjóinn og kalla ekki allt ömmu sína", í ýmsum greinum. Ég sá ekki betur en þar kæmu Ljótu hálfvitarnir einnig við sögu. Þannig að þetta eru engir H-á-l-v-i-t-a-...rrrrrrr , sagt á þingeysku.
Það má því að búast við að Þingeyingar gangi dulítið á á tánum næstu daga og hafi uppi gamanmál og byggi loftkastala varðandi tónlist og gáfnafar. Það hefur löngum loðað við Þingeyinga að þeir væru svolítið á lofti og þetta ætti að duga þeim fram yfir veturnætur eða fram að þorrablótum.
![]() |
Slagsmál á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.9.2009 | 12:59 (breytt kl. 17:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. september 2009
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 31
- Sl. sólarhring: 203
- Sl. viku: 445
- Frá upphafi: 601793
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 372
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar