Í björgunarbátana saman

Mér fannst, þegar ég las yfirlýsingu KÍ að Kennarasambandið væri að hlaupa út undan sér eða svíkjast undan merkjum. En svo þegar ég las betur sá ég að þetta var rökrétt afstaða.

Það verða allir að fara saman í björgunarbátana. Það er ekki hægt að kjöldraga einn hóp fyrst eins og Samband ísl. sveitarfélaga vill með KÍ.

Þess vegna þarf að drífa þessar viðræður áfram og það þýðir ekkert fyrir einn aðila að viðra sig upp við ríkisvaldið um að fá sett lög á einn aðila um fram annan.


mbl.is Hætta viðræðum ef skerða á laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru Vormenn Íslands?

Það er þarft verk að Lagastofnun Háskóla Íslands skuli gera úttekt á Samvinnutryggingum g.t.

G.t. þýðir gagnkvæmt tryggingafélag. Það er að segja ef vel gengur þá nýtur félagsmaðurinn góðs. Ef illa gengur ber hann ábyrgð, væntanlega!!

Nú eru  þessir sjóðir komnir í mínus, svo það er von að engir vilji vera Samvinnumenn. Það verður ekki hjá því komist að gera þessi mál upp félagslega og ef um saknæmt athæfi sé að ræða verði það meðhöndlað eins og lög gera ráð fyrir, þó í þessu tilfelli hafi Lagastofnun ekki stöðu saksóknara né dómstóls. 


mbl.is Lagastofnun skoðar Samvinnutryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband