Stéttarsamtök vilja ráða yfir innanlandsmarkaði á mjólk

Greint er frá því í Morgunblaðinu 27. mars að samið hafi verið frumvarp í landbúnaðarráðuneytinu í samráði við verðlagsnefnd búvöru, Bændasamtökin og samtök afurðarstöðva í mjólkuriðnaði, þar sem kveðið er á um að afurðastöðvar verði sektaðar um 110 kr/pr líter mjólkur við að taka við mjólk frá bændum sem ekki hafa mjólkurkvóta og bjóða til sölu á innanlandsmarkaði.

Sem kunnugt er hefur, Ólafur Magnússon í Mjólku ekki þegið ríkisstyrki og framleitt mjólk og sett mjólkurvörur á innanlandsmarkað.  Ef hægt er að framleiða mjólk án ríkisstyrkja þá er það bara hið besta mál og léttir fyrir ríkisjóð á þessum erfiðu tímum.

Bændasamtök Íslands sem telja sig stéttarfélag bænda, en leyfa ekki bændum að greiða atkvæði um búvörusamninga, nema þeir eigi kálfa eða mjólkurkvóta, vilja með öðrum orðum ráða yfir innanlandsmarkaði og meina bændum að nota jarðir sínar og gripahús til að afla sér lífsviðurværis með mjólkurframleiðslu nema þeir þiggi ríkisstyrki.

Atli Gíslason formaður landbúnaðarnefndar segir að frumvarpið hafi verið lagt til hliðar. Með öðrum orðum, það fékkst engin til að flytja frumvarpið. Auðvita átti Landbúnaðarráðuneytið ekki að taka það í mál að svona frumvarp væri samið innandyra í ráðuneytinu m.a. af þeirri ástæðu að slík sektarákvæði brjóta í bága við atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Það væri svona eins og að banna bændum að prjóna sokka og selja, af því að þeir væru til sölu í Kringlunni og Smáralind.

Bóndinn Kári í Garði í Mývatnssveit seldi eitt sinn kjöt upp úr frystikistu löglega slátrað í sláturhúsi í Kolaportinu og mæltist það vel fyrir hjá neytendum. Ég ætla ekkert að rifja þá sögu upp hér.

Ég vona að Alþingi Íslendinga sjái að sér, ef svona lagabastarður, sem frá er greint í frétt Morgunblaðsins, berst inn í þingsali, þar sem beinlínis í sinni nöktustu mynd, að bændafólki sé bannað að bjarga sér á krepputímum.

Ég vildi miklu frekar sjá ríkisstuðning fara stiglækkandi eftir framleiðslumagni og dreifast á fleiri bændur. Það mundi efla matvælaöryggið og styrkja byggðirnar. Það er meiri áhætta ef eitthvað kemur fyrir á stórum búum, svo sem sjúkdómar, gjaldþrot,  fjósbrunar og þess háttar, en á minni búum. Landið og tún mundu verða betur nýtt til fóðuröflunar. Það þýðir ekkert lengur að moka fóðurbæti í kýrnar þar sem vöntun er á gjaldeyri og hann ekki í sjónmáli að bestu manna yfirsýn.

Ég hef það sjónarmið að þeir miklu fjármunir sem fara í stuðning við þessa framleiðslustarfsemi nýtist þannig betur með skilvirkum hætti og komi fleirum að notum en nú er. Heildarhagsmunir mæla með því að þessar breytingar verði gerðar sem ég nefni hér að ofan og mundu verða vegvísir til sáttar um landbúnað meðal alþýðu manna á þessum erfiðu tímum sem við lifum nú á.


mbl.is Frumvarp ekki í gegn nema í sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgir mínar eru þungar sem blý

Þorgerður var á persónulegu nótunum í ræðunni og ræddi m.a málefni eiginmanns síns Kristjáns og veikindi dóttur sinnar segir í fréttinni.

Stjórnmálaleiðtogar eiga ekki að vera að bera persónuleg málefni inn á landsfundi flokka sinna. Þau afgreiðast inn á heimilum og í fjölskyldum eins og venja er meðal fólks. Hægt að tala við presta ef ástandið er mjög alvarlegt, ýmsar hjálparstofnanir og Rauðakrossinn.

Þessi eftirsókn eftir samúð er bæði hlægileg og ekki boðleg í stjórnmálalífi. Ég mun aftur á móti biðja algóðann Guð að hjálpa Þorgerði Katrínu í raunum hennar og get miðlað henni af persónulegri reynslu minni í öldudal lífsins ef um það kemur sérstök umsókn frá Sjálfstæðisflokknum ef ástandið er orði svona alvarlegt.

Varðandi uppnefninguna, Skattmann, þá verður það að koma fram á opinberum vettvangi hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji víkja sér undan því að greiddir séu skattar til ríkisins. Og svo sé ekki ástæðu til að blanda forsetaembættinu í þessa umræðu.


mbl.is Skattmann er mættur aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FMF kæri öll alvarleg brot

Meðala annarra orða hverjum datt í hug að FMF kærði ekki öll alvarleg brot til lögreglu? Og hefur það verið tíðkað að kæra ekki? Þetta lítur út í fréttinni eins og það verið nýmæli að kæra til lögreglu.

Er hægt að fá uppgefið hverjir eru hugmyndafræðingar að því að kæra ekki og í hvaða sóknum þeir búa? Og hugsanlega hvort slíkir menn séu á framboðslistum í hönd farandi Alþingiskosninga?

Þetta kemur væntanlega allt í ljós við afgreiðslu málsins á Alþingi.


mbl.is FME kæri öll alvarlegri brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband