Tap hjá stjórnmálaflokkunum

Úrdráttur Ríkisendurskoðunar um fjármál stjórnmálaflokkanna er stórfróðlegt skjal. Það sem vekur athygli  er að allir flokkarnir eru með tap af starfsemi sinni. Það leiðir hugann aftur að því að þeir sem gefa sig út fyrir það að stjórna landinu, geta að því er virðist, ekki haft eigin fjárhagsmál í lagi. Er nema von að allt sé á hvolfi hér á landi.

Samtals fá stjórnmálaflokkarnir 424.8 milljónir frá ríkissjóði til starfsemi sinnar, þ.e 6.7 millj. á þingmann. Þetta er allnokkurt fé. Stjórnmálasamtök sem ekki ná manni á þing eins og  Íslandshreyfingin fá ekki ríkisframlag.

Stjórnmálasamtök sem vildu gera atlögu að fjórflokknum t.d núna í farandi kosningum fá engin framlög nema þau komi manni á þing. Aðstöðumunurinn er auðsær og við fyrstu sýn virðist hann brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Fjórflokkurinn valdar sig í bak og fyrir.

Það yrði nú saga til næsta bæjar ef það þyrfti að skipa stjórnmálaflokkunum tilsjónarmann.


mbl.is Samanlagt tap stjórnmálaflokkanna 281 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband