Stjórnarskrá Íslendinga er dularfull. Í henni eru allskonar smugur, ákvæði og atriði sem hafa verið ónotuð og sem menn hafa verið að deila um í 60 ár. Þannig héldu menn að forsetinn gæti ekki synjað staðfestingu laga frá Alþingi. Fjórir forsetar höfðu ekki gert það og þar með var það talið að ákvæðið hefði ekki gildi.
Eftir að ákvæðið hafði legið ónota í 60 ár, lét Ólafur forseti reyna á það og neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Þá varð uppi fótur og fit á Alþingi. Þá kom í ljós að engin lög voru til um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. Á það hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bent nú þegar þjóðin er að velta því fyrir sér hvort forseti beiti 26 greininni vegna Icesavelaganna.
Það veit til dæmis enginn hvor það eigi að vera misvægi atkvæða milli borgaranna eftir búsetu í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og í alþingiskosningum. Í stjórnarskránni eru tvær greinar önnur sem kveður á um jafnræði og hin sem kveður á um ójafnræði. Á slíkt að gilda í þjóðaratkvæðagreiðslu?
21 grein stjórnarskrárinnar kveður á um að forseti lýðveldisins geri samninga við önnur ríki. Hvað þýðir það? Má þá fjármálaráðherra ekki gera slíka samninga sem Icesave er?
Nú er kominn mikill þungi í Icesavemálið. Rúmlega 50.000 einstaklingar hafa ritað undir áskorun til forseta um að hann neita að staðfesta lögin. Hvað getur hann gert? Getur hann notað 25.greinina en þar stendur:
25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
Svona er stjórnarskráin fulla af smugum og flækjum fyrir útsjónarsaman forseta.
Um Icesave eru í gildi lög frá því í sumar, þannig að þetta mál er ekki í uppnámi nema að því leiti að Bretar og Hollendingar ganga ekki að þeim fyrirvörum sem í þeim lögum eru. Harla ótrúlegt er að þeir hreyfi við málinu á meðan verið er að fjalla um það á Íslandi.
![]() |
Yfir 50 þúsund undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2009 | 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hestamönnum er rétt og skylt að mæta á svæðið með haugsugur og slökkva í brennunni út frá dýraverndarsjónarmiðum.
Það eru þau sem gilda í 800 metra fjarlægð frá gripahúsum. Það er bannað að hræða dýr og það verður að virða. Þarna verða sprengjur sprengdar og skotið upp flugeldum.
Sú þjóð sem tekur rakettur og sprengjur fram yfir dýravernd er í ógöngum.
![]() |
Óskiljanlegt að veita brennuleyfi við Heimsenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2009 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í fornbókmenntum okkar er mikið fjallað um sæmdina og hve mikilvæg hún var mönnum. Hrafnkatla, Saga Hrafnkels Freysgoða er þar skýrasta dæmið en þar er sæmdin í fyrirrúmi. Um söguna hefur Hermann Pálsson frá Sauðanesi í Torfalækjarhreppi ritað bókina Siðfræði Hrafnkelssögu. Hermann Pálsson var prófessor við Edinborgarháskóla.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur lagt áherslu á vera glæsilegur forseti og vera öðruvísi. Hann byrjaði í Framsóknarflokknum. Varð hluti af svokallaðri Möðruvallarhreyfingu. Síðan var hann með Frjálslyndum og vinstri mönnum sem Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson leiddu. Að lokum varð Ólafur formaður Alþýðubandalagsins og hvarf frá því fátæka fólki í embætti forseta Íslands.
Ólafur forseti hefur setið á hljóðskrafi við útrásarvíkingana og verið þeim innan handar í þeirra baráttu fyrir betri heimi og ferðast með þeim í hljóðfráum þrýstiloftsvélum á mannamót í útlöndum.
Forsetinn hefur sagt að þessir atvinnuberserkir hafi brugðist trúnaði og væntingum sem til þeirra hefur verið gerðar. Okey, engin er alvondur. Ekki einu sinni Útrásarvíkingar.
Forsetinn er í mjög tvísýnni stöðu bæði sem forseti og persóna. Þess vegna tekur hann sér frest til að íhuga málin. Hann hefur lagt ákveðna línu varðandi 26. gr. stjórnarskrárinnar um staðfestingu á lögum sem koma frá Alþingi.
Og svo er það þetta með sæmdina. Það er allt saman óráðið mál. Hver verður dómur sögunnar?
Skynsamlegast væri fyrir forsetan að gefa vinum sínum Útrásarvíkingunum séns. Kalla þá heim að Bessastöðum og spyrja þá hvað þeir ætli að gera í sínum málum? Hvor þeir ætli ekki að skila fénu? Það sé að koma út skýrsla. Það sé brýnt að segja til fjárins? Þjóðin sé í kröggum?
Að því loknu getur forsetinn prjónað skemmtilega fléttu og komið sér sæmilega út úr þessu máli.
![]() |
Forseti tekur sér frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2009 | 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 31. desember 2009
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 210
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 608
- Frá upphafi: 601692
Annað
- Innlit í dag: 185
- Innlit sl. viku: 524
- Gestir í dag: 177
- IP-tölur í dag: 176
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar