Flötin grænkar

Ég er ekki frá því að flötin fyrir framan húsið hafi grænkað núna í þessum hlýindum. Ég hef aldrei upplifað annað eins á þessum tíma árs.

Hvort plönturnar eru farnar að taka upp CO2 koldíoxíð og skila O súrefni er óvíst. Það skiptir máli að vaxtartími  plantna sé sem lengstur en birtumagnið er takmarkandi þáttur hér á norðurhveli jarðar.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki gott að plöntur sem hafa búist til vetrardvalar fari að bæra á sér nú. Það getur leitt til kals að vori og þær deyi.

En hlýindin hafa svo sannarlega áhrif á vöxt plantna.

Ég vona bara að Ban Ki-moon aðalritari átti sig á þessu öllu saman og sérstaklega að flötin er að grænka.


mbl.is Ban Ki-moon hæfilega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband