Klofningur hjá Framsókn

Það er áhyggjuefni að Framsókn sé að klofna vegna deilna um forustusætið í Reykjavík. Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar deilt er í litlum flokki. Skemmst er að minnast þegar Björn Ingi Hrafnsson hvarf úr forustunni vegna deilna. Var svo komið fyrir flokknum að hann átti örðugt að manna nefndir og var orðinn svo fá liðaður að hann varð að grípa til utanfélagsmanna til að manna nefndir.

Má búast við miklum hjaðningavígum og bak rýtingstungum að hætti Framsóknarmanna hér á höfuðborgarsvæðinu. Ætla má að kvenfélög dragist inn í þessa skálmöld vegna aðdrátta- og lokkandi áhrifa kvenfélaga í svona orrahríð og er þar hægt að minnast þess sem gerðist í Kópavogi.

Er þetta leitt því Framsóknarmenn geta verið geðþekkir menn og almennilegir sérstaklega í göngum og réttum.

Og hver á þá að stjórna borginni ef Sjálfstæðismenn missa Framsókn úr samstarfinu og allt fellur um koll?


mbl.is „Framboðið kom á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn prestur

,,Við viljum sr. Óskar áfram í Selfossprestakalli“ er yfirskrift áskorunar sem íbúar safna stuðningi við á Selfossi".

Og síðan segir í fréttinni: ,,  Séra Óskar H. Óskarsson sem leyst hefur af í sókninni hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækja um prestsembætti heldur hverfa til sinna fyrri starfa sem prestur við Akureyrarkirkju".

Þetta er mjög undarleg sókn. Nú er dæmið snúið við frá því sem áður var. Nú vilja aðilar í sókninni prestinn en presturinn vill ekki vera áfram.

Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson er ættaður af Ströndum norður í móðurætt. Sjálfsagt kominn af hákarlaformönnum, sjósóknurum og bændum.  Kristinn er kristinn maður. Hann ber kirkjulegt millinafn samanber Ágúst > Ágústínus kirkjufaðir. Hann er Friðfinnsson og finnur örugglega friðinn fyrir Selfyssinga. Hvað vill fólk frekar.

Í mínum huga er hann ígildi Snorra á Húsafelli. Hvort hann geti rekið drauga á flótta verður framtíðin að skera úr.

Ef ég ætti að ráðleggja Selfyssingum, þá væri það að reyna að leggja af deilur í sókninni, finna friðinn sem kemur með jólunum og athuga með hvort þeir geti ekki komið sér upp ungum presti sem starfað gæti með séra Kristni í sátt við Guð og menn. Þannig heldur lífið áfram.

Góðar stundir í Guðs friði. 


mbl.is Krefjast prestskosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíla-Bergur, sögur II

Úr Héraðsfréttablaðinu Skessuhorninu um Bíla-Berg, Berg Arnbjörnsson bifreiðaeftirlitsmann Akranesi:

Óbrjótandi glös

Önnur saga segir að einhverju sinni hafi Bergur átt leið í verslun á Akranesi þar sem honum voru sýnd forláta vatnsglös sem voru þeirra náttúru gædd að vera óbrjótandi. Því til staðfestu tók kaupmaðurinn eitt glas og lét það detta í gólfið. Það varð úr að Bergur keypti nokkur glös og var þeim raðað hverju ofan í annað. Karlinn á að hafa farið með þetta heim til konu sinnar og þegar þangað kom dásamaði hann þessi kostaglös og lét stæðuna detta í gólfið eins og kaupmaðurinn gerði með staka glasið. Þau mölbrotnuðu að sjálfsögðu öll mélinu smærra og átti þetta að vera dæmi um fljótfærni hans.

Takkasíminn

Enn ein sagan um fljótfærni Bergs er sagan af símanum og reiknivélinni. Þetta átti að hafa gerst á skrifstofunni hans og einhver tryggingatakinn var að bera upp erindi við Berg. Hann þurfti að leita ráða fyrir sunnan og ætlaði að hringja þangað. Viðskiptavinurinn horfði svo á Berg slá inn númerið og bíða en ekkert gerist. Bergur skilur ekkert í því að enginn skuli svara fyrr en viðskiptavinurinn bendir honum á að hann hefði slegið símanúmerið inn á reiknivélina við hliðina á símanum en ekki takkasímann sem hann var nýbúinn að fá.

Bergur Arnbjörnsson sögur.


Bloggfærslur 15. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband