Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ásgeir Jónsson kom með öðrum hætti inn í seðlabankann en fyrirrennarar hans. Hann var ekki að hrekjast úr öðru starfi og fá seðlabankastjóra starfið sem björgunar hring frá stjórmálaafli sem hafði áhyggjur að viðkomandi væri að sogast í burtu og hefði ekkert fyrir sig að leggja sem hæfði stöðu hans í samfélaginu og þá væri ekki hægt að hafa gagn af honum til að toga í spotta.
Ég held að Ásgeir sé þar sem hann er, kominn vegna eigin verðleika og menntunar sinnar og hafi löngun til að gera vel. Menn horfðu mjög gagnrýnum augum á hann og spurðu auðvitað hvort hann hefði nokkuð í þetta að gera.
Ásgeir gerði það sem ekki allir mundu hafa að gerat, grein fyrir að hann átti í erfiðleikum með stam og gat litið út eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að segja. Hann er alveg eða að nokkru leiti kominn yfir það. Enda lærur maður hvað þetta varðar.
Valgeir Magnússson kemur hér með hugleiðingar eins og góður kennari við héraðskóla sem sér góða pósta í nemanda sínum og vill leiðbeina honum inn á rétta braut og mér sýnist ekkert vont búa þar undir.
Fyrir mér birtist Ásgeir eins og hann væri á hraðri leið inn í stjórnmálin og þyrfti að taka Kleppur hraðferð .Kleppur hraðferð var ekkert sérstaklega hugsaður fyrir vistmenn á Kleppi heldur íbúa úr Kleppsholi og í mínum augum var vagnin mesta hraðferðin í flota SVR, sérstaklega þegar hann brunaði niður hjá Laugarnesbænum með reykskýin á eftir sér. Eins væri hægt að nota aðra líkingu, að Ásgeir hefði komið inn í starfið með miklu hraði eins og hann hefði snarað sér í kláfinn í Kömbunum og færi hratt. Mér fannst hann á hraðri leið inn í stjórnmálin og léti ýmislegt út úr sér sem ekki passaði við hans staðhætti.
Ef Jóhannest Nordal lenti einhvern tíman í slíkri aðstöðu eða var spurður einhverri spurningu sem var inn á hinu pólitískasvið þá svaraði hann því yfirleitt ekki, heldur benti á að það væri hlutskipti annara sem til þess væru kosnir að svara. Ég veit ekkert hvernig Ásgeir virkar hvort hann sé pirraður eða einhvað annað, en hann hefur stundum farið eins og mér sýnist í gegn um þennan þunna vegg sem skilur að stjórnmál og faglegt svið og bæjarhól og stjórnarhætti í Seðlabankan sem liggur í starfinu og sem lög eru á bak við. Þar á hann að standa. Ásgeir hefur vaxið skref fyrir skref í sínum starfi, en stundum eru nýliðar trekktir þegar þeir lenda í nýjum ábyrgðar störfum. Þessar tjásumyndir voru bara bíó og til þess fallnar að hafa gaman. En ábendingar Valgeirs eru skrifaður texti sem hægt er að hafa með sér og læra af. Þær erum gefnar að því mér virðist af því að höfundur vill laga eitthvað sem honum sýnist ekki passa við starf seðlabankastjóra og því sé hægt að taka því með vinsemd og í góðu.
Það vitlausasta sem hægt er að gera í stöðu seðlabankastjóra það að vera með einhver afskipti eða orð um kjarasamninga og tilurð þeirra. Þar liggur hætta og ef lokið verður tekið af þeim potti þá standa allir í reykjarmekki og sjá ekki handa sinna skil og allt fer í vitleysu og hálaloft.
Seðlabankastjóri þarf ekki að fá einhvern með sér. Hann stendur bara innan girðingar og í lagastappanum sem markar starfsvið Seðlabanka Íslands.
Bitur og þreyttur stjórnandi fær engan með sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.10.2023 | 11:13 (breytt 7.10.2023 kl. 21:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er,erfitt að spá og þá sérstaklega um framtíðina, sagði karlinn.
Ekki tímabært að segja hvað gerist næst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.10.2023 | 21:19 (breytt kl. 21:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vomur erum komnar á þá sem bera ábygð á vegum landsins og brúm og fjárveitingum til þeirra.
Hér áður fyrr kom það fyrir að vörubílar lentu utan vegar, þegar lélegur kantur gaf sig og ultu. Við það gat grind bílsins undið upp á sig og skekkst. Áfram var þó haldið að aka og troða sér yfir þröngar brýr, eins og til að mynda gömlu járnbrúna yfir Blöndu við Blönduós.
Þá kom það fyrir að vörubílli rak sig í járngrindarbogan sem hélt brúnni uppi og skemmdi mannvirki. Pallurinn á vörubílnum gekk þá út til hægri eða vinstri allt eftir því hvernig bíllin velti.
Það kom svo í hlut Bíla-Bergs frá Akranesi Bergs Arnbjarnarsonar að finna þessa bíla og fleir bifreiðeftilitsmanna um land allt, góma þá og messa yfir þeim og færa þá til skoðunar og voru þá kostir eigandans að gera strax við þetta eða missa númerinn af bílnum.
Viðgerð er erfið og kostnaðrsöm, en verður eigi unda því vikist halda vegamannvirkjum við. Nú eru þessar brýr búnar að gegna hlutverki sínu eða hafa verið fluttar í aðra staði sem eru fáfarnari og gegna með sóma hlutverki, þó þær standist ekki mikil flóð.
Húnavallaleið er dæmigert mál þegar ekki er metið með skýrum hætti þörf á viðhaldsfé og það látið ganga fyrir svona Húnavallarleiðardillu og meira að segja búið að leggja Húnavallaskóla niðu sem hefði getað grætt mest á þessari breytingu. Nú er það ónýtur vegur á Vatnsnesi sem ætti að hafa algerann forgang á viðhaldsfjármagni.
Og mörgu stöðum þarfa að gera úrbætur og bæta í viðhald. Vert er að geta góðra hluta sem Vegagerði hefur gert og menn hafa kannske ekki tekið mikið eftir en það er styrking vegkants yfir Holtavorðuheiði. Þar hefur vegkandur a.m.k upp á heiðina að sunnan veri grafinn upp og efni ekið í burtu og sett sterkt frostfrítt efni í staðinn. Trúi ég að bílstjórar sem aka með þungan farm séu ánægðir með þetta framtak. Heldur en að vera á nálum að kanturinn springi.
Svo er það sér kapituli allar einbreiðu brýrnar. Þar er verið að gera umbætur sem er lífsnauðsynlegar. Sumir aka hratt og sumir aka hægt og dæmi erum um bíla sem er ekið hratt inn á þröngar brýr hafa riðlast upp á rekkverkið og skautað út af og jafnvel lent út viðkomandi fljóti.
Svo það er víða sem hægt er að nota fjármagn með viturri hætti en Húnavalleið, vegfarendum til öryggis.
Lítill hljómgrunnur er fyrir Húnavallaleiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.10.2023 | 11:19 (breytt 5.10.2023 kl. 11:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grandvar og áræðanlegur sveitungi í fremmri sveit minn greindur í best lagi og af fínni ætt að því almannarómur segir tjáði mér óumbeðin og upplýsti mig af hverju Skagfirðinga eru eins og þeir eru: Gleðimenn söngmenn hestamenn og kvennamenn Og hefðu gaman af því að fá sér í staupinu og finna á sér en þó hóflega. Get ekki nefnt drykkjumenn því það væri út í hött . Ég get ekki nefnt viðkomandi því hann er látinn og getur ekki komið að andmælum við þessum skrifum. Mér til halds og trausts get ég þó vitnað til góðra bókmennta úr A-Hún. Nefnilega Föðurtún eftir Pál Kolka héraðslækni. Páll er að vísu ekki með sömu skýrskotun sem var hjá sveitunga mínum um Svartadauða en samt sem áður fellur þetta dáldið saman um eðlisþættina.
Í Svartadauða féllu margir eins og svo sem um allt land, en í Skagafirði söfnuðust frekar saman menn á bæina sem höfðu framangreinda eiginleika, flækingar og menn sem höfðu gaman að fara á bæi og í útreiðar. Páll nefnir aðstöðu og umhverfi sem var ólíkt í A-Hún.og í Skagafirði en raunheimur þar eru víðir og greinileg umgjörð afmarkar um héraðið þannig að fólk náði vel saman. Gott og létt að vetri að ferðast. Hægt að leggja hesta á skeið á ísi lögðum vötnum og grundum.
Þrengra um að ferðast í þröngum dölum hjá Húnvetningum. Skagfirðingar væru ef till vill ekki eins miklir búmenn og Húnvetnigar, því þeir væru búralegir og vildu vera heima og láta lítið fyrir sér fara.
Föðurtún segir frá svipuðum hugleiðnum á bls.467 sem verið er að bera saman. Umhverfi og skaphöfn og gott að spá í það áður en lagt verði í trippin. Það þýðir ekkert að far þylja upp úr Föðurtúnum, en, Svartidauði er ekki nefndur þar sem áhrifavaldur. Það lág í umælum sveitunga míns að þessi flokkur skemmtilegu og fjörugu manna hafi öðru fremur sett sig niður í Skagafirði, en öðrum héruðum og var ekki getið um rannsókn á þessari kenningar eða getgátum.
Víst er um það að nú liggur leiðin norður í Skagafjörð til móts við þá menn sem vildu helst ríða um í litklæðum á fjörugum hestum og hitta meyjar eða þannig við réttar veggin og við réttar aðstæður, enda verður nóttin ung og hið besta veður.
Um nálgun á því hvernig komist var yfir áfengi, er sér kafli. Hafa þessir tveir ólíku hópar líklega verið jafn duglegir að eignast það og væri ósvífið að fara koma með einhverjar kenningar um það. Þó veit ég að Bíla-Bergur lenti í því að vesenast eitthvað með bruggmál í báðum héruðum og var sagt frá því í útfararræðu prestsins í útför Bergs. En Bergur lenti í hinu og þessu og segir vinur hans í minnigargrein að hann hafi verið svo samviskusamur í hvívetna í þeim störfum sem honum var falið og því stundum svolítið órólegur.
Meira veit ég ekki. Gaman væri nú að vefmiðlarnir færu nú að taka sig til og velta málum fyrir sér frekar en þylja upp hver var að selja íbúðina sína og hver var að eignast barn eða þyrfti að gifta sig í útlöndum frekar en í íslenskri sveit. Sennilega væri Laufskálarétt besti kosturinn. Þá væri hægt að drekka í marga daga eins og var í gamladag og gista í hlöðum frekar en að drag húsvagna á eftir sér og lend svo í stormi undir Hafnafjalli á leiðnni heim.
Mikið lagt undir í Laufskálarétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.9.2023 | 22:24 (breytt kl. 22:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Merkilegt hverfi og fallegt að sjá á myndum en ótímabært að kveða á um það hvort byggingar og mannvirki svo sem hús, götur, skolplagnir og aðrar lagnir og tilheyrandi mannvirki og annað það sem fylgir nútímamanninum í þéttum hverfum, eins og vitaskuld öðrum hverfum þar sem svigrúm er meira rými er til að athafna sig með tækjum, verði til þess að mannvirki allskonar verði ef til vill dýrari en þörf er á. Svo er spurningin hvort þarna sé botnlaus moldarjarðvegur, þannig að það kalli á mikla efnisflutninga fram og til baka
Það er nóg landrými á Íslandi en ef til vill ekki alltaf á réttum stað. Dæmi er um það t.d., tómthús- og þurrabúðar byggð á nesi út af Hesti við Ísafjarðardjúp (Folafæti).Framangreindar byggðir eru gömul og aflögð. Hugmyndafræði þar sem fátækt bjargálna fólk til hugar og handa lifð af stopulli daglaunavinnu, höfðu smá landsafnot og til sjávarins en ekki byggingarbréf fyrir jörð en eigin húsbændur. Í greininni er mest talað um borgarlínu.
Sjálfbærni hversu víðtæk verður hún, kartöflu og gulrótarræktun,rabarbargarður,graslaukur, geitur til að fá mjólk og til að halda grasflötum á réttu vaxtarstigi? Sparar benzín á slátturtæki og veldur ekki loftlagsskaða. Verða heimagangar leyfðir og hænsnfuglar? Svona atriði koma fram hjá gömlum bónda ættaðum frá Fæti undir (Folafæti). Kiljan kallaði jörðina Fótar Fót þegar hann var að leita að hugsanlegu umhverfi sem Ólafur ljósvíkingur gæti hafa alist upp í.
Svo þegar einhver spurði um veg út á nes, þá kom svarið aldrei lagður vegur út á Folafót.
En nú er talað um þessar glimrandi samgöngu máta sem áhöld eru um hvort gangi eftir, svo það verður ekkert drasl og nóg vatn bæði heitt og kalt.Fótungar höfðu smá reka í eldinn, öflun neysluvatns gat valdið vandræðum. Þeir höfðu góð ísumið inn á Ísafirði. En Keldnabyggið er hún svo sjálbær að hægt sé að ná sér í soðið.Borgarlínan er oft nefnd í fréttinni og mikið talað um spennandi tíma. Kemur þá hrun? Spennandi tímar voru oft nefndir fyrir hrun og fólk beið spennt í hádeginu að heyra hvaða fyrir tæki erlendis og hér heima höfðu verið keypt, það voru þessir tímar. Karen Miller bissneskona og eigandi, að tískubúðum fór á hausin og missti allt, nema fegurðina og svo sá maður hana á vefmiðlunum nýverið jafn falleg og endranær og í svona spennandi og fallegum kjól og ekki þreytuleg.
Þessa spennandi andi var mikið í bönkum og væri hægt að kalla hann, Andan mikla eins og var hjá indjánum þegar maður var lítill. Þannig að menn víla ekki fyrir að hafa spennandi tíma og því bankarnir og fjármálahirslur tapa en skelurinn af óráðsíu lendir oftast á fólkinu.
Það er gleðilegt að sjá svona mikið af rishúsþökum og jafnvel besti kosturinn, þá hreinsa þökin alla úrkomu af og þau verjast ef til vill raka og myglu í húsunum.
Smáíbúðarhverfi er að minni hyggju vel lukkað hverfi. Þar byggðu menn sjálfir. Eldhúsinnréttingi ef til vill smíðaðar úr umbúðum utan af vöru og oft lengi hurðarlaust. Ágætar götur, Sogavegurinn rúmur. Þá er síðasta spurningin verður mokaður snjór eða verður borgarlínan látin duga?
Svona er framtíðarsýn Keldnalandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.9.2023 | 20:10 (breytt kl. 20:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æ,Æ,ÆÆA þeta var leiðinlegt, rannsóknarskip, strandar inni í firði í þokkalegu veðri eða kvað?
Ég var að lesa bók um Þingvelli og þar kom niður lestrinum að Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur mældi dýpi Þingvallavatns árið 1902.
Alltaf nauðsynlegt að vita dýpið þegar silgt er á sjó eða vatni. Mælingin fór þannig fram að Símon bóndi Pétursson í Vatnskoti reri báti sínum með jöfnum áratogum þvert yfir vatnið. Við hvert fertugusta áratog stakk Símon við og stöðvaði bátinn og Bjarni lóðaði Þannig tóku þeir félagar hverja þverlínuna af annari.
Sumarið 1958 mældu Vatnmælingar raforkumálastjóra nú Orkustofnun vatnið með bergmálsmæli og vélknúnum bát. Beinar línur voru teknar langs og þvers frá miðunum í landi. Hraði bátsins var óbreyttur milli endimarka hverrar línu. Jafn hraði bátsins jafngilti í raun jöfnum áratogum Símonar,
Síðan er talað um rými vatnsskálarinnar og meðal dýpi 34 m.
Nú,nú svona gerður þeir þetta félgarnir Bjarni og Símon.
Svona fóru þeir að þessu. Nú auðvitað er dýpi þekkt allt umhverfis landið og á sjókortum.
Eitt sinn var ég að sigla inn Hvalfjörð, fór, grunnt út af Þyrilsnesi og ætlaði mér inn Hvalfjörð. Konan var við mótorinn og ég sat framm í þetta var svona stór vantnabátur smíðaður á Skagströnd. Ég var eins og vingull og áttaði mig ekki á því þegar mótorinn fór að riðlast og skrölta á hryggnum sem skagaði út af nesinu og nærri búina að skemma allt dótið. Auðvita átti konan að kjöldraga mig fyrir gáleysið að fylgjast ekki með dýpinu.
Þá hugsaði ég, er ekki hægt að hafa dýptarmæli þar sem hann mælir dýpið og gerir gagn áður en fleyið lendir á skeri? Einhverskonar geisla í stefninu sem gerir við vart áður en farið tekur niðri eða lendir upp á skeri.
Nú þarf einhver að leysa þetta mál og finna upp tækni sem gerir viðvart áður en til þess kemur að strand eigi sér stað.
Það hefði verið flott ef slík tæki hefði forðað Guðrúnu Gísladóttur KE að lenda á skeri við Noreg, hér um árið og var svo dregin af skerinu og sökk þá í höndunum á Norðmönnum, sem áttuðu sig ekki á því að ef skip lendir upp á slæmu skeri þá getur komið stórt gat sem var raunin við framantalið strand í Noregi.Hræðilegt strand
Heimild Þingvallabókin, Björn Þorsteinsson bls. 57
Þett er mín skoðun.
Bjarni Sæmundsson náðist á flot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.9.2023 | 17:16 (breytt kl. 20:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Inngangur og aðdragandi að minningagreinarinnar.
Þorsteinn H. Gunnarsson skrifar:
Hér kveður Ámundi Loftsson, Sigurð Líndal og greinir frá samskiptum OKKAR bænda sem lögðumst í vörn vegna setningu búvörulaga nr.46 1985 og reglugerðarkraðaki sem þeim fylgdu, sem engin maður skildi nema þá helst Sigurður Líndal sem þó átti fullt í fangi með það. Með því að taka það að sér að aðstoða okkur þá stappaði hann stálinu í OKKUR bændurna sem stóðum höllum fæti vegna þessara breytinga á landbúnaðarkerfinu. Við héldum bæði sjálfsvirðingu okkar og baráttuþreki við slíka liðveislu.
Sigurður vann í bæjarvinnunni, var strákur í sveit á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal V-Hún., var farmaður á Dettifossi og sjómaður á síðutogaranum Hallveigu Fróðardóttur, ungur maður var hann leiðsögumaður við Kjarrá og síðar lagaprófessor við Háskóla Íslands, geri aðrir betur.
--------------------------------------------------------
Minningagrein birt í Morgunblaðinu 14. sept 2023. Hér birt nú, með leyfi Morgunblaðsins og samþykki Ámunda.
-------------------------------------------------------
Kynni okkar Sigurðar Líndals urðu á umbrotatímum í íslenskum landbúnaði á níunda áratugnum. Kvótakerfi var komið á og aðgangsharka stjórnvalda og bændasamtaka að bændum á þeim tíma raskaði svo afkomu þeirra að fljótlega var sýnt að margir þeirra yrðu frá að hverfa.
Á þessum tíma hef ég ugglaust verið meðal margra, sem veittu Sigurði athygli fyrir skýr svör og lögskýringar í ýmiskonar álitamálum sem sífellt koma upp í þjóðfélagi örra breytinga og óstöðugra stjórnmála. Skýringar hans þóttu bæði svo rökréttar og auðskildar að ekki var um þær deilt, enda var mikil virðing fyrir honum borin, jafnt sem fræðimanni og alþýðlegri jarðbundinni persónu sem laus var við allt sem kalla mæti menntaoflæti.
Þetta leiddi til þess að ég afréð eftir nokkra umhugsun að hringja í hann heim til hans til að láta á það reyna hvort hann hefði þolinmæði til að hlusta á mig rekja raunir bænda í þessum nýtilkomnu erfiðu aðstæðum og hvað mér fákunnandi ómenntuðum þætti um stjórnarfarslega og lagalega umgjörð þessara mála.
Er skemmst frá því að segja að eftir þetta símtal vorum við meira og minna í stöðugum samskiptum í
nokkur ár.
Voru þau ýmist í síma, með bréfasendingum, með samtölum heima hjá honum á Bergstaðastrætinu eða á skrifstofu hans út í Háskóla og á fundum með bændum úti á landi.
Afrakstur þessara samskipta varð svo bók hans Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands sem kom út í apríl 1992 og vakti þá verulega athygli og umtal. Þar lýsir Sigurður stjórnarháttum í
landbúnaði og hvernig þeir komu engan vegin heim og saman við ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar,
einkum um eignarrétt og atvinnufrelsi og hvernig vald til afskipta af málum bænda hafði verið framselt
til hagsmunaaðila.
Eftirminnilegur er svo fundur sem haldinn var vorið 1992 á Hrafnagili í Eyjafirði þar sem Sigurður rakti
efni bókarinnar í fyrirlestri sem tók hátt í þrjá klukkutíma. Þarna voru saman komnir nokkrir tugir bænda
víðsvegar að og mátti vart sjá nokkurn þeirra depla auga meðan á yfirferð Sigurðar á ritgerðinni stóð. Slík var athyglin sem hann fékk.
Nokkru síðar áttum við Kári Þorgrímsson í Garði fund með Sigurði í stjórnarráðinu um efni ritgerðarinnar og þaðan gengum við svo vestur í Háskóla. Á þeirri göngu sýndi Sigurður okkur á sér nokkuð óvænta og skemmtilega hlið, en þá hafði hann uppi lifandi lýsingu á sögu nær allra húsa í á þeirri leið og rak aldrei í vörðurnar.
Sigurður Líndal var fræðimaður sem greinilega lifði fyrir öflun og miðlun þekkingar. Þetta mikla verk
hans um landbúnaðarkerfið ber þess líka glöggt vitni að hann var fræðimaður fræðanna vegna en ekki til
fjár eins og of tíðkast nú á dögum.
Það er með hlýju og þakklæti sem ég kveð Sigurð Líndal og geri það óbeðinn fyrir alla þá sem ýmist áttu samskipti við hann og fylgdust með þeim verkum hans sem hér hafa verið nefnd og votta fjölskyldu og vinum hans samúð okkar.
Ámundi Loftsson
Stjórnmál og samfélag | 20.9.2023 | 21:54 (breytt 21.9.2023 kl. 19:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
SÁÁ hélt fund um alkohólisma í Háskólabíó í fyrra,að mig minnir, einhver baráttufundur eða um eitthvert málefni. Þar voru mættir Þórarinn Tyrfingsson og Kári Stefánsson með framsögu. Áttu fyrirspurnir að vera leyfðar úr sal.
Þar sem ég hef mátt þola riðuniðurskurð á rúmlega þrjú hundruð kinda fjárstofni, að vori til, daginn fyrir sumardaginn fyrsta Þá langaði mig að spyrja einnar spurningar um nýjustu rannsóknir á varnargeninu sem búið er að uppgötva. Það á að koma í veg fyrir að kindur fái riðu.
Ég hafði verið að velta fyrir mér og hafði áhuga á að fá svar við var hvort einhverjar rannsóknir væru á því hvort til væri arfgerð í fólki sem hefði svipuð áhrif á alkóhólisma, þ.e. nokkurs konar varnargen fyrir alkóhólisma.
Ég hef verið ráðunautur í búfjárækt á svæði þar sem riða hefur verið um langt árabil og hef áhuga á hvernig riða dreifir sér. Þessar nýju uppgötvanir sem vísindamenn á Keldum hafa staðfest í rannsóknum á sýnishornum af riðuveikum kindum er að arfgerðin skiptir máli. Og nú er búið að uppgötva varnargen sem veitir mótstöðu gegn veikinni ef einstaklingurinn hefur þessa arfgerð.
Þá er hægt að segja að gamlir menn hafa lengi haldið því fram að riðan væri ættgeng. Eitt dæmi hef ég um riðu þar sem riða kom upp í heimafénu en ekki á beitarhúsum þar sem stofninn var komin út af einni kind að mestu.
Dæmi er um að allur stofn einum bæ hefur verið felldur þó bóndi hafi neitað niðurskurði og krafist þessa að sannað verði að það væri riða í hans stofni. Tekin voru sýni úr allri hjörðinnni en engin riða fannst.
Á fundinum var gefin kostur á að spyrja og lagði ég ósköp meinleysislega spurningu fram, hvort þessi nýja uppgötvun á varnargenum og arfgerðum gæti átti við fólk.
Því svaraði Kári með hálfgerðum galgopahætti og sagði mér að hér væri verið fjalla um fólk en ekki skepnur sem ég vissi náttúrlega.
Þórarinn Tyrfingsson fór eitthvað að liðsinna mér og útskýra fyrir Kára eftir hverju ég væri að leita með spurningu minni. Mér fannst mínar aðstæður þarna vera þannig að ég hafi verið kveðinn í kútinn, eins og sagt er. Enn er spurt og er spurningin í gildi enn. En kúturinn hans afa er nú tómur og víðar í fjölskyldunni
Afi fór í kaupstaðinn með kútinn og kaupmaður vildi ekki fylla á hann, sennilega hefur afi ekki átt neitt inni eða kaupmanni hafi þótt hann drekka of mikið. En hann hætti að drekka áfengi upp frá þessu og var galvaskur það sem eftir lifði ævinnar og leið býsna vel.
Kanna möguleika á samstarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.9.2023 | 13:11 (breytt kl. 13:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jim Ratcliffe er verndari laxins og verður að boða hann á fundinn og spyrja hvað sé hægt að gera?
Neyðarfundur með matvælaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.9.2023 | 11:13 (breytt kl. 12:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Málþing til heiðurs Bjarna Guðmundssyni.
Í tilefni af 80 ára afmæli próf. Bjarna Guðmundssonar stóð Landbúnaðarsafn Íslands fyrir málþingi á Hvanneyri þann 31. ágúst í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.
Rektor skólans Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, verkfræðingur, setti málþingið og kynnti fyrirkomulag. Ekki var gert ráð fyrir umræðum um erindin. Í dagskrána vantaði starfsheiti frummælenda og varð skrifari að reyna að átta sig á því og tókst ekki nógu vel. Dagskráin var eftirfarandi:
1. Þegar sel var á hverri jörð - Árni Daníel Júlíusson, sérfræðingur hjá stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Akureyri
2. Kveðja frá stjórn Landbúnaðarsafns Íslands - Haraldur Benediktsson, alþingismaður og fv. formaður Bændasamtaka Íslands, Rein við Akranes
3. ... og svo kom Fergusonfélagið - Þór Marteinsson, formaður Fergusonfélagsins frá Gilá í Vatnsdal norður
4. Safnmaðurinn Bjarni á Hvanneyri - Lilja Árnadóttir, sérfræðingur á Landbúnaðarsafni
5. Hlé og kaffiveitingar að hætti Kvenfélagsins 19.júní
6. Safn og skóli. Tilurð safns innan skóla - Anna Heiða Baldursdóttir
7. Búvísindamaðurinn Bjarni Guðmundsson - Þóroddur Sveinsson
8. Safn og háskólakennsla - Sigurjón Baldur Hafsteinsson
9. Framtíðarmöguleikar - Ragnhildur Helga Jónsdóttir
10. seinna kaffihlé
1. Þá tók til máls Árni Daníel Júlíusson, starfsmaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri.
Hann leiddi þingfulltrúa um dali og fjöll. Hann skýrði tilgang seljanna, að nýta beitilandið og búsmalann til framleiðslu á fæðu. Hann sýndi dreifingu seljanna með ágætum kortum. Mætti bloggari bæta við að á Sturlungaöldinni gat það verið þjóðráð að hafa ekki allt fólk á sama stað og gott var að leynast í seljum fjær bænum. Allt var þetta vel sett fram og einkar forvitnilegt fyrir nútíma manninn.
2. Kveðja frá stjórn Landbúnaðarsafns Íslands, Haraldur Benediktsson alþingismaður, bóndi og fv. formaður Bændamtaka íslands. Haraldur birtist á skjánum í fjarfundarbúnaði með ýmis landbúnaðartæki í baksýn, ekki hægt að klikka á því. Hann lagði áherslu að nauðsyn væri að eiga svona safn og gera því til góða með áframhaldandi söfnun og varðveislu véla og muna.
3. Þá steig formaður Fergusonfélagsins á stokk. Gerði grein fyrir því hvernig félagsstofnunin hefði borið að og mikinn byr við stofnun félagsins. Hann minntist Sigurðar Skarphéðinssonar sem hjálpaði félagsmönnum mikið og hvatti. En nú er Sigurður látinn og hvað verður þá um okkur Fergusson eigendur. Sigurður var prímus mótor og kom jafnvel heim til manna að hjálpa. Formaðurinn leysti hlutverk sitt með sæmd.
4. Safnmaðurinn Bjarni á Hvanneyri- Lilja Árnadóttir Þjóðminjasafninu. Hún rakti vísindi um hver grundvöllur safna væri, menningarlegt hlutverk þeirra og hversu óeigingjart starf Bjarna hefði verið og hann alltaf í framvarðasveitinni.
5. Kaffihlé, fínar veitingar hjá kvenfélaginu og allt gekk vel og greiðlega, enda er matsalurinn í Hvanneyrarskóla vel rúmur, þannig að gömlum bændum gekk ágætlega að hafa sig að garðanum þótt þeir væru með skjálfandi hendur.
6. Snorri Hjálmarsson hetjutenór og bóndi á Syðstu-Fossum söng við undirleik Viðars Guðmundssonar sá maður er áfkastamikill tónlistarmaður í Borgarfirði og víðar, sögðu menn mér. Þá söng ung kona staðarkona sópran. Hef ekki nafn hennar. Ljómandi góður söngur og kunni að fara ekki hátt með hæðstu tóna í lágum sal. Þessum þætti kom fólki sumu á óvart hversu mikill mannauður væri á Hvanneyri og í nágrenni. Söngatriðin kynnti formaður íbúafélags Hvanneyrarstaðar Álfheiður Sverrisdóttir.
7. Búvísindamaðurinn Bjarni Guðmundsson - Þóroddur Sveinsson lektor á Hvanneyri.
Þóroddur fór með nákvæmni yfir það sem Bjarni hafði fengist við í starfi sínu. Bjarni er afkastamikill á sínu sviði, bútækni og rannsóknum og hefur búið við þær aðstæður að vera á vinnustað þar sem menn sitja ekki með hendur í skauti og umhverfið er hvetjandi með ungt fólk allt í kringum sig, það er galdurinn. Flest ef ekki allt sem hann hefur látið frá sér fara er nytsamlegt. Þegar skrifari var í búskap, þá var nú ekki leiðinlegt að horfa og rýna í athuganir hans um samfellda þurrkdaga,en vitneskja sú var dregin út frá veðurstofu gögnum. Þar var það helst að það var dýrmætt að átta sig á því að sennilega yrði þurrkur í 2 og 1/2 sólarhring. Þetta var svo sett upp þannig að í hve mörgu tilfellum væri hægt að búast við samfelldum þurkdögum. Aðal málið var náttúrlega að slá í byrjun mátulega mikið svo maður réði við verkefnið, rifjaði á réttum tíma og helst strax, að fylgdist með skýjafari og hvort hann væri að koma með einhverja vætu og vera þá fljótur að setja í garða og vera sloppin með dæmið áður en hann færi að væta. Heyið komið í garða okey. Bara bíða eftir næsta þurrkskeiði og dreyfa görðunum og vera í startstöðu með að böðla heyinu saman á sem fljótvirkasta hátt og allt gekk þetta í nafni Bjarna frá Kirkjubóli. Þessar upplýsingar voru, að mig minnir, í handbók bænda sem alltaf var við hendina.
8. Safn og háskólakennsla -Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Nú má segja að heilinn hafi verið orðinn fullur af efni og örðugt að bæta við og mál tekin að verða flókin, en Sigurjón greindi frá hvernig mætti nota söfn við háskólakennslu og fór ýtarlega yfir það og taldi hann möguleikana mikla og öll söfn væru nauðsynleg við kennslu.
9. Framtíðarmöguleikar. Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri.
Ragnheiður fór yfir efnið og taldi að safnið stæði vel að vígi, hvað varðaði rými, nefndi þar hlöðuloft og land og umhverfi við þá byggingu og yrði sá þáttur að hafa sinn tíma og marka skipulag og setja í skorður og fjármagn til hlutanna. Styrkja þyrfti hlöðuloftið og gera það aðgengilegt og var hún einkar bjartsýn að framtíðar möguleikarnir væru miklir.
10. Seinna kaffi og saungur
Niðurlagsorð: Á það er að lýta að þetta efni er hér skrifða eftir minni. Eina sem stuðst var við er auglýsing í Bændablaðinu.
Engir úrdrættir eða upplýsingar um flytjendur voru lagar fram á málþinginu, en kynntar í upphafi þingsins. Fyrst of fremst gerir bloggari þetta til að halda á lofti nafni skólans og staðarins sem okkur Hvanneyringum er kær.Spurt var um það um miðbik þingsins hvað væru margir Hvanneyringar staddir þarni og einhver lifandis óskapar fjöldi rétti upp hendi? En þarna var nokkur hópur sem hafði áhuga á safna málum. Allavega sá ég Sigrúnu Magnúsdóttur sem hefur menntun í þessum fræðum og hefur veitt Sjóminjasafninu forstöðu. Ekki sá maður neina fjölmiðla á kreiki til að afla efnis, væntanlega lætur skólinn eitthvað frá sér fara. Salurinn var þéttsetinn.
En þetta var mjög öflugt málþing og svo sannarlega er Bjarni Guðmundsson vel að því kominn, enda er hann þrælmagnaður vísindamaður og til hamingju með 80 ára afmælið Bjarni minn. Það sem Bjarni lumar á, er söngurinn og að draga gítarinn fram og vera kominn á fleygi ferð áður en maður veit hvað á að syngja.
Samvinna þeirra Snorra Hjálmarssonar á Hvanneyrarhátíðinn í kirkjunni sumar kom vel út og samskipti þeirra félaga sem voru svona skemmtileg, skot um láð og steina eins og kemur fram í textanum um Litlu-fluguna, lag eftir Sigfús Halldórsson, texti eftir búfræðinginn Sigurð Ástráð Elíasson og búfræðikandidat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn mjög fjölhæfut maður.
Stjórnmál og samfélag | 1.9.2023 | 17:56 (breytt kl. 18:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 26
- Sl. sólarhring: 477
- Sl. viku: 1284
- Frá upphafi: 570590
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 1141
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar