Það er nú margt sem hefur gengið á í Grindavík og kemur ekki á óvart að þeir efni til eins snaggaralegs fundar og ræði málin.
Sá í frétt einhversstaðar að það væri einstætt að heilt sveitarfélag lenti svona í fanginu á obinberum aðilum sveit og ríki.
Það hefur gerst áður og það að ég segi það hér er ekki sett fram til þess að bauna á Grindvíkinga. Aðstæður eru nú allt aðrar en hér í gamladaga, en rétt er að halda því til haga að áður hafa heilu sveitir farið í eyði og fólk tekið poka sinn og sæng og leitt búsmalan í bandi í burt.
Kiljan segir frá því einhversstaðar í texta þegar hann sá einn Vesturfara á leið til skips og með sængina undir hendinni og spurði sjálfan sig, haaa, ætli það séu ekki til sængur í Ameríku. En auðvitað hefur sængin verið dúnsæng og ekki hlaupið að því í Ameríku að kaupa slíkan dýrgrip.
Þannig fór Laxárdalur nyrðri í eyði og yfirgaf fólk jarðir sínar. Ef til vill að sumir hafi geta selt jörð sem upprekstrarfélag og hreppurinn keyptu.
Þannig hefur það alltaf verið á Íslandi að hinn stóri gleypir þann smáa.
Á Hornströndum sammæltist fólkið eitt haustið þegar fáir voru eftir og yfirgáfu allt sitt nema ef til vill bát sinn og veiðarfæri. Þeir fóru allir saman.
Einn vinur minn grandvar í orðum og átti sögu afa síns til að minnast á búskaparlok og aðstæður fólks. Á Hornströndum skildu þeir matarafganga eftir á diskunum og vöskuð ekki upp. Það voru ef til vill einhverjar matarbirgðir sem hafa getað nýst fólkii sem lenti ef til vill í illviðri eða sjóslysi.
Vonandi lenda Grindvíkingar ekki í því að missa ær sínar frá sér á sauðburði, því það getur orðið varasamt á missa unglömb í holur, það er málið.
Svo þarf að koma dráttarvélasafninu á góðan stað svo hægt verði að sýna komandi kynslóðum margar tegundir af dráttarvélum og einu mega þeir ekki gleyma, að reisa Sigvalda Kaldalóns minnisvarað.
Grindvíkingar eignuðust nefnilega 1 st. karlakór eins og önnur menningarpláss. Orðstír hans verður eftir, þ.e Sigvalda og kórsins.
Rúmenskir naglar komu til hjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.2.2024 | 21:36 (breytt 21.2.2024 kl. 08:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í sjónvarpsfréttum í gærkveldi 12/2 var sagt frá erfiðleikum á Suðurnesjum með húshitin, en þeir misstu heitavatnið frá sér eins og kunnugt og hafa verið að dóla sér í ullarteppum eins og indjánar til að halda líkamshita. Einn viðmælandinn tjáði sig um hitun torfbæja hér áður fyrr og leiddi af því líkur að kalt hafi sennilega verið oft hjá fólki.
Nú hefur skrifari átt heima í torfbæ 2-3 ár í bernsku sinni og dvalið í torfbæ allavega 2 vetur og þekkir nokkuð vel hvernig fólk komst af við þessar aðstæður og vill nú lýsa því lítillega:
Eldsneyti:
Þegar ég var að alast upp var þurrkað sauðatað aðal hitagjafi. Voru fáeinir rúmmetrar til að hausti til brúkunar yfir veturninn en kol notað til upphitunar aukalega þegar við átti, en kol voru dýr.Taðið var auka búsafurð sauðfjárbúskaparins. Í eldhúsi var kolaeldavél. Í frambæ var kalt vegna óþéttleika húsakynnanna og mikils umgangs.
Kolaeldavél sem notað kol, úr kaupstað var notuð. Hún hitaði vel sitt svæði og var ágæt til eldunar. Reynt var að fela glóðina yfir nóttina með því að breiða óþurrkað sauðatað yfir glóðina, var það ráðstöfun sem ekki tókst alltaf í elhúsi og var alltaf kalt nema yfir blá daginn á því svæði og óvíst um hvort lifði í glóðinni yfir nóttina.
Mór er þekktur hitagjafi og voru aflagðar mógrafir upp undir háls efst upp á syðrihluta jarðarinnar.
Móðir mín Aðalheiður Magnúsdóttir sem bjó og átti Lágafelli í Grindavík lýsir í minningargrein um Guðbjörgu Ágústdóttur húsmóður á Syðri- Löngumýri aðstæðum þannig. Að út um allt eldhús hafi vatn frosið um nætur. Minningargreinina er hægt að finna á tímarit.is.
Mín endurminning, þó hún sé ekki alveg rétt, sennilega, að það hafi verið þokkalegur hiti í baðastofu, hjónaherbergi og öðru íveru herbergi í því burstahúsi sem hýsti þessar vistaverur um nætur og venjulegri viðveru seinnipart dags. Þessar vistarverur voru hitaðar með sauðataði og eftir atvikum kolum og var sama aðferð viðhöfð og í eldhúsi. Hitunartækið var Camína eða stór ofn með reykháfi. Sama í vesturhúsi. Baðstofan naut svo góðs af hitanum sem strompsrörunum sitthvoru megin á endum baðstofu gáfu frá sér
Ég minnist ekki þessa að í baðstofu þar sem við Ágúst faðir Guðbjarga sváfum hafi hiti verið við frostmark, en baðstofuhiti var seinnipart dags og fram að háttatíma að vetri til. Þröngt loftop sem trekti, var á risi baðstofunni en ekki hinum herbergjum sem nefnd hafa verið. Engin opnanlegur gluggi var í bænum, en súgur frá göngum og minna og óþéttari hlutum bæjarins hefur sennilega dugað til loftræstingar og flytja nóg súrefni í systa burstarhúsin.
Auðvitað hefur einhver tíman veri kalt, en fólk var í prjónanærfötum bol og síðum nærbuxum ullarsokkum og ullar peysum.
Svínavatnshreppur var útaf fyrir sig nokku sérstakur menningarheimur, ef svo má segja og vildi fólk sjá nýja tíma raungerast til betra lífs. Þar spratt upp fyrsta búnaðarfélagið í landinu og átti í raun upptakkt sinn í baðstofunni á Syðri-Löngumýri, þar sem nokkrir bændur komu saman og höfðu sammælst um að drífa í stofnun félags og endaði það í bandalagi með Bólhlíðingum, Hlíðhreppingum hvort sem notað var.
Sigurgeir Hannesson bóndi í Stekkjardal þá forseti félagsins segir frá stofnun félagsins í Húnaþingi 2 og telur að það hafi veri stofnað 1842 þar sem nokkrir menn úr Svínavatns og Bólstaðrhlíðarhreppum komu saman og stofnuðu Jarðabótarfélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðar hrepps. Voru hugsjónir þessara manna all brattar og vildu þeir leggja á ráðinum að gera vatnsveitur, matjurtagarða, girða og slétta tún.
Kúmen og rabarbari (tröllasúra) uxu í garði fyrir sunnan bæinn í miklu skjóli og þar vor kartöflur settar niður og í sandjarðvegi niður við Blöndu.
Minnist ég þess að á Syðri-Löngumýri var haganlega hlaðinn brunnur milli fjós og bæjar sem aldrei þraut vatn í, var hann mikil trygging að nóg vatn væri þegar vatn þraut í læk þeim sem vatnspípa lá í. Stundum var vatn sótt að Syðri-Löngumýri handa 20 kúabúi sem Björn Pálsson á Ytri-Löngumýri átti.
Fjalla ég ekki meir um framfaramál á sveitinni en vildi með góðum hug upplýsa Suðurnesjamenn um hitunarmál og vatnsbúskap fyrri á árum og hve fallegt þetta var, sjálfbært og öruggt, miðað við þessar hörmungar sem Suðurnesjamenn eru að upplifa.
Í sveitinn var allgott bókasafn og kvennfélag var starfandi í sveitinni og man ég að það hafði forgöngu um að kaupa prjónavélar sem mátti nota til framleiðslu í efni fyrir nærföt úr ull, að sauma úr og gengu vélarnar um sveitina.
Einu er ekki hægt að gleyma að heima var vindmylla með turni. Nokkurt mannvirki en aflög og löskuð og í vanhirðu. Þess má geta að að víða voru slíkar vindmyllur uppistandandi. Dróg ég þá ályktun að þar hafi hugsanlega verið eitthvert félagslegt átak í gangi. Þetta var víð í sveiturm en flestar óvirkar.
Vatnsaflstöð var á Grundarbæjunum alltaf í lagi og í notkun. Byggðu þeir bræður Guðmundur og Þórðu Þorsteinssynir þá virkjun.
Massey Ferguson sá er prýðir þessa bloggsíðu er úr búi Þórðar, enda er hann minn maður og barðist fyrir framförum sem sýslunefndarmaður. Er vélin góð áminning um að hægt er að nota tæki þó þau sé orðin gömul ef vel er farið með hlutina.
Eina sögu sagði Þórður mér frá baráttu sinni í sýslunefnd í lagningu vegar í Svínadal. Sýslunefnd samþykkti fjárframlag til að leggja veg framm í Svínadal. Hafist var handa um að leggja veginn og þraut brátt fjármagn í vegagerðina. Var þá fundað um hvað væri hægt að gera. Þórður var alveg klár á því hvernig þetta gæti gengið. Hafa vegin ekki svona breiðan þá förum við lengra með hann. Var þetta gert. Við akstur og heflun breikkaði vegurinn smásaman og lækkaði vitaskuld en kom ekki að sök.
Þessi saga segir okkur að stundum getur verið gott að vera fljótur og úrræða góður, svo mál þokist áfram.
Stjórnmál og samfélag | 13.2.2024 | 20:56 (breytt 15.2.2024 kl. 21:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru engin venjuleg veður sem geta verið þarna við Færeyjar og ekki er ég hissa að sjá fréttir af skipskaða þar á Þorra. Það hefur mikið gengið á þarna miðað við lýsingar og sorglegt slys. Ómögulegt er að gera sér grein hvernig þetta hefur borið að og ástæður þess að skipið sekkur svona skyndilega. Ósjálfrátt hugsar maður um Drangajökulsslyið í Pentlinum hér fyrr, um mitt sumar, en þar sökk skipið á 20 mínútum eftir að hafa lagst á hliðina. Það var m.a. með 12 Massey Ferguson dráttarvélar á dekki og hefur verið sárt að vita af þeim týndum í sjónum um hásumar og bændur með væntingar að fá þessa kjörgrip í heyskapinn. Mannbjörg var.
Best er að vera ekkert að hugsa um af hvað ástæðum skipið hefur farist það kemur í ljós þegar kunnugir fara að leiða hugan að þessu sviplega slysi. Margt er kunnuglegt með Drangajökulsslysinu. Fólki bjarað með snarræði skipið komið á hliðina, allir í björgunarbátum nema skipstjórinn og 1. stýrimaður sem stungu sér í sjóinn af síðunni og var bjargað. Skoskur togari frá Aberdeen bjargaði áhöfninni. En þegar togarinn nálgaðist slysstaðinn ,kom hik á fólki, hvað nú drengir, en við áttum í þorskastríði við Breta. Áhöfnin á togaranum, voru nóbelmenn sem lögðu allt í sölurnar að bjarga Íslendingunum og hátta þá niður í koju og ekkert fjas um illindi út af þorkstríðinu, skárra væri það nú.
Skrifari var messagutti á M/S Öskjunni sumarið ´63 sennilega höfum við verið við Færeyjar í júlí. Svo þegar við komum upp að eyjunum í alveg snarbrjáluði veðri, norðan rok, strengur sem var með endalaust stór brot og ágjöf, þannig að við voru á sama stað í uppundir hálfan sólarhring og skipið komst ekkert áfram. Skipstórinn Atli og allir yfirmenn voru stöðugt að gæta að brotum með skipstjóranum sem reyndar var lasinn, en stóð sig með mikilli prýði. Stöðugt var verið að slá af vélinni þegar brotin ryðu yfir skipið og haga siglingunni þannig að skipið héldist ofansjávar. Brotin voru þvílík að skipið nötraði stafnanna á millii, en þá skipti miklu máli að slá af á réttu augnabliki og svo aftur sett á ferð þegar skipið var búið að þurrka sig. Menn gátu treyst því að vel var búið um lúgurnar með gömlum hætti segl og langjárn stýfur og ská kubbar barðir inn í þar til gerða festingu. Þarn börðumst við við Ægir konung í hálfan sólarhring., Þannig að það kemur mér ekkert á óvart að skip hafi verið að fara niður þarna, ég gef mér það, þó það sé ágiskun að við voru vestanmegin við eyjarnar. 'Eg þekki ekkert aðstæður þarna, enda kúasmalin norðan af Norður-Íslandi. Það hefur sem betur fer fækkað sjóslysum. Skip orðin öflugri með véarafl og styrkleika.
Nú verður eitthvað leitað og á morgun kemur þetta allt í ljós. Ég sendi vinum okkar og frændum í Færeyjum samúð út af þessari harmafregn samúð að týna skipi og vonandi að sem flestir ná sér.Það að missa aðstanda í sjóslysi getur teki 50 ár að vinna úr sorginni, það er mín reynsla, en í okkar tilfelli í fjölskyldunni voru engin áfallateymi eða sálfræðingar til, hver varð að duga sjálfum sér
Amma konu minnar kom frá Klakksvík í Færeyjum og hitti strák frá austfjörðum á Íslandi og úr varð hjónaband. Þrándur í Götu er í uppáhaldi hjá mér og allir þeir sem standa í götu að óþörfu.
Tveggja saknað eftir sjóslys í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.2.2024 | 19:13 (breytt 8.2.2024 kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef alltaf haldið það að utanríkisráðherra hver sem hann er nú á hverjum tíma ætti að bera mál undir utanríkismálanefnd sem væru mikilvæg.
Það hefði nú verið snyrtilegra að kalla Björgu Thorarinsen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem hefur skrifað lærða grein um Stjórnarskrána og meðferð utanríkismála, heldur en að kalla Birgi Þórarinsson guðfræðing og stjórnmálamann á Alþingi sem fékk að tala miklu meira en læknirinn sem þekkir til ástandsins á Gasa og hvernig málum er þar háttað. Birgir hefur að vísu einhverja þekkingu á þessum málum og svo hefur hann guðfræðina aukreitis og gæti þá skilið alla skelfinguna sem grasserar þarna í skjóli andskotans.
Auðvitað verður að rannsaka þessar ásakanir á starfsmenn Hinna Sameinuðu þjóða. Spurningin er hvort svona afgerandi mál komi upp nú við úrskurð stríðsglæpadómsdólsins, sé til þess að dempa umræðu um þjóðarmorð og manndráp á Gasa og spilla fyrir hugsanlegu vopnahléi. Ekki á að trúa öllu, frekar að trúa á hið góða. Hér er samsteypustjórn við völd og því ber að fara varlega og með umhyggju fyrir öllum hlutaðeigendum.
Frysta greiðslur til UNRWA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.1.2024 | 22:03 (breytt kl. 22:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef fylgst með umræðum um um alla atburðarrás í Grindavík.
Mér sýnist að komið sé upp samkomulag um að ríkið ætli að styðja Grindvíkinga og það er gott. Ef það gerist ekki með sæmilegri reisn af hálfu ríkisins, má búast við að Grindvíkingar grípi til sérframboðs á einhverjum tímapunkti. Málið er ofur viðkvæmt. Jafnvel hundar urra sé það nefnt í návist þeirra.
Komið hefur fram að hugmynd ríkisins sé að nálgast málið á þann veg að eigendur fasteigna nái að fá eigið fé greitt til sín, en ríkið beri ábyrgð á skuldum og áföllnum gjöldum væntanlega.
Ummæli Þorgeirs Hávarðssonar eru fræg þegar hann var einhversstða á mótsstað og hjó mann og var spurður af hverju hann hefði hoggið? Nú hann lá svo vel við höggi, en það þurfti bara að láta sverðir detta á hálsinn. Við skulum vona að fjármálaráðherra og hans félagar lendi aldrei í þeirri stöðu sem þeir gætu lent í við að fixa þessi mál.
Það er svolítill miskilningur í gangi hjá sumum ráðamönnum að þetta kalli á mikil útgjöld af hendi ríkisins.
Ef ríkið tekur við áhvílandi skuldum þá færast þær skuldir á ríkið í einhverju formi, þannig að að þarf ekki að svo komnu málið að útvega ríkisjóði strax nýtt fjármagn. Svo þróast þetta skuldamál eins og meðhöndlun á skuldum er. Skuldirnar vera áfram á eignunum og lúta þeirri stjórn um greiðslur sem skuldabréfin kveða á um sé ekki samið um annað. Þannig skil ég málið,að fjármálaráðherra þarf ekkert að vorkenna ríkisjóði, eða kalla eftir enhverjum skatti. Þessu verður mjatlað inn á fjárlög hverju sinni eins og skuldabréfin kveða um. Mér sýnist að fjármálaráðherra standi sig vel í þessu máli. Held að óhætt sé að segja það.
Það verður að fylgjast vel með þeim sem möndla með þessi mál í stjórnkerfinu, því að þar geta ýmsir hlutir gerst og hef ég reynslu af því að standa í samningum við ríkið þar sem brotið hafði verið á mér að mati góðra lögfræðinga. Svo þegar ég fer að kalla eftir samningunum, þá var búið að rita þá, en verðið á eigninni sem dómkvaddir matsmenn voru búnir að skrifa upp á og samkomulag var komið á að minni hálfu og ráherra að þá var búið að lækka upphæðina sem samkomulag var komið um.
Svo að lokum til ítrekunar að þá er alveg ástæðulaust fyrir stjórnmálmenn að vera að masa um að þessa Grindavíkurgjörð eigi að hafa einhver áhrif að aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga nú um stundir eins og heyrst hefur í hornum. Það er allt önnur Ella og er ég hræddur um að Sólveig Anna formaður Eflingar verð ekki kát með villuskref á þeim vettvangi.
Kompásinn er á þessum málum og radarinn snýst og snýst, Það er lóðið.
Matið gerir ráð fyrir 25 milljarða tjóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.1.2024 | 17:20 (breytt kl. 20:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mágkona mín í Grindavík sagði mér að hún hafi farið að skoða húsið sitt sem er að sjá óskemmt, en ég vogaði mér ekki að fara úti garð Steini.
Það var viturlegt.
Það væri nú gott til umhugsunar að fá umsögn einhvers verkfræðings eða gatnagerðarmanna/ vegavinnumanna, um það hvað gerist, við að nota loftþjöppuvél á ósignum. jarðveg.
Í rauninni þyrfti að fara í að gera raunhæft mat á því hvar í Grindavík séu jarðvegsigstaðir og kortleggja svæðið, auglýsa það og hafa slík kort uppi á sem flestum stöðum.
Þessar aðstæður eru ömurlegar fyrir bæjarbúa og því augljóslega hættulegt að vera einn á ferðinni. Maður talar nú ekki um ferðalög í náttmyrkri.
Hvaða gerist með vatn sem gæti verið hingað og þangað undir Grindavík, étur það sig ekki upp í lausan jarðveg? Það eru augljóslega helst að jarðfræðingar gætu helst svarað slíkum spurningum.
Til eru aðferðir sem Orkustofnun hefur þróað til að leita að heitu vatni Þar hafa komið að verki færustu vísindamenn okkar. Þetta eru einhverskonar viðnámsmælingar og hafa verið þróaðar um langan tíma. Væri hægt að notast við eitthvað slíkt?
Það er engum greiði gerður að þetta flókna ástand sé ekki rætt til niðurstöðu. Þess vegna leyfi ég mér að fjalla um ástandið þó það sé viðkæmt að ræða það. Það er betra að vita hlutina en vita þá ekki.
Oft hafa göngumenn til fjalla þurft að fara yfir gil þar sem lækur rennur undir. Oft eru yfir slíkum giljum snjóbrýr og varasamt að fara yfir þær nema með ýtrustu varúð. Þær geta fyrirvaralaust hrunið við hinn minnsta titring eða þung.
Amen eftir efninu.
Veit í raun enginn hvað gerist inni á þessu svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.1.2024 | 20:19 (breytt kl. 20:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sko það er erfitt að vera ráðherra, alltaf verið að spyrja út í hvernig lögin virki og tilhvers er þetta allt saman.
Nú er komin aldeilis ný lögfræði. Gömul og úrsér gengin lög eru ekki í gildi. Þetta flækist rosalega fyrir lögfræðingum og til þess er leikurinn gerður. Þeir eru líka alltaf með einhvert tuð, benda út og suður og jafnvel upp í Hvalfjörð.
Stjórnarskráin er gömul að stofni til. Er ekki styttan af Kristjáni X fyrir framan stjórnarráðið þar sem hann er með stjórnaskrána sem hann afhenti okkur hér í den?
Nú eru forsetakosningar framundan og Guðni forseti búin að tilkynna að hann verði ekki í framboði og segir upp.
Í félagskerfi okkar er víða kosnir varaformenn, en ekki í æðsta félaginu, þjófélaginu. Það er gamalt klækjabragð að hafa það svoleiðis. Hvernig hefði þetta litið út ef varaforseti væri til. Nú hrúgast Pétur og Páll í forsetaframboð og allt opið. Orðið kraðak af persónum sem eru ágætar á sinn hátt . En ef varaforseti væri til, þá væri alvega lokað fyrir öll framboð til forseta Íslands með þeim hætti sem Guðni ber á borð, bara fara og fjöðlmiðlar gefa í skin að hann ætli að byggja forsetahöll. Er þetta eins og með Ólaf Ragnar, hann kemur bara aftur þ.e.a.s. Guðni?
Nú ætti Svandís að leika eitt öskugrátt afbrigði í allri stjórnarmálasögu okkar. Taka styttuna af Kristjáni X niður og láta setja styttu af sér í staðinn gefa út tilkynningu undir merki stjórnarráðsins sem í stæð, Nú er ég í framboði til varaforseta Lýðveldisins Ísland. Það gæti hún alveg sagt.
Það yrðu allir ringlaðir og gætu ekki hrakið þetta, Það kæmi svo mikið fát á alla.
Svo gæti Svandís gert aðra glennu. Láta taka gömlu dönsku krúnuna niður af Alþingishúsinu og setja hana á Þjóðmynjasafnið og setja skjaldarmerki okkar upp. Þá myndi engin hreyfa sig, Íslendingar yrðu svo glaðir og kjósa Svandísi.
Svo gæti hún tekið stólinn með sér og sett hann í Góða hirðinn þá myndi nú vera fjör í Hallarmúlanum og á þingi. Það yrði sama fjörið og við Kristnitökuna.
Ljóst að málið muni hafa pólitískar afleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.1.2024 | 21:33 (breytt 6.1.2024 kl. 17:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér fannst þetta gott skaup. Mikið grín og alltaf eitthvað að gerast. Held að þetta sé í fyrsta sinn sem reynt er að mynda ríkistjórn í beinni eins og ég upplifði atriði þegar Katrín var við stýrið. Ók hún út í skurð, eða hvernig fór þetta? Já, hún hefur sent Bjarna í gegn um Gíbraltarsund og hefur sennilega látið setja hann í land í olíubæ í Spönsku Marokko sem heitir Ceuta og látið hann dóla sér á Gasaströndina, hann er jú utanríkisráðherra. Frekar hafa ríkistjórnir sprungið í beinni. En Katrín er oft svo heppin, eitthvert glópalán yfir henni að lenda svona í skaupinu.
Þetta segja Íslendingar um skaupið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.1.2024 | 02:07 (breytt kl. 18:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er svo sannarlega ánægjulegt að gerðar verða ráðstafanir eins og gert hefu verið í þeim sveitarfélögum sem mátt hafa að búa við náttúruhamfari, en gerðir hafa verið ráðstafanir til að verja byggðarlögin með varnargörðum.
Þessi aðgerð gerir það að verkum að fasteignum verður vonandi ekki drekkt í hrauni og fólk verður öruggara með að búa á svæðinu. Jarðskjálfta verða flestir Íslendingar að þola jafnt en misjafnt eftir landsvæðum eins og kunnugt er.
Við verðum alltaf að vera viðbúin einhverskonar náttúruvá eftir því hvar við erum stödd.
Það besta við þessa aðgerð er að burt er tekin sá þáttur málsins sem var mest óvissa er um þ.e. þróun fasteignaverð vegna þessara atburða sem en nú hefur verið burtu tekin af djúpvitrum landsfeðrum og konum.
Vonandi verða þeir aðilar sem sífellt eru að gera skoðanakannanir fari ekki að hamast á þessu máli í því skyni að finna út eitthvert verð í Grindavík heldur að leyfa þessu málið að jafna sig, eins og gert er gjarnan þegar sjóslys verður að þá er ekki farið að nefna þá sem farist hafa fyrr en kyrrð er komið á málið og allir aðstandendur búnir að fá upplýsingar um atburðinn.
Svo er ef til vill hægt að hækka garðan ef hraun leggst að görðunum þegar hraunið hefur kólnað.
Ég þekkti einn bónda sem vildi selja jörð sína. Hún var alltaf í hærri kantinum þegar sólskin var mikið.
Tímabært í ljósi síðustu atburða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.12.2023 | 19:28 (breytt kl. 19:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er við margskonar aðstæður sem ég hef haldið jól. Oft í ferðatöskum eða þannig á einhverju flandri. Ég hef verið einu sinni á jólum með báðum foreldrum, vegna aðstæðna þeirra, þau voru ágæt og allt í hinni súper reglu.
Oftast hef ég verið með ferðatöskuna mína með mér og helsta klæðnað sem átt hefur við. Mörgum sinnum hjá systrum mínum og fengið að njóta nálægðar frændfólks míns, sem ég þakka svo sannarlega.
Bernskujól í sveit
Ég er alinn upp í torfbæ - burstabæ - sem var allur viðarklæddur að innan. Hann var ekki stór en notalegur og þar bjó bjargálna fólk. Jólin voru sérstakur tími.
Á aðfangadag kláruðu piltarnir gegningarnar á fyrra fallinu. Fjárhús voru birgð svo sem kostur var til að ekki fennti inn og dýrunum liði vel. Það var farið snemma í fjósið og ekki örgrannt um að kúm væri frekar hyglað með meiri töðugjöf og mingrað mjólkurdreitli í kálfinn. Við það var miðað að vera kominn inn fyrir útvarpsmessu kl 18 þegar heilagt var orðið.
Mikill hangikjötsilmur var í bænum og þegar farið var að líða að því allra heilagasta voru ljós tendruð, olíulampar, olíulugtir og kerti og sett inn í hvern króka og kima og var þetta allt saman mjög hátíðlegt.
Ég lenti í miklu taugastríði fyrstu jólin mín í sveit árið 1954 þá 8 ára gamall. Átti von á jólapökkum frá fjölskyldu minni, en á Þorláksmessu hafði engin pakki borist í hús og færð farin að þyngjast í sveitinni.
Ekki var laust við að ég væri kominn með skeifu og væri farinn að beygja af og orðinn heldur hnípinn. Fóstra mín taldi í mig kjark og fullvissaði mig að gjafirnar rötuðu á leiðarenda.
Á Þorláksmessukvöld, seint, kom mjólkurbíllinn en bílstjórinn átti heima í næsta hrepp, Bóas Magnússon blessuð sé minning hans og kom hann með alla jólapakkana.
Ég varð glaður og átti góð jól í 94 ára gömlum burstabæ að Syðri-Löngumýri.
Jólaferðalag norður í Miðfjörð og Blöndudal 1964
En alltaf var ferðataskan ekki langt undan eða Volkswagen í nóvember 1964. Þá var farið í fyrstu langferðina á þeim bíl. Þrír farþegar voru í bílnum, tveir karlar aftur í með pela og svo stúlka sem var að fara í jólafrí til foreldra.
Hún var alltaf að sífra í mér að fá að keyra. Ég var nú ekkert spenntur fyrir því. Við skiptum þegar komið var í Andakílinn og þar tók hún við og ók ágætlega þangað til við komum að Hvítárbrú og leist henni ekkert að aka yfir svona háa brú en það gekk. En þegar yfir var komið, þá sagði hún mér í texta síðar að helst hélt hún að bíllinn færi á bergið en þar er 90 gráðu beygja og bíllinn myndi breytast í harmonikku. Þannig var hún búin að hugsa þetta atriði, enda var hún að læra leiklist og hefur verið hugmyndarík hvernig svona atriði yrði best til endursagnar. Það gerðist ekki en bíllinn lenti á snjóruðningi og stoppaði þar og mærin skalf og nötraði við þetta sjokk, en náði sér fljótt. Hjólhlíf hafði losnað og tók ég hana bara af og setti hana í skottið og tók við akstrinum og gekk greiðlega þar til komið var að Fornahvammi og farið að snjóa og var kominn nokkur snjór í lausamjöll. Yfir heiðina fórum við og komumst í Miðfjörðinn hindrunarlaust. Þar átti annar félagi minn heima og þyngdist heldur færðin og lækkaði í pelanum. En heim komst strákurinn og við héldum áfram. Það sem bjargaði var að bíllinn var á keðjum og með mótorinn í að aftan þannig að hann dreif mjög vel enda var snjórinn púðursnjór, en það mátti ekki miklu muna.
Ferðin gekk vel þegar á veg 1 var komið og hægt að aka keðjulaust og var nú hægt að aka hindrunarlaust, því búið var að skafa.
Þegar í Þingið var komið var mærinni komið heim og hún byrgð upp með Makkintoshi og sagði hún mér að annað eins ílát hefði aldrei komið á svæðið. Því gat ég svo sem trúað, drakk kaffi með félaga mínum, en farið var að skafa og ótryggt að drolla. Vel gekk ferðin í Blöndudalinn þangað sem ferðinni var heitið til að halda jól sem alltaf var gaman, með hangikjötsilminn sem var svo sterkur á þessari árstíð því mikið var reykt á sveitaheimilum.
Jólafríið gekk mest út á það að berjast við hrúta og koma þeim í ærnar og gera við skilrúm í hrútakofa en þar var allt brotið og bramlað eftir hrútana. Fínt að komast í sveitina og finna þessa samheldni sem finnst sterkt þegar heim er komið.
Jól í Grindavík
Móðir mín, Aðalheiður Magnúsdóttir, bjó í Grindavík um skeið í stóru húsi sem heitir Lágafell. Maður hennar hét Magnús Helgi Helgason, oft sjómaður. Þau eru bæði látin, en mamma hélt alltaf stóra veislu á jóladag og þangað komu allir sem vettlingi gátu valdið. Þetta voru fínar veislur og mikið skrafað um það sem var efst á baugi. Nokkuð var rætt um refa- og rjúpnaveiðar, en Magnús var félagi Hinriks í Merkinesi og báðir með betri skyttum á landinu.
Um sex leitið fór fólk að tygja sig til heimferðar. Framundan var að snúa á Stapa drauginn og borga vegagjaldið, sem þá var búið að koma því á.
Jól á sjó
Skipaútgerð ríkisins, notaðist við leiguskip á Ströndina þegar hún var að gefa upp öndina. Um 1968 var hún með danskt leiguskip sem hélt úti áætlun á Ströndina. Mágur minn var þar innanbúðarmaður og bað mig að taka einn túr yfir jólin sem ég og gerði.
Það var eftirminnilegt. Sérstaklega hlökkuðu skipverjar til að gera vel við sig af jólamatnum. Bæði á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld var byrjað á staupi af Gammeldansk eða ákavíti. Þessar veislur voru á danska vísu, forréttur, aðalréttur og eftirréttur. Bjór var drukkinn með matnum, nema þeir sem voru með vakt á stjórnpalli. Það var soldið fjör í þeim dönsku og mikið sungið eftir kvöldverðina. Mjög gaman. Um áramótin vorum við svo heppnir að vera á Sauðárkróki og komumst á áramótadansleik. En lítið gat maður dansað, því píurnar voru eiginlega allar með kærastanum og þeir dönsku sem áttu einhver einkennisföt með strípum og merkingum voru mjög eftirsóttir. Þannig að við óbreyttir á dekkinu vorum frekar afskiptir og framlágir. Svo endaði ballið með rakettusýningu, sem töluvert var sett í og þar hjálpuðu skip sem voru í höfn með skiparakettum, sem var vinsælt. En samt ágætis skemmtun og nógur bjór fyrir þá sem notuðu hann.
Fjósamaður á Hvanneyri jól og áramót 1965-66
Fjósamann vantaði á Hvanneyri yfir jólin 1965 en fjósameistarinn bjó á Hvanneyri, þannig að ég tók að mér að vinna yfir jól og áramót, en ég var á Bændaskólanum á Hvanneyri sem vetrungur í bændadeildinni. Þarna gafst manni tækifæri að skemmta sér með Borgfirðingum. Vinur minn, Þráinn Elíasson, var yfir jól og áramót hjá systur sinni sem bjó á Hesti eða í Lundareykjardal og höfðum við kompaní með að fara á skemmtanir. Stefnt var á að fara í Brautartungu, þar var áramótaball. Þráinn átti Ópeldruslu sem farið var á og kom einhver gæi frá Hesti með, sem sáum víni, svona barþjónn. Ekki man ég eftir hvar maður var með fæði yfir jólin, fjósameistarinn hefur væntanlega séð um það. En það þurfti heimamann til að koma söngvatninu inn. Það var nú talið auðvelt, bara biðja um leyfi, þá smaug maður inn og lenti ekki í neinum vandræðum. Þarna man ég að var mikill glaumur og gleði langt undir morgun að gömlum íslenskum sveitasið svo maður rétt slapp til að komast í fjósið.
Farandjólakona frá æsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.12.2023 | 18:13 (breytt 15.12.2024 kl. 16:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 282
- Sl. sólarhring: 343
- Sl. viku: 432
- Frá upphafi: 573750
Annað
- Innlit í dag: 267
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 254
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar