Á fundi ríkistjórnarinnar 12. ágúst 2008 lagði Björgvin G. Sigurðsson fram minnisblað, dagsett sama dag, þar sem fjallað er um fjármálastöðugleika og skipun sérstakrar nefndar. Lagði Björgvin til að skipuð yrði nefnd sem myndi skila tillögum sem ætlað væri að ná þeim markmiðum að auka stöðugleika fjármálakerfisins, draga úr líkum á því að fjármálafyrirtæki lenti í erfiðleikum og jafnframt að draga úr áhrifum þess ef fjármálafyrirtæki lenti í erfiðleikum.
Björgvin lagði jafnframt til að hann skipaði formann nefndarinnar en að í nefndinni ættu jafnframt sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Fjármáleftirlits og Seðlabanka Íslands.
Tillaga Björgvins fékk engar undirtektir í ríkisstjórninni.
Heimild skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis.
Í stjórnarskrá Lýðveldisins segir og Alþingi ber að standa vörð um;
17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
Um ofangreint minnisblað bar brýna nauðsyn að halda sérstakan ráðherrafund og bar forsætisráðherra að boða hann svo fljótt sem kostur var. Það gerði hann ekki og virðis það brjóta í bága við 17. grein stjórnarskrárinnar.
Landsdómur tekur væntanlega afstöðu til þess hvort það teljist saknæmt.
Nú ætti Björgvin að taka þetta minnisblað með sér þegar hann kemur til Alþingis og taka þingmenn á eintal og sýna þeim minnisblaðið.
![]() |
Björgvin kemur aftur inn á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.9.2010 | 21:09 (breytt kl. 21:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rétt er að halda því til haga í allri þessari umræðu að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Haarde hélt velli í kosningunum 2007, en að vísu með eins manns meirihluta.
Framsóknarmenn voru að vísu orðnir mjög fölir í framan og verklitlir í þeirri ríkistjórn, enda vanir samvinnu og félagsrekstri og tóku út í kaupfélaginu eða stunduðu millifærslur og þess háttar. Einkavæðingin var þeim framandi og þeir voru ekki vanir svona háum upphæðum.
Það hefur verið metið svo af Sjálfstæðismönnum að betra væri að fá nýa aðila inn í ríkisstjórn. Enda kominn óróleiki í Framsókn og svo hafa þeir verið farnir að skynja hættuna eins og dýr skynja hættu af veðrabrigðum eða náttúruvá.
Dæmi eru um það að flokkar hafa goldið afhroð í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokki ef þeir hafa verið lengi með honum í samstarfi. Þannig var háttað til að mynda með Alþýðuflokkinn í Viðreisnarstjórninni 1959-1971.
Það lá við að Alþýðuflokkurinn þurrkaðist út í kosningunum 1971 og Gylfi Þ. Gíslason rétt skreið inn sem kjördæmakosinn þingmaður og ef hann hefði ekki komist inn að þá hefði allt uppbótarfylgið eyðilagst.
Þótt Framsóknarflokkurinn hafi lengst af verið talin jafnoki Sjálfstæðisflokks var þannig komið fyrir Framsókn að fylgi var allt á niður leið og helsta niðurstaða að þeir hafa ekki náð almennilegri fótfestu í þéttbýli. Þess vegna var þeim flökurt á Þingvöllum vorið 2007 og voru ekki nothæfir að mati Sjálfstæðismanna.
Þannig virðist sem samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, leiða til fylgishruns hjá þeim sem dveljast lengi í vistinni hjá honum.
Þess vegna hefðu Samfylkingarfólk þurft að vanda sig við stjórnarmyndunarviðræðurnar á Þingvöllum örlagavorið 2007. Flokkurinn var ungur og áhugasamur til góðra verka, en reynslu lítill sem heild og kannski ekki með nægan andvara á sér.
Það hefur komið fram að bönkunum hefur trauðla verið bjargað eftir 2006. Um hvað sömdu þá Samfylkingarfólk í þessu stjórnarmyndunarviðræðum og hver var upplýsinga gjöfin til þeirra um ástandið? Sögðu Sjálfstæðismenn satt og rétt frá þjóðfélagsástandinu. Var Samfylkingarfólkið blekkt inn í stjórnina á einhverju fölskum forsendum?
Þetta þarf að koma fram um hvað var rætt og upplýst hvað var bókað á fundunum á Þingvöllum.
Þegar ábúandaskipti verða á jörðum er framkvæmd svo kölluð úttekt um hvernig jörðin er setin, hvað hefur verið gert á jörðinni o.sv.frv., gallar og skemmdir fyrrverandi ábúenda, ellegar þá dæmt álag ef jörðin er vel setin.
Var einhver úttekk unnin um ástandið á þjóðfélaginu, efnahagsreikningurinn rannsakaður, hvernig nýju bankarnir virkuðu og hvernig þjóðarbúið mundi spjara sig?
Þetta þarf allt saman að koma fram frá fyrstu hendi. Ég held að Samfylkingarfólk hafi verið blekkt á Þingvöllum 2007, við ábúendaskiptin. Það er mitt hugboð.
![]() |
Umræða um málshöfðun hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.9.2010 | 16:47 (breytt 28.9.2010 kl. 20:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á 19 öld áttu Kúbubúar í stríði við Spánverja en Kúba var nýlenda Spánverja. Árið 1868 hófst vopnuð uppreisn, bardagar stóðu í 10 ár, en að lokum tókst Spánverjum að brjóta uppreisnina á bak aftur.
1895 hófu Kúbubúar nýja uppreisn undir forustu José Martí. Á næstu tveim árum kom í ljós að Spánverjar myndu ekki lengur geta haldið þessari síðustu fótfestu sinni í Ameríku.
Ýmsir höfðu uppi áróður fyrir því að Bandaríkin skærust í leikinn og hrektu Spánverja frá Kúbu, en Bandaríkjastjórn skorti átyllu. Hún fékkst þegar bandaríska herskipið Maine var sprengt upp í Havannahöfn 15 febrúar 1898.
Þessi sprenging er einn af leyndardómum mannkynsögunnar.
Spánverjar neituðu harðlega að þeir hefðu átt nokkurn þátt í sprengingunni, enda var þeim það síst í hag að Bandaríkin skærust í leikinn.
Heimild: Magnús Kjartansson, Byltingin á Kúbu bls. 96
![]() |
Gengu út undir ræðu Íransforseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.9.2010 | 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
38. löggjafarþing 20092010.
Þskj. 15 15. mál.
Frumvarp til laga
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
a. 1. mgr. orðast svo:
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera að lágmarki sá sem hér greinir:
a. þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 1.0004.999: 11 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 5.00024.999: 17 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 25.00049.999: 31 aðalmaður,
e. þar sem íbúar eru 50.00099.999: 47 aðalmenn,
f. þar sem íbúar eru 100.000199.999: 61 aðalmaður,
g. þar sem íbúar eru 200.000399.999: 71 aðalmaður.
b. Í stað orðanna í átta ár í 2. mgr. kemur: í tvö ár.
Tekið af vef Alþingis
Þetta mál liggur fyrir Alþingi.
Núgildandi lög heimila að þar sem íbúar eru 50 þús og fleiri geti sveitarstjórnarmenn verið 15-27.
Það getur verið mjög hættulegt að vera með of fáa sveitarstjórnarmenn miðað við íbúatölu. Það getur komið fram þannig að ekki sé hægt að manna lögboðnar nefndir samanber þegar dr. Gunni var kosinn formaður Strætó b.s. þá gat hann ekki tekið kosningunni vegna þess að hann var ekki aðalborgarfulltrúi.
Þá er og hættulegt þegar sveitarstjórnarmenn eru fáir, að þá hafa þeir ef til vill lítið aðhald og geta verið að gera allskonar hluti sem ekki viðgengjust ef þeir þyrftu bera mál upp fyrir stærri hópi.
Nefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ekkert með það að gera að ákveða hvað borgarfulltrúar í Reykjavík verði margir. Það er gert almennt með lagatexta.
Mér sýnist framkomið frumvarp taka á þessu málið og þurfi aðeins afgreiðslu Alþingis.
![]() |
Borgarfulltrúum verði fjölgað í 29 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.9.2010 | 20:17 (breytt kl. 20:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Herjólfur þyrfti að hafa aftan í sér skerpuplóg og toghlera, þegar hann siglir út úr höfninni þannig að hann tæki álitlega sköfu af sandi með sér út.
Þetta er alvanaleg aðferð hjá bændum þegar þeir eru við jarðræktarstörf að nota flaghefla til að færa til jarðveg í nýræktum.
Herjólfur er með 7300 hestafla vélar og ætti að getað brunað út úr höfninni þegar sæmilegt veður er með þessa nýju sköfu og svo væri losað og hún hífð um borð þegar út væri komið eða væri látinn liggja við stjóra á meðan skotist væri til Eyja.
Myndin er af færsluhöfundi hlýða á fræðilegar umræður skipstjórnenda Herjólfs og skipstjóra sandæluskips í brúnni á Herjólfi í sumar: Málefni Landeyjarhöfn.
Menn mega alls ekki deyja ráðalausir og missa kjarkinn í þessu máli.
![]() |
Herjólfur komst í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.9.2010 | 12:22 (breytt 15.11.2010 kl. 18:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hæstiréttur Íslands dæmir eftir lögum landsins. Lögin heimila sjálfsbjargarviðleitni borgarana. Það hefur alltaf verið heimilt að slátra sauðfé til að bægja hungri frá mannskapnum skárra væri það nú.
En menn mega ekki slátra til að fénýta afurðirnar. Þó mun nú vera heimilt að reykja kjöt og gefa vinum og vandamönnum slíkt ket til jólagjafa.
Það er fagnaðarefni að heilbrigðisyfirvöld skuli standa vaktina varðandi hollustu matvæla og almennt heilbrigði í landbúnaði.
Ég ólst upp við að það var slátrað heima við. Fyrst var slátrað svokölluðu gangnalambi, en ketið af því var nota fyrir piltana sem fóru í göngur.
Svo var heimaslátrunin sem fór fram eftir að göngum og hefðbundnum hauststörfum lauk. Fór hún vanalega fram í kring um 25 október. Síðan fór fram úrvinnsla þeirra afurða svo sem sláturgerð og reyking sem gat staðið framundir jól. Ég fullyrði að allt var mjög hreinlegt í kring um slátrunina og þess gætt að hundar kæmust ekki í hráa afganga og afskurð.
Ég ók í sumar yfir brú eina sem er yfir eitt stærsta vatnsfalli landsins. Þar sá ég flennistórt skilti sem á stóð; ,, Smithætta sauðfjárveikivarnir" . Það fór um mig hálfgerður hrollur og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í þessum efnum. Hef lent með fjárbú mitt í riðuniðurskurði.
Svo þegar ég var kominn í öræfakyrrðina og gekk til fornar laugar þar, þá var sauðkindin búin að skíta í laugina. Það var sem sagt ,,Kúkur í lauginni" eins og Megas söng. Og ekkert Heilbrigðiseftirlit sjáanleg til að bjarga málum.
Þá fór ég að hugsa hve hljótt hefur verið um þessa hrossasótt sem hefur lagst á hrossastofn landsmanna. Ég hef hvergi séð neitt sem nemur fjallað um það mál. Hvernig hún barst til landsins og hver ber ábyrgð á málin?
Eru engin málaferli í uppsiglingu út af því máli? Og hvernig er eftirliti hátta til að verjast slíkri vá inn í landið?
![]() |
Ekki ólögmæt slátrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.9.2010 | 18:10 (breytt kl. 18:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni segir að lög um ráðherraábyrgð séu úrelt og málið sé grafalvarlegt og það sé fráleitt að sækja fjóra fyrrverandi ráðherra til saka fyrir landsdómi samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð.
Sérlögin ( l.nr. 4 1963 ) setja tvenns konar skilyrði fyrir ábyrgð ráðherra, hlutlæg og huglæg. Fyrrnefndu skilyrðin eru, að ráherra hafi framið 1) stjórnarskrárbrot, 2) brot á öðrum landslögum eða 3) brot gegn góðri ráðsmennsku, þ.e. fyrirsjáanlega stofnað heill almennings eða einstaklings í hættu.
Síðarnefndu skilyrðin eru , að brotin hafi verið framin annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Brot gegn lögunum getur varðað varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.
Alþingi eitt hefur málshöfðunarrétt gegn ráðherra út af embættisrekstri hans og skal ákvörðun Alþingis þar um gerð með þingályktun. Heimild lögbókin þín, Björn Þ. Guðmundsson
Lög um ráðherraábyrgð og landsdóm eru ekki úrelt og það er fráleitt að Margrét fangelsisstjóri á Litla-Hrauni geti sýnt fram á að þau séu úrelt ekkert frekar en að almenn hegningarlög séu úrelt. Lögin eru öryggisventill almennings vegna athafna eða athafnaleysi ráðherra varðandi almannahag.
Málflutningur fangelsisstjórans eru mjög skaðlegur að mínu mati, varðandi aga í þjóðfélaginu og alla allsherjarreglu og sætir furðu.
Lög eru í gildi þar til þeim er breytt við þau aukið, eða þau felld niður. Dómarar dæma eftir lögum hver sem hlut á að máli. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð.
![]() |
Fráleitt að sækja ráðherrana til saka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.9.2010 | 20:15 (breytt 13.9.2010 kl. 20:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Neðan greindir stjórnmálaflokkar hafa átt dómsmálaráðherra á lýðveldistímanum en þeir fara með skipunarvald í embætti hæstaréttardómara.
Alþýðuflokkurinn 4
Borgaraflokkurinn 1
Framsóknarflokkurinn 3
Sjálfstæðisflokkurinn 9
Utanflokka 3
Vinstri-Græn VG 1 Ögmundur Jónasson nýskipaður.
Upplýsingarnar eru fengnar af netinu, Vikipediu, frjálst alfræðirit.
Það hefur lengi vel verið þekkt munstur hjá Sjálfstæðisflokknum að vera með forsætisráðherra og dómsmálaráðherra þegar flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn.
Myndin er af fráfarandi dómsmálaráðherra Rögnu Árnadóttur við Minningaröldurnar í Fossvogi á sjómannadeginum 2010, ásamt alþýðumanna og heiðursverði.
![]() |
Viðar Már skipaður dómari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.9.2010 | 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta hvíslara málefni er þekkt úr Framsóknarflokknum.
Ég heyrði þá sögu og sel hana ekki dýrari en ég keypti hana að Björn á Löngumýri gamall þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafi alltaf verið með hvíslara í jeppanum hjá Jóni Pálmasyni frá Akri í kosningaleiðöngrum. Þannig vissi Björn allt um Jón en þetta getur nú verið þjóðsaga.
Allavega sagði Björn að það væri góð saga, sem maður léti fara frá sér ef hún bærist manni til eyrana eftir svo sem viku eða 10 daga.
Það er allsstaðar verið að hvísla í þjóðfélaginu, í bíóhúsum, við jarðarfarir, í hjónarúmum og í vinnunni.
Mest er þó hvíslað í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson gæti hafa hvíslað einhverju á meðan hann var í Framsóknarflokknum. Hvernig er komið fyrir Framsóknarflokknum? Er hann stór flokkur? Þar er hvíslið örugglega ekki hætt. En það þarf náttúrlega tvo til að getað hvíslað og Framsókn er nógu stór enn til að hvísl geti viðgengist.
Ég hef séð það í sjónvarpinu þegar sýnt er frá Alþingi þar hallar fólk sér hvert að öðru og hvíslar.
En ég held að þetta sé verst í Norðvesturkjördæmi. Hvaðan er Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi kominn? Er hann ekki kominn úr Samfylkingunni, vinur Dags B. Eggertssonar, sem skrifaði ævisögu Steingríms Hermannssonar?
Getur hann ekki verið að hvísla? Ég held að Vigdís Hauksdóttir ætti nú að líta í kringum sig á þingflokksfundum og taka eftir hverjir eru að skrifa niður þegar aðrir eru að tala.
![]() |
Þráinn hvíslari Össurar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.9.2010 | 19:58 (breytt kl. 20:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo segir á vef Alþingis um Þráinn Bertelsson:
Þráinn Bertelsson
F. í Reykjavík 30. nóv. 1944. For.: Bertel Sigurgeirsson (f. 12. júní 1894, d. 2. mars 1972) trésmíðameistari og Fjóla Oddsdóttir (f. 2. jan. 1915, d. 26. des. 1994). M. Sólveig Eggertsdóttir (f. 28. maí 1945) myndlistarmaður. For.: Eggert Davíðsson og Ásrún Þórhallsdóttir. Synir: Álfur Þór (1972), Hrafn (1987).
Stúdentspróf MR 1965. Stundaði nám í heimspeki og sálfræði við University College í Dublin 1968-1970 og í heimspeki og sálfræði við Université dAix-Marseille 1970-1972. Próf í leikstjórn og kvikmyndaframleiðslu frá Dramatiska Institutet í Svíþjóð 1977.
Kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. Blaðamaður og pistlahöfundur um árabil, en stundaði aðallega kvikmyndagerð 1977-1995. Ritstjóri Þjóðviljans 1987-1988 og tímaritsins Hestsins okkar 1990. Rithöfundur að aðalstarfi 1995-2009.
Formaður Rithöfundasambands Íslands 1992-1994.
Alþm. Reykv. n. síðan 2009 (Borgarahr., Ufl., Vg.).
Allsherjarnefnd 2009-.
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2009-."
Ég ætla bara rétt að vona að hann gefi málefnum þjóðgarðsins á Þingvöllum gaum enda alinn þar upp um stund, í nágrenninu.
Þar eru allir lóðarleigusamningar útrunnir en framlengdir fram til 31. des 2010. Og Þingvallanefnd virðist vera að gera nýja samninga og málið ekkert rætt á Alþingi.
Ég get ekki neitað því að það er kominn fiðringur í mig að ganga í stjórnmálaflokk en það er hætt við að ég missi þá frelsið sem ég hef haft til að tjá mig.
Verði kominn í eitthvert lið áður en ég veit af eða deild innan stjórnmálaflokkanna, stuttbuxnadeildina eða órólegudeildina eða hvað þær heita nú allar saman.
![]() |
Mikill fengur að Þráni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.9.2010 | 19:01 (breytt kl. 19:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 601433
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar