Úr stjórnarskránni:
1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
Það virðast ekki allir ná þessu. Ríkistjórnin er bundin af vilja þingsins en ekki þingið að vilja ríkistjórnarinnar.
En það hefur alltaf þótt óþægilegt að ágreiningur birtist með þeim hætt sem hann hefur birst landsmönnum í dag.
En það er deginum ljósara að forustumenn ríkisstjórnarinnar verða að sýna alþingismönnum kurteisi og vera prúðmannlegir í framgöngu sinni eigi þeir að ná fram vilja sínum í gegn um þingið.
![]() |
Hér er þingræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.9.2009 | 21:36 (breytt kl. 21:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í bókinni Siðfræði Hrafnkelssögu eftir dr Hermann Pálsson, þar sem hann fjallar um Hrafnkelssögu Freysgoða greinir hann m.a. frá því að flestir meginatburðir sögunnar eru látnir gerast að morgni dags.
Mikilvægir stjórnmálaatburðir og tíðindi líðandi stundar undanfarin ár hjá okkur hafa átt sér stað á tröppum stjórnarráðsins og þá gjarnan annaðhvort fyrir hádegisfréttir eða kvöldfréttir.
Eftir þessari reglu áttu atburðir dagsins í dag sér stað, þar sem Ögmundur Jónasson gekk á fund forsætisráðherra til að segja af sér embætti heilbrigðisráðherra.
Við þessa reglu bættist nú afbrigði þar sem hluti stjórnarandstöðunnar, þ.e. Framsóknarflokkurinn reyndi að smeygja sér í sviðsljósið og inn fyrir dyragættina í stjórnarráðinu með loforð um allstóran sjóð frá Norðmönnum. Þetta atriði minnir svolítið á þegar kerlingin reyndi að henda skjóðunni með sálinni hans Jóns inn fyrir Gullna hliðið í leikriti eftir Davíð Stefánsson. Vonandi hafa framsóknarmenn náð tali af heimamönnum í stjórnarráðin. Venjulega eru dyrnar á stjórnarráðinu opnaðar pínulítið þannig að framsóknarmenn geta leikið þennan leik af því að þeir eru svo smáir.
Einn norskur framsóknarmaður hefur staðfest þessa sögu um fjársjóðinn meira var það nú ekki. Verður því að álíta að þarna hafi verið á ferðinni pólitískur sjónhverfingaleikur þangað til annað sannast.
Þá kom og annað afbrigði fram við meginregluna þar sem stjórnarandstaðan í Sjálfstæðisflokknum birtist á stjórnarráðsblettinum til að lýsa skoðunum sínum á atburðum dagsins.
![]() |
Enginn bilbugur á stjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.9.2009 | 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ungir menn hafa oft viljað vera svaka gæjar og ganga í augun á kvenfólkinu. Svo þegar menn verða eldri fer hugsunin oft að snúast um ístruna þyngdina og heilsuna. Sumir fara verða önugir og stríðlyndir og erfiðir að umgangast.
Ragnar Bjarnason er alltaf jafn ungur, grannur og stutt í hláturinn. Hann er búin að vera þjóð sinni sannkallaður gleðigjafi og góð fyrirmynd eldri sem yngri.
Þróun danslagatónlistar og sköpun á eftir verða, þegar tímar líða undrunarefni, eftirkomenda okkar og það ásamt fleiru, sem gerir okkur að þjóð og við finnum sameiginlegt hvort með öðru.
Þar hefur Ragnar Bjarnason verið fremstur í flokki á meðal jafningja.
Ein fyrsta minning mín í lífinu var að ég fékk að fara með systur minni, Halldóru Gunnarsdóttur á söng og hljómsveitaræfingu í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, fjögurra eða fimm ár gamall. Þetta hefur verið 1950 sennilega. Stúlkurnar voru með söngsveit, en gæjarnir voru með skólahljómsveit.
Raggi Bjarna spilaði á trommur, Davíð Haraldsson á gítar, Karl Lillendalh á gítar og Valgarð Haraldsson á fiðlu. Ég man alltaf eftir einu laginu eftir öll þessi ár það byrjaði einhvern vegi svona;
,,Hello my baby, hello my honey, hello my ragtime gal".
Það er dýrmætt að hafa átt svona augnablik með Ragga Bjarna.
Hann er alltaf jafn flottur.
![]() |
Raggi Bjarna með veislu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.9.2009 | 20:20 (breytt kl. 20:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikið að einhver manneskja segir eitthvað að viti hér um slóðir.
Það er nefnilega þannig að það er ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Þetta vitum við, sem munum tímana tvenna og höfum marga fjöruna sopið og þó á ég nokkuð í það að verða hundrað.
Hamingjan felst ekki endilega í einhverjum hlutum. Hún felst í vinum, fjölskyldum, menningu okkar, þjóðlögunum og dægurlagatónlist, kvæðunum okkar og sögum og að eiga þetta víðfeðma yndislega land.
Og síðan en ekki síst þjóðtungu okkar íslenskunni, ástkæra ylhýra málinu.
Góðar stundir.
![]() |
Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.9.2009 | 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laxveiði í húnvetnskum ám hefur verið gjöful þetta sumarið. 34 ára gamalt veiðimet í Blöndu er nú fallið en þar hafa nú veiðst yfir 2400 laxar. Glöggir bændur hafa tekið eftir því að Blanda er mikið betri laxveiðiá eftir virkjun árinnar. Kunnugir telja og, að áreyrar í neðrihluta Blöndu hafi breyst í gjöfula akra.
Fréttir herma að gæsaveiðimenn hafi verið á skytteríi á svokölluðum Bakásum. Á milli þess sem þeir tóku kvöld og morgunflugið hafi þeir dundað sér við að veiða lax í gamlar föðurlandsbrækur, en lax var stökkvandi um alla á.
Bændur á bæjum við Laxá á Ásum hafa átt erfitt með smalamennskur og heimtur við ána vegna þess að ítrekað þegar þeir hafi ætlað að fara á hestum yfir ána hafi hrossin fælst vegna þess að áin var ófær vegna laxgengdar.
Kúluheiðargangnamenn eru nú komnir af heiðinni og herma fregnir að dilkar séu vænir. Er talið að allir gangnamenn hafi skilað sér heim á sína bæi.
Fátt er að frétta úr Vatnsdal, en talið er að þar verði langur og strangur Lombervetur hjá bændum.
,,Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi"
![]() |
Gamalt veiðimet slegið í Blöndu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.9.2009 | 19:42 (breytt kl. 20:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sagt er frá því í fréttinni að slagsmál hafi blossað upp í tengslum við dansleik á Húsavík. Ekkert er sagt hvert misklíðarefnið var. Gæti verið ástarmál eða eitthvað svoleiðis.
Það orð hefur aldrei verið á Þingeyingum að þeir séu slagsmálahundar eða ofstopamenn.
Þeir hafa aftur á móti verið taldir greindir og vel yfir meðaltali vel gefnir.
Það sannaðist nú um helgina þegar söngmenn, hljómlistarmenn og nótnasnillingar unnu yfirburðasigur í spurningakeppni í Sjónvarpinu á föstudagskvöldi. Þar gengu Ljótu hálfvitarnir óbeygðir frá borði. Tónlistarhefð er gamalgróin í Þingeyjarsýslum og þar hafa margir lagt hönd á plóg. Ég hef það fyrir satt að orgelharmóníum hafi verið til á mörgum bæjum í gamladaga sem var ekki algengt.
Þá vann sveitarfélagið Norðurþing spurningakeppnina Útsvar og lögðu Reykjanesbæ, ,, Og sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn að fast þeir sóttu sjóinn og kalla ekki allt ömmu sína", í ýmsum greinum. Ég sá ekki betur en þar kæmu Ljótu hálfvitarnir einnig við sögu. Þannig að þetta eru engir H-á-l-v-i-t-a-...rrrrrrr , sagt á þingeysku.
Það má því að búast við að Þingeyingar gangi dulítið á á tánum næstu daga og hafi uppi gamanmál og byggi loftkastala varðandi tónlist og gáfnafar. Það hefur löngum loðað við Þingeyinga að þeir væru svolítið á lofti og þetta ætti að duga þeim fram yfir veturnætur eða fram að þorrablótum.
![]() |
Slagsmál á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.9.2009 | 12:59 (breytt kl. 17:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar búvörulög voru sett 1985 þurfti að minnka framleiðsluna vegna þess að afkasta þáverandi búa var of mikil. Framleiðnisjóður landbúnaðarins var notaður til að kaupa kvóta ( búmark af bændum).
Svo er tekið til að stækka búin í hagræðingarskini. Bændur kaupa upp kvóta af öðrum bændum sem eru að hætta annaðhvort vegna aldurs skulda eða aðstaðan er ekki nógu góð. Þó eru mörg dæmi um að kvóti hafi verið seldur frá ágætum fjósum sem var í raun sóun á fjármagni. Alltaf var sagt að þessi kvótakaup hefðu engin áhrif verð til neytenda.
Bændasamtök Íslands hafa alltaf haft fullt forræði á stefnunni og þeim markmiðum sem að þau stefndu að. Bændasamtökin njóta opinbers ríkisstuðnings til starfsemi sinnar ólíkt öðrum atvinnurekendasamtökum . Þau reka ráðunautastarfsemi á kostnað ríkisins, sem er mönnuð háskólagengnu fólki í búfræði og veita þeir bændum ráðgjöf um hvaðeina varðandi rekstur og skipulag í landbúnaði.
Það væri fróðleg að nú við þessi væntanleg gjaldþrot væru tillögur og rekstraráætlanir lagðar fram og almenningi sýnt fram á það hvernig mjólkurframleiðsla átti að standa undir þessari fjármögnum í kvótum, nýjum fjósum, róbótum og tröllvélvæðingu landbúnaðarins.
Árið 2004 voru komnar fram vísbendingar um að þessi stækkun búanna gengi ekki upp. Stærri búin voru komin með neikvæðan höfuðstól á meðan miðlungsbúinn stóðu sig.
Ef það á að fara veita einhvern opinberan fjárstuðning til að laga fjárhagsstöðu þessara búa er borðleggjandi að það komi krafa frá því fólki sem varð að hætta búskap á samdráttarskeiðinu um að fá sínar jarðir aftur uppsettar með bússmala og vélum sér að skaðlausu.
Þeir bændur sem nú starfa við landbúnað búa við einokaða ríkisvernd og er erfitt að brjótast í gegnum það virki.
![]() |
Margir kúabændur stefna í gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.9.2009 | 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í Vatnsdæla sögu er sagt frá því að Víðdælir hafi safnað saman lið og farið 30 saman inn í Vatnsdal og ætlað að drepa Þorstein Ingimundarson að Hofi.
Þessi liðsafnaður spurðist út til Vatnsdals og brá Þorsteinn við og fór á móti flokknum með 60 manns. Er flokkarnir mættust spyr Þorsteinn; Hvert er erindið í dalinn?
Þá svaraði Finnbogi rammi, sem fór fyrir Viðdælingum; ,, Oft eru smá erindi um sveitir". Að svo mæltu stíga Víðdælingar á bak hestum sínum og hurfu á brott.
Borgarahreyfingin var rösk að koma fram framboðslistum í vor sem skiluðu hreyfingunni/flokknum 4 alþingismönnum. Þetta sýndi ótrúlegan dugnað og elju fólksins og samheldni.
Svokölluð búsáhaldabylting með mótmælafundum á Austurvelli og fundum í Háskólabíói og Iðnó var að flestra mati eldsneytið og orkan sem knúði fram þessa niðurstöðu.
Einn þingmaður yfirgaf Borgarahreyfinguna fljótlega og núna hafa þrír þingmenn klofið sig frá Borgarahreyfingunni og stofnað svokallaðan Sjálfseignarflokk, að eigin sögn hreyfingu.
Ég hef aldrei orðið vitni að jafn dapurlegri pólitík og við þessar niðurstöður og segi ,,Oft eru smá erindi um sveitir" . Og lýkur hér að segja frá þessum þingmönnum.
![]() |
Hreyfingin verður til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.9.2009 | 16:57 (breytt kl. 17:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fréttinni segir; ,, Fyrirhugaðar háspennulínur verða lagðar um mosagróin nútímahraun, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, á meirihluta línuleiðarinnar frá Hellisheiði út á Reykjanes".
Ég spyr nú í einfeldni minni, hvernig eru mosagróin nútímahraun? Ég hef aldrei heyrt þetta áður.
Ég hef heyrt talað um helluhraun og apalhraun, Ódáðahraun og Aðaldalshraun. Hraun eru misjafnlega vel gróin.
Ég hefði haldið að nútímahraun væri það hraun sem væri að renna og væri varla orðið kalt.
Nútímahraun? Er ég virkilega orðinn svona klikkaður að ég viti ekki hvað nútímahraun er?
Þetta er sennilega Icesave sem er búið að fara svona með mig.
Í Blöndudeilunni sællar minningar var mikið hamrað á því að virkjunin væri á öruggu svæði þar sem lítil hætta væri á jarðskjálftum eða eldgosum.
Nú á að leggja þessa línu eftir endilöngum Reykjanesfjallgarði sem alltaf er að hristast vegna jarðskjálfta. Og Hafnarfjarðarbær er búinn að byggja íbúðahverfi í hraunfarvegi Bláfjalla að því að mér skilst.(Tek það aftur ef það er rangt).
Ég er nú alveg hættur að skilja hlutina.
![]() |
Verulega neikvæð áhrif vegna lagningar Suðvesturlína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.9.2009 | 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef ekki þá trú að Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður vanti vinnu og þurfi að sækja um embætti sjálfstæðs saksóknara til að framfleyta sér. Jón er talinn ágætur lögmaður og hefur væntanlega næg verkefni.
Dómsmálaráðuneytið vísar til g liðar 6. greinar laga nr. 88 frá 2008 um sakamál en þar stendur um hæfi:
,,g. fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa".
Þetta lagamál er náttúrlega fyrir okkur almenning hálfgert ,, rósamál".
Ég tel að allir sem eru með augun opin sjá að Jón sé ekki rétti maðurinn í starfið miðað við þær sérstöku aðstæður sem eru upp vegna bankahrunsins og meint eftirlitsleysi eftirlitsstofnana með fjármálastarfsemi.
Jón kýs að gera sig að píslarvotti vegna skoðana sinna á blogginu og fá meðaumkun almennings út á það.
Þess vegna er það skoðun mín að þetta sé pólitískt herbragð af hálfu Jóns Magnússonar hrl. til að koma höggi á stjórnvöld.
Ef hann hefði ætlað sér stöðuna hefði hann ekki dregið umsóknina til baka, heldur barist með lagabókstafinn að vopn.
![]() |
Þeir sem ekki voru boðaðir í viðtal fengu bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.9.2009 | 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 41
- Sl. sólarhring: 162
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 601803
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 380
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar