Allt í skralli með fermingar athafnirnar og útkomu

í fréttinni er velt fyrir sér fötum og öllu slíku. Fermingarathafnir hafa dregist og dregis frestast og frestast svo útséð er hvort maður fær nokkrar veislu og börnin vaxa upp úr keyptum fötum og áhöld eru um hvort einhverjar veislur verði haldnar, og hefur það valdið vesenin og áhyggjum.

Það sem er þó alvarlegast er að sá þáttur í fermingaveislum að kryfja málin til mergjar og fá niðurstöður til að stjórna þjóðfélaginu er að leggjast af. Það hefur verið löng hefði fyrir þeirri venju. Á þeim degi hefur verið gætt meðalshófs í fjölskyldum að láta ekki slá í brýnu milli fjölskyldumeðlima með gagnstæðar stjórnmálaskoðanir. Þannig að það er allt í skralli með stjórnarhætti.

Svo  má ekki faðmst og heilsa með handabandi og þar af leiðandi er farið með vitið úr bænum á hverju heimili þar sem fermingarbarn er.

Þetta stefnir allt í tvísýnu út af þessu tvennu og má segja að allt þjóðfélagið sé meira og minna í skralli.

 


mbl.is Aðalmálið er að fermingarbarnið finni til sín á þessum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkmenning í kring um varnarlínur Sauðfjárveikvarna og viðhorf

Bloggari er nákunnugur umgengni og afstöðu til varnarlína sauðfjárveikivarna í A-Hún. sérstaklega við Blöndu. Blanda var meðal þeirra fljóta sem var megin varnalína. Hún var kolmórauð og vatnsmikil og styrk stoð í varnarkerfinu.

Í augu bænda voru þessar línur heilagar og mikilsvirði að þær gengdu hlutverki sínu. Fyrst var hafður vörður við Blöndu  eftir mæðiveikina og reið hann daglega til að að gæta með fénaður færi ekki yfir. Held að hann hafi riðið frá Blönduósi fram að fremri Blöndubrú en á brúarsporðinum var venjulegt veghlið sem mönnum var illa við. Hreppstjórin var bálvondur  yfir þessu hliði. Vörðurinn var með duglegan hund af lapradogskyni sem hét Skuggi. Afburða duglegt kvikindi.

Á sjöttaáratuginum miðjum var girt varnarlína fá Blönduósi og fram í Blöndubrú. Afbragðs girðing, gaddavirsgirðing. Margir hafa sjálfsagt unnið við hana. Um Bakásaland, Tungunes og framm í Blöndubrú hafði Haraldur Hallgrímsson Tungunesi alla verkstjórn með höndum.

Hann heilsaði alltaf með rússneskum kossi og sagði Elsku vinur, gaman að sjá þig.

Girðingin var fanta vel strengd og var gaddavírinn áhverri færu slitinn a.m.k. einu sinni, til að taka teygjuna úr vírnum. Línan var gerð sem beinust og því fór oft mikið land af jörðunum á neðri hluta þeirra, sem ekki var þá hægt að nota sem beitiland. Sumstaðar var óánægja með það, en á öðrum stöðum höfðu menn vist hagræði af þessu. M.A. lentu engjalönd fyrir neðan girðingu og voru þá oft betur tiltæk til slægna. Á Syðri-Löngumýri var landið fyrir neðan notað til kartöfluræktar, því jarðvegurinn var sandblandaður og góður til kartöfluræktar, mög hlýr.

Þetta var með betri girðingu sem menn höfðu áður séð léttbyggð og sterk ca 8 m á milli aðalstaura og svo 2 millistaurar.

Þessi varnar lína vara alltaf fjárheld og í góðu standi.

Svo fór þessi varnarlínuhugmyndafræði að linast upp. Á níunda áratuginum var jörðum afhent girðingi til eignar og máttu ábúendur ráða því hvort þeir létu girðinguna standa eða rifu hana. Bloggari var þá ábúandi á Syðri-lÖngumýri og ætlaði að láta  girðinguna standa fyrst um sinn.

Svo vorum við í einhverju verkum einn daginn að þá fórum við að girðingunni og var þá búið að klippa á hana Ytri-Löngumýrar megin án samráðs og strekkingin því öll farin af girðingunni og ekki gefið svigrúm til að setja niður hornstaur.

Hliðið á Blöndubrú var sífellt umræðuefni. Bílar misstu ferðina við að þurf að opna það og þá var því ekki lokað. Þá gat komið fyrir að ær með lömbum skytust yfir. Þá var brugðist við og féið elt og því náð og það sett í hús. Var mikil alvara í þessum eltingaleik að féðið  kæmist ekki í snertingu vi annað fé. Það var álitin voði og allar pestir mundu upp magnast. Þá var garnaveiki sú veiki sem var austan Blöndu en frítt vestan megin.

Þessi einangrun var rofin þegar bændur austan megin tóku ásetnigslömb úr Kúlurétt  í óleyfi og fluttu yfir. Urðu af þessu einhverjar ryskingar, en ekkert gert í málinu af hendi yfirvalda. Þá var tekið til að bólusetja á bæjum. Sú aðgert tókst yfirleitt hjá bænddum, en annarstaðr lenti hún í trassaskap og hlaut viðkomandi væntanlega tjón sem hann sat uppi með sjálfur.

Þegar hliðið á Blöndubrú var aflagt svo bílar gætu brunað upp brekkurnar, var sett upp gult hlið á vegamótum Svínvetningabraut- Blöndudalur Kjölur við  BP  sjoppuna á Löngumýri.

Ekki voru lagðar sérstakar skyldur á ábúandan á Syðri-Mýrinni að halda við veggirðinu á brúarafleggjara og var það þá í hendi Vegagerðaeinnar og var ýmiss gangur á því.

Það fór fyrir gulahliðinu eins og hinu, að það gleymdisr að loka því.

Krafan um að komast hratt yfir var orðin sterk og menn nenntu ekki útúr bílum til að opna og loka, þó þeir gætu skvett úr sokknum um leið.

Nú heyri ég að Blanda sé ekki trygg varnarlína á Blöndugili svo þessar varnir eru ef til vill að gufa upp og vera börn síns tíma.

Þó héld ég að formlega séð sé rétt og að einhverju leiti verklega gotta að hafa þessi fjárskiptahólf virk.


mbl.is Fresta því að fjarlægja ristarhliðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegt maraþonhlaup fram hjá Laugarnesinu 2018

Árið 2018 stóðu krakkar sem áttu heima í Laugarnesinu til viðburðar á Laugarneshólnum til að hvetja maraþon hlauparana við dillandi söng Sigurðar Ólafssonar. Þetta var einstaklega vel heppnaður viðburður og gaman að koma á fornar æskuslóðir.

 


mbl.is Forsetahjónin og Steindi hlaupa til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að halda sæmd sinni

Það er vandasamt að lenda í þeirri stöðu að óánægja verður með störfin og embættisfærslur. Þá fer allt af stað.

Í þessu máli var engin skýrsla skrifuð eða uppgefið hvort lögreglustjórinn hafi rekið sig í löginn. Þá lendir ráðherran í vandræðum og vill flytja hann til Vestmannaeyja. Það var nokkuð þungt fyrir eyjaskeggja að þurfa að mæta því og vildu ekki taka við málinu að svæðið vær í einhverjum öðrum flokki hvað gæði varði.

Menn sitja á meða sætt er. Svona var þetta með ríkslögreglustjóra og þegar þannig stendur á verður viðkomandi ráðherra  að sækja á og finna ráð til að leysa mál embætta. Þá er síðasta úrræðið að gera menn að sérfræðingum. Þó ríkislögreglustjóri hafi ekki hlotið þá upphefð, þá fékk hann umbun í lokin.

Fyrir almenningi kemur þetta spánskt fyrir sjónir að verðlauna menn fyrir meint galppaskot þannig held ég að almenningur lýti á málin, finnst það alveg útúr kú. En það er náttúrlega ekki gott fyrir dómsmálaráðherra eð bíða eftir því að menn fari að draga upp kylfurnar. Einhver getur meiðst.

Það er þekkt í okkar fornsögum að ef menn lenntu í einhverjum hremmingum þá var lögð á það megináhersla að halda sæmd sinni. Alveg sama hvort menn særðust eða féllu. Það á við í svona málum. Það er snyrtilegra að getað gengið inn í ráðuneytin með hálstau og verið sérfræðingar og leiðbeint ráðherrum. Og þetta gengur yfir eins og hvert annnað él.

Eitt mál  er áþekkt sem svipar til þessa máls en hefur ekki verið mikið fjallað um. Það er þegar fv. framkvæmdastóri Strætó hætti.

Það var erfitt mál. Þannig voru málavextir að því sem mér skilst að stjórinn hafði álpast til að aka út í á og bíllinn saup inn á vélina, þetta sögðu vanir bílstjórar mér og gerðu sér grein fyrir því að þá eyðileggst vélinn. Stjóri var fljótur að losa sig við jeppan og reyna snúa sig út úr málinu, en það var ekki auðvelt því það vitnaðist að tekið hafði verið myndband af atburðinum eins og það fréttist. Voru ýmsir sólgnir í að kaupa myndbandið, en það fékkst ekki. Þá gerir stjóri sér lítið fyrir og fer út í búð og kaupir nýjan jeppa út í reikning Strætó. Þá fór nú brúnin að síga á stjórn Strætó og fór hún eitthvað að ókyrrast út af þessu máli. Þá var farið að hvísla og hringj eins og gengur í pólutíkinni. Stjórinn fékk nýtt embætti upp í ráðuneyti og var titlaður sérfræðingur.

Það er ekki undarlegt að almenningur sé par ánægður með svona fyrirkomulag. En auðvitða verað menn að hafa starf og halda sæmd sinni. Það gefur auga leið, Og hvað á svo sem að gera? Öll dýrinn í skóginum eiga að vera vinir.


mbl.is Mun fyrst og fremst sakna starfsfólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífstíðarábúð og veiðigjöld

Það er margt skrafað um fiskinn í sjónum. Á opinberum vettvangi hefur verið fundið að því að rétthafar veiðiheimilda sem fara með veiðiheimildir geta látið þær ganga í erfiðir. Ekki er hægt að segja beint að veiðiheimildin erfist bein, en þó í gegn um öll hlutabréfin og allt auðmagnið.

Er þá ekki eðlilegt að þessi réttur falli niður við andlát? Lengi hefur það verið tíðkað samkvæmt lögum að ábúð á jörðum er með margvíslegu formi.

1. Erfðafestuábúð þar sem  elsti erfingin á tilkall til jarðnæðisins með öllum hlunnindu ræktun og húsakosti á verðlagt á hálfu fasteignamati.

Hann var skyldugur til að hugsa vel um ættarauðin og þar á meðal minnir mig að hafa uppi myndir af fyrri ábúendum í góðum ramma svo tengda-mamma-pabbi gleymist ekki. Ef til vill á að geyma ættarsilfrið.

2. Þá var það til sem kölluð var lífstíðarábúð og hún féll niður þegar leiguliðinn var kominn í kistuna og vorkenndi engin honum, ekkju hans eða börnum Og urðu allir heimils menn að ganga af jörðina efti útför, bara taka leigubíl og í burtu. 

3. Ábúð sem skilyrt var til ákveðins tíma og var það skýrt í ábúðarlögum að eigandi gæti tekið hluta af jarðnæðinu eða alla jörðin til nota fyrir ættingja og afkomendur voru stýf ákvæði um að eigandi þurfti að leysa til sín umbætur  sem gerðar höfðu verið í tíð ábúenda og þóttu það harðir kostir að þurfa að borga. Var þetta allt útskýrt  í lögum, en hefur nú verið að mestu fellt úr ábúðarlögum og fara því margar jarðir í eyði þegar ábúðarskyldan var afnumin. Þetta fór svo soldið í rugl þegar kvótinn var settur á í landbúnaði og er saga að segja frá því, sem vonandi verður sögð innan tíðar.

Svona var nú þessu fyrirkomið í elsta atvinnuvegi landsmanna og mætti ýmislegt af því læra ef lesið er með opnu hugarfari.

Það er náttúrlega gráupplagt að viðra þessa hugmyndafræði með lífstíðarábúðina. Féllu þá öll réttindi niður við andlát, búffs. Það er auðvitað harðneskjulegt fyrir bánkana og þá sem hafa hampa þessum réttindum. Þingmenn geta auðvitað dottið á hnéin þegar bánkarnir fara vilja ráða og æpa, stjórnarskráin, stjórnarskráin, eigarétturinn er friðhelgur.

E-nnnnnnnnnnnn fiskveiðistjórnunin var til að verja sjávarauðlindina þannig að hún gæti viðhaldið sér en ekki uppsafnað auðmagn.

Íslendingar hafa barist í aldir fyrir því að ráð sem þjóð yfir auðlind sinni. Lent í þorskastríði margsinnis.  Átt við erlenda togara upp í landsteinum

Bændur eru búnir að missa landhelgi jarða sinna og mega varla dýfa snæri í sjó. Þannig að það þarf að fara gera eitthvað í þessu.

Ástæðulaust er að þessi réttindi flytjist milli kynslóða si svona.

Svo gæti næsta kynslóð verið aumingjar sem ekkert geta og hefðu ekkert læknisvottorð  sem sannaði vit og dugnað.

 Þannig að það er margt í mörgu eins og sagt er.


mbl.is Veiðigjöld Samherja í Namibíu lægri en á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona aðstæður eru nú ekkert grín.

100_5008Svona aðstæður eru nú ekkert grín. Flugstjórin og áhöfn verða að vera góð í sálfræði til að halda farþegum á mottunni. Svoleiðis fólk er ekki pikkað upp af götunni og sett í félaga til að ryðja markaðinn ef launþeginn vill halda sínum hlut og betur en það.

Ég mundi missa hjartað í buxurna ef ég lenti í svona atviki.

Það er gott að hann var á sunnan. Það 100_5004er væntanlega betra. Ég hef einu sinni lent í því að Farmall cub fór að missa afl þegar verið var að aka blautu heyi af engjum og þurka heima. Ég gaf í botn benzínið, en þá fór vélin að banka og glamra og þá hætti ég. Fór svo sem ekkert að gráta 10 ára. En maður getur auðvitað orðið lítilfjörlegur við slíkar aðstæður. Flugstjórar eru náttúrlega með sólgleraugu.

100_5006Svo kom snillingur af næsta bæ sem var bifreiðareftilitsmaður. Hann var ekki lengi að finna út úr þessu. Hann kallaði þetta sótbank. cylernarnir höfðu fyllst af sóti og svo fór að kvikan í því og það olli þessu neistabanki.


mbl.is Flugvél Icelandair sneri við vegna vélartruflana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vettvangur dagsins, tilraunir og viðhorfskannanir.

Frjálshyggjufélagi ætlar að fara í mótmæli sennilega að mótmæla hvernig ákvarðanir fæðast hjá þríeykinu, frekar enn að mótmæla kovitinu sjálfu.

Gaman væri að stúdentar væru að gera tilraunir og legðust á árarna með að skapa frjóa hugsun og gera viðhorfkannnair um hvernig þjóðin er að berjast í gegn um þetta allt saman.

Ég hef nefnilega rökstudda grun að Íslendingar kunni ekki að taka leirtau úr uppþvottavélum. Það væri t.d. gott efni í vettvangsrannsókn. En þá verða stúdentar auðvitað að vita það sjálfir hvernig á að vinna verkið.

Í ónefndum skóla í gamladaga var uppþvottur framkvæmdur þannig að allt óhreint leirtau var sett í þvottabala með sjóðandiheitu vatni, þá var steypt í balan álitlegum bunka af plastdiskum sem voru frekar rispaðir og hrært í. Síðan þurrkað með viskustikki og annað tekið þegar hitt var orðið hæfilega óhreint.

Þarna vöknuðu margar spurningar hjá fólki sem var t.d. að læra gerlafræði og hefði verið gaman fyrir það að gera tilraun með skolpvatni frá uppþvottinum. Diskarnir voru úr plasti og voru sumir rispaðir og því gróðraðrstía fyrir ýmsar smáverur.

Svona geta rannsóknartækifærin legið við hversmanns dyr. T.D., þarf að fjölga sturtuferðum eða auka yfirleitt þrifnað þjóðarinnar.

Nobelskáldið hafði ekki mikið álit á þrifnaði Íslendinga og kom það fram í hans bókum.

Það var maður sem fór á mótorhjóli um jörðina og var svona að halda fyrirlestra og segja frá lifnaðarháttum fólks og sagði að ákveðin hópur sem hann hitti hefði ekkert klósett eða salernispappír. En hann tók eftir því að þeir heilsuðu alltaf með vinstri hendinni.

Þá spurði ég hvernig þeir þrifu sig eftir að hafa haft hægðir. Alltaf með vatni og þá með hægri hendinni.

Svona getur lífið orðið flóki hjá fólki, þó allt sýnist einfalt.

Nú er að dugast eða drepast stúdentar og gera tímamóta tilraunir.


mbl.is Hafa ekki og munu ekki segja skólum að loka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar hafa nú lifað tíman tvenna hvað varðar sjúkdóma.

Það er einkennilegt hvað allir verða undrandi þegar yfirvöld gera einhverjar breytingar, eins og núna. Að vísu er verslunarmannahelgin svo mikilvæg og viðkvæm varðandi opinbera íhlutun að allt riðar og skelfur. Allir verða að komast eitthvað.

Það á alltaf að vera svo svaka gaman og fáir kunna að una sér við einfaldleikann og vera ánægðir með það sem þeir hafa.

Ísland hefur verið einangrað land vegna legu sinnar, þó það sé mjög breytt núna vegna aukinna ferða fólks.

Við höfum nú aldeilis þurft að glíma við allskonar farsóttir og sjúkdóma. Berklar spánskaveikinn, svartidauði stórabóla, mislingar barnaveiki og ég kann ekki að nefna það allt.

Þá hafa búfjársjúkdómar farið um landið, riða kláði, lamablóðsótt garnaveiki mæðiveiki. Við ættum í raun að vera sérfræðingar í sóttvörnum, En samt þó við höfum staðið okkur vel í þessari kórónuveiki og farið að fyrirmælum, þá hefur maður séð skringilegt atferli um leið og eitthvað var slakað á. Fólk nærri  andað ofan í hálsmálið og öðrum. Ég segi fyrir sjálfan mig, ekki tekið handþvott nægilega föstum tökum.

Íslendingar eru matvælaframleiðendur og þar er held ég mikil reynsla og fólk sem stundar slík störf örugglega til fyrirmyndar.

Auðvitað er það eðlilegt að fólk sem hefur lífsviðurværi af því að skemmta og lifa af ferðaþjónustu verði súrt með stöðuna.

Þó ekki sé hægt að segja að við þurfum að standa saman, það má  ekki, en við verðum að komast í geng um þetta og það verður þrautin þyngri og tekur langan tíma. Ekki bætir nú úr skák ef veiru fjandin er að breyta sér. Við stólum nú á Kára. Það er mikil gæfa að hafa slíkt auðlindasetur í landinu, sem hann á til hjálpar. Betri útskýringar þarf um hvernig veiru fjandin lifir.

Það er náttúrlega hræðilegt að verða af öllu fjörinu og þurf að skemmta sér í einrúmi eða þannig.

Sýnum kærleik, umburðarlindi og látum okkur þykja vænt um hvort annað, þá kemur þetta allt saman.

Góða verslunarmannahelgi og ekki keyra út af, hvorki sál né bíl.


mbl.is Hert og slakað næstu mánuðina eða árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband