Traktoratorfærukeppni á Flúðum

Farmal Cub á HvanneyriHér á árum áður fyrr lentu menn oft í ýmsu þegar dráttarvélar voru að koma inn í landbúnaðinn. Venjan var að það var ekki nema ein dráttarvél til á bæ. Svo þegar menn voru í girðingarvinnu og lönd voru lítt framræst lentu menn oft í því að þurfa að böðlast yfir mýrar og fúafen.

Oftast lukkaðist þetta en þó kom fyrir að menn festu dráttarvélina illilega og var þá úr vöndu að ráða. Ég var nú svo heppinn að byrja að aka á Farmal Cub og hann var nú svo léttur að hann festist sjaldan.

Svo kom Ferguson disel sem var mun þyngri og var ætla meiri störf. Hann gat festist illilega maður.

Fljótlega komst maður upp á lagið að troða planka undir vélina og binda bæði dekkin föst við plankann. Síðan vó maður vélina upp á plankann og þá var maður í góðum málum. Verra var ef vélin spólaði og plankinn fór aftur fyrir. Þá sat allt fast og maður varð að byrja upp á nýtt.

Það háði þessari aðgerð ef dráttarvélin var ekki með mismunadrifslás því þá þurfti maður að nota hliðarbremsuna eftir því hvoru megin dráttarvélin var sokkin í mýrina.

En allt blessaðist þetta að lokum.
mbl.is Traktoratorfæra í tuttugu gráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið brennivín

Hafnsögubáturinn Í VestmannaeyjumÞað er eðlilegt að Herjólfur hafi setið fastur í höfninni. Farþegarnir hafa svo mikið brennivín með sér. Þetta verður allt léttar á heimleiðinni, því þá verður búið að drekka allt vínið. Djók.

Ég held að það sé nú ekki ástæða til þess að fara á límingunum út af þessu. Það var alltaf vitað að það yrði erfitt að fara út á lág fjöru. Og fólk verður bara að sætta sig við byrjunarörðugleika.

Það var nú ekki spáð vel fyrir Borgarfjarðarbrúnni hér á árum áður og talið að hún myndi sökkva. 

Ég held að það sé best að hafa þetta eins og Hercúles hafði þetta þegar hann átti að moka hesthúsið að þá lét hann lækinn bara sjá um að hreinsa út taðið.

Það þarf að taka vatn úr Markarfljóti og láta renna í gegn um Landeyjarhöfn á útfallinu þá hreinsast þetta allt saman út. Þeir hjá Landsvirkjun kunna þetta.


mbl.is Herjólfur tafðist um þrjá tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræði hjá sjómönnum

Hvaða vandræði steðja að Sjómannafélagi Reykjavíkur að það þurfi að vera taka lán til 20 ára?

Hvernig stendur efnahagsreikningurinn?

Hverjar eru tekjur og gjöld?

Og hver er efnahagsstarfsemin Sjómannafélags Reykjavíkur?

Er félagið ekki bjargálna?


mbl.is Krefst endurgreiðslu vegna gengistryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Bjarnason ber ábyrgð

HornstrandirJón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ber ábyrgð á lögum um stjórn fiskveiða það er alveg klárt. Fréttamenn geta ekki knúið fram einhver já eða nei svör í því efni. Það væri of mikil einföldun á málinu.

Jón ber jafnframt ábyrgð á því að allir hafi í soðið á þessum erfiðu tímum. Til þess er fiskveiðiauðlindin að allir hafi að bíta og brenna. Menn hafa alltaf haft í soðið á Íslandi og þótt sjálfsagt mál. Þannig þurfti amma mín bara að fara niður á bryggju og þá fékk hún fisk hjá trillukörlunum í fyrri kreppunni.

Jón ber jafnframt ábyrgð á öllum bændum í landinu og hjúum þeirra. Þetta ættu fréttamenn að vita.

Þá ber hann ábyrgð á að allir hafi nóg af kjöti og börn hafi mjólk á pelann sinn og fólk hafi skyr með rjóma út á þegar svo ber undir.

Þannig að það sjá allir að Jón Bjarnason ber ansi mikla ábyrgð og stendur alveg undir henni enda alinn upp við örbyrgð á Ströndum þar sem fólk ber ábyrgð á sér og sínum.

VeiðimennEf það verður að stöðva veiðar, þá verður náttúrlega að athuga hvor allir hafi ekki fengið nóg og síðan verður að beita svokölluðum neyðarrétti þjóðinni til hagsbóta.

Það þýðir ekki að vera ráðherra nema menn séu sæmilega ráðagóðir og afdráttarlausir í svörum sínum og láti fréttamenn ekki flæma sig niður af tröppum stjórnaráðsins.

Ábyrgð er allt sem þarf, ekki já já og nei nei. 


mbl.is Jón vill hætta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakgrunnur Fidels Castro

 

Háskólinn í HavannaCastro fæddist á auðugu heimili á sykurekrunni Mayarí tæpa 100 km frá Santiago de Cuba. Faðir hans Angel var Spánverji að ætt og uppruna en hafði flutts búferlum til Kúbu og stundaði þar skógarhögg of sykurrækt.; varð brátt efnaður maður. Castro og systkini hans skorti þannig ekkert í uppvextinum, en allt umhverfis hann blasti við fátækt. Castro hlaut náin kynni af þessu ástandi.

Almennt viðhorf hans til þjóðmála mótuðust þegar á þessum árum; ,, ég hef aldrei getað unað ranglæti" sagði Castro við franska heimspekinginn Jean-Paul Sartre þegar hann minnist æsku sinnar.

Foreldrar Castro voru rómversk-kaþólskir og hann var sendur í kaþólskan barna skóla og því næst í menntaskóla í Havana. Hann vakti á sér athygli fyrir frábært minni, dirfsku og metnað.

19 ára gamall byrjaði hann laganám við Háskólann í Havana og hóf þegar þátttöku í stjórnmálalífi skólans og þótti frábær ræðumaður.

Minnismerki um José Martí

 

Árið 1950 lauk Castro lögfræðiprófi með doktorsnafnbót og opnaði þegar lögfræðiskrifstofu í Havana.

Hann gerði það að sérgrein sinn að verja verkamenn og bændur sem höfðu verið beittir yfirgangi, negra og pólitíska fanga.

Castro kenndi sögu og heimspeki og hann sökkti sér niður verk José Martí.

Heimild: Byltingin á Kúbu eftir Magnús Kjartansson, ritstjóra


mbl.is Castro heldur upp á byltinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brúðkaup á Íslandi og Kúbu

Brúðkaup á Kúbu 2005Brúðarauga, garðplanta af bláklukkuætt.

Brúðarbekkur, setjast á brúðarbekkinn gifta sig.

Brúðargangur, hátíðleg ganga brúðhjóna og gesta að og frá kirkju.

Brúðarhetta, sækuðungur,

Brúðarkrans, krans á höfði konu á brúðkaupsdegi. 2 innkanna suðuramerísk stofuplanta af steinbrjótsætt.

Brúðarljós, runni, ættkvísl stofuplantna af myrtuætt.

Brúðarslæða, garðplanta af hjartagrasaætt.

Brúðarstjarna, garðplanta af körfublómaætt.

Brúðarvefur, garðplanta af rósaætt.

Brúðfang, kvonfang.

Brúðfé, fé eða gersemar sem, sem brúðurin skyldi gefa ættingjum manns síns.

Brúðför, þegar brúði var fylgt úr föðurgarði heim til brúðgumans þar sem veislan fór fram.

Brúðgumi, maður sem er að kvænast, mannsefni.

Brúðhjón, brúður og brúðgumi, piltur og stúlka sem eru að giftast.

Heimild. Íslensk orðabók, bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Ástfangin hjónFólk á Íslandi og Kúbu og annarstaðar vitaskuld, giftir sig af því að það er ástfangið og líður vel í návist hvors annars.

Á þjóðveldisöld áttu giftingar sér stað m.a. þegar verið var að tengja ættir saman vegna valda og stjórnmála. Einnig voru giftingar stundaðar til fjár. Nú þarf þess ekki, því fram að þessu hefur verið hægt fá svokölluð myntkörfulán.

Á Kúbu eru brúðhjón venjulega fátæk en skuldlaus. Á Íslandi er þetta misjafnt.


mbl.is Giftu sig í Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf byltingarinnar á Kúbu

26. júlí 1953 er talinn upphafsdagur byltingarinnar á Kúbu.

Þá réðst Fidel Kastró með mönnum sínum að óvörum inn í Cuartel Moncada, aðalherbúðir Batista í Santiago de Cuba, höfuðborg Oriente. Þar höfðu 1.000 málaliðar aðsetur og geymdu þar birgðir sínar af skotfærum og vopnum. Uppreisnarmenn gerður sér vonir um að hermennirnir mundu gefast upp í fátinu.

Uppreisnarmennirnir  voru á 25 bílum, 165 karlar í einkennisbúningum hersins og tvær stúlkur. Fyrsti bíllin ók inn um hliðið og bílstjórinn hrópaði til varðmannanna: ,, Sérstakur heiðursvörður handa hershöfðingjanum". Honum var hleypt áfram og uppreisnarmenn úr honum tóku herskála þar sem 80 hermenn gáfust upp á svipstundu.

En þegar annar bíllinn ók inn um hliðið áttuðu varðmennirnir sig á því að ekki var allt með felldu og einum þeirra tókst að gefa aðvörunarmerki sem vakti alla hermennina í búðunum áður en hann var felldur. Innrásin hafði mistekist. Fidel gaf fyrirmæli um að hörfa og nú sundruðust uppreisnarmenn í ýmsar áttir.

Bifreið úr byltingunniFidel komst út í sveit ásamt 18 mönnum öðrum; Raúl Kastró komst til fjalla ásamt nokkrum félögum sínum, og ýmsir smærri hópar sluppu undan í fyrsta áfanga. Aðrir voru handteknir.

Myndin er af bíl sem notaður var í framangreindri uppreisn.

Heimild: Byltingin á Kúbu eftir  Magnús Kjartansson ritstjóra.


mbl.is Kastró ekki dauður úr öllum æðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cherokeedómurinn

Eins og kunnugt er hefur fallið dómur í héraðsdómi vegna myntkörfuláns vegna kaupa á Cherokeejeppa.

Ekkert myntkörfulánNiðurstaðan er sú að lántakandi ber að borga vexti eins og þeir eru tilgreindir á hverjum tíma af Seðlabanka Íslands í stað gengistryggingar.

Þessum dómi hefur verið áfríað til Hæstaréttar og geta stjórnvöld ekkert hreyft sig varðandi lagasetningu út af þessum málum fyrr en Hæstaréttardómur er fallinn.

Cerokee er nafn á indíánaættflokki í Ameríku. Indíánar fóru mjög halloka fyrir hvítum mönnum þegar þeir hófu svokallað landnám í Ameríku. Sérstaklega fór eldvatnið ( brennivínið ) illa með þá.

Eins virðis ætla að fara fyrir okkur þegar frjálst fjármagnsflæði var heimilað vegna EES-samningsins og hefur í mörgum greinum margt farið úrskeiðis hjá okkur sem má beint og óbeint rekja til gnægðar fjármagns sem staðið hefur atvinnulífi og almenningi til boða og menn hafa ekki kunnað fótum sínum forráð.

Hvort eldvatnið sé á einhvern hátt að leika okkur grátt í þessum málum, skal ósagt látið og verða seinni tíma rannsóknir að varpa ljósi á þann þáttinn.


mbl.is Gengislánin „frumskógur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir sigra

Samningsmarkmið bílalánasamninganna var að veita lán með verðmælingu á höfuðstóli eftirstöðva eftir hverja greiðslu. Þannig að verðmæti höfuðstóls rýrnaði ekki miðað við þjóðfélagsaðstæður hverju sinni.

Þetta voru frjálsir samningar, ekki nauðasamningar. Sumir halda því fram að lánveitandinn hafi verið í betri stöðu varðandi þekkingu á þessu fyrirkomulagi gengistryggingar sem dæmd var ólögmæt af Hæstarétti, en lántakinn.  Það eru sterk rök fyrir þeirri fullyrðingu en það er þá við stjórnvöld að sakast.

Spyrja má hvort lögbókandi ( notarius publicus ) hafi ekki átt að reka augun í þessa lögvillu sem var á samningsgerðinni og leiðbeina aðilum? Eins má spyrja af hverju Fjármálaeftirlitið hafi ekki hlutast til í málinu?

Allavega vann lántakandinn sigur í Hæstarétti og hratt af sér þessum miklu kröfum sem voru komnar á hækkun höfuðstól lánanna.

Það liggur fyrir að lánafyrirgreiðslan er bundin því að viðkomandi fær bíla eða önnur verðmæti fyrir lánið. Hann hefur fullan arð og gagn og nytjar af því sem hann keypti.

Með þessum dómi er því lántakandinn jafnvel settur og aðrir lántakendur í landinu og má því í raun vel við una þessum dómi og hafa sigrað í Hæstarétti.


mbl.is Steingrímur: Átti von á þessari niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg yfirlýsing

Þetta er skrítin framsetning á málavöxtum.

Í fréttinni segir: ,,Allur arður af eignum Björgólfs Thors mun renna til kröfuhafa hans þar til hans skuldir hafa verið gerðar upp að fullu". 

Hvað, ef það verður engin arður bara tap? Hvað þá?

Og áfram með fréttina: ,, Afráði Björgólfur að selja eignir sínar mun allur söluhagnaður að sama skapi renna til kröfuhafa".

Hvað, ef það verður engin söluhagnaður? Hvað þá?

Og ef eignirnar eru veðsettar hirðir þá lánastofnunin þær ekki bara af því að hún á þær en ekki Björgólfur.

Stundum reyna menn að bjarga sér með trixum. Það er treyst á það að almenningur sé glópar.

En vonandi fer þetta allt vel hjá Björgólfi.

Þarf að gera uppEn það þarf bara að gera þessi mál öll upp. Fyrr rís ekki neitt nýtt þjóðfélag á Íslandi.

Hagræna, skulda og eignaþáttinn. Saknæmiþáttinn, ef hann er fyrir hendi. Og refsiþáttinn, ef hann er til staðar.


mbl.is Allur arður Björgólfs til kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband